Laugardagur, 14. maí 2011
Þýska "hagvaxtar kraftaverkið". Spurningu dagsin svarað.
Hagvaxtarmynd frá árinu 2008
Jón Steinar Ragnarsson spurði mig spurningar (hér; "any comment") sem ég svara á eftirfarandi hátt.
Ef þú býrð til vísitölu (sjá index) fyrir árstíðaleiðréttan hagvöxt Þýskalands og stillir vísitöluna á 100 á árinu 2000, þá ættum við að sjá gríðarlegan hagvöxt á þessum rúmlega 11 árum, er það ekki Jón Steinar ? Fréttirnar eru svo rosalegar af þessu "kraftaverki" í Þýskalandi.
En hvað sjáum við. Jú, árið 2000 var stærð hagkerfisins 100. Tíu árum seinna, eða árið 2009, er allt hagkerfið orðið 105,09 að stærð. Þetta er þá hagvöxtur upp á 5,09 prósent á 10 árum. Sem er næst versti hagvöxtur í heimi rúmlega 30 landa OECD á 10 árum. Einungis Evrusvæðið, Japan og Ítalía eru verri. Þetta er 0,5 prósent hagvöxtur á ári. Alger hryllingur.
Ef við tökum tímabilið (árstíðaleiðrétt) frá árinu 2000 og fram til fyrsta fjórðungs þessa árs (Q1_2011) þá er stærð þýksa hagkerfisins orðin 111,71. Þetta er þá um það bil eitt prósent vöxtur á ári. En auðvitað er það hreint kraftaverk séð í þýsku ljósi.
En skýringin á þessu er sú að nýmarkaðslönd heimsins eru farin að fjárfesta í innviðum á ný eftir hrun og stór hluti annarra landa evrusvæðisins eru orðin algerlega ósamkeppnishæf og því fá þýskir pantanir þær sem þeir hefðu að öllu jöfnu fengið ef gengi Þýskalands væri ekki svona gagngert falsað.
Það er áberandi að ekkert meiriháttar hagkerfi heimsins fékk eins mikinn samdrátt og hagkerfi Þýskalands gerði frá 2008-2009. Það limpaðist niður um leið og eftirspurn frá útlandinu (export) dróst saman. Þýska hagkerfið er svo algerlega útflutningsháð.
Og ekki höfðu þeir þó haft neina fjármála- eða húsnæðisbólu í Þýskalandi á árunum fyrir hrun, því þar hefur raunverð húsnæðis bara fallið og fallið um 20-25 prósent frá aldamótum - fallið öll árin. Aðeins Japan er verra. Bæði Japan og Þýskaland eru elliheimili með kolsvartar framtíðarhorfur, sem eiga sér fáa líka í heiminum.
12 ára samfelld innvortis gengisfelling Þýskalands hefur gert þeim kleift að ríða á bökum annarra undir læstu gengisfyrirkomulagi evrunnar, sjá: Atvinnuleysi í Þýskalandi lækkar eftir 12 ára samfellda gengisfellingu Þjóðverja
Þetta var sagan um þýska "kraftaverka-hagkerfið".
Tengt
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 361
- Frá upphafi: 1387126
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 211
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Gunnar. Manni grunaði jú að drengirnir delerandi á Evrópublogginu væru með Psychedelic billurnar sínar á nefinu þarna eins og einatt.
Þetta er orðið hálf tragicómískt finnst mér og manni finnst maður vera kominn á samkomu hjá einhverjum sértrúarhópnum, þegar maður kíkir þarna inn. Verst að flestir sem eitthvað geta sett ofan í þá eru jú bannaðir á þessu bloggi, sem er jú afar hentugt fyrir þá.
Nú er forætisráðherra Grikklands búinn að auglýsa brunaútsölu svo hér eftirverður Grikkland lén þýskra viðkiptamógúla.
Þjóðverjar eru þegar ansi sterkir þarna niðurfrá og man ég að vist minni á norður Ítalíu að þeir áttu tögl og hagldir í öllum iðnaði.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 16:37
Það má því segja að Þjóðverjar byggi ekki "hagvöxt" sinn beint á innlendri framleiðslu per se, heldur flytja eir arðinn heim frá miðjarðarhafslöndunum. Þetta á jú við um fleir herraþjoðir og hér heima troðast menn áfram eins og vitfirrtar kerlingar á útsölu til að koma okkur inn í þennan fína díl. Voð getum þá í framtíðinni unnið á stimpilklukku lénsherranna í EU. Freistandi?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 17:42
Við erum jú öðruvísi en allir aðrir að því leiti að við erum að springa úr þjóðernishroka og getum ekki haft vit fyrir okkur í nokkrum hlut né stjórnað eigin málum. Fullveldið er fótakeflið og mest um vert að koma þessu aftur á sama level og fyrir 1944.Við erum of heims til að sjá fyrir okkur.
Það er allavega mantran sem við heyrum, en það kitlar óneitanlega þjóðernishrokann í manni að heyra að við séum svona spez, þótt það sé að þessu leyti.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 17:45
Við erum líka spez að því leyti að hvergi í heiminum má finna fleiri sem bera jafn mikið hatur til eigin kynþáttar og menningar en hér.
Íslendingahatur íslenskra lattekomma og olnbogabættrara akademísk flauelsjakka er þó kannski ekki eitthvað sem við stærum okkur af á erlendri grund, en ef aðrir létu svona en þessir uber íslendingar, þá væru þeir sennilega settir í steininn.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 17:52
Já "þjóðernishyggja" okkar birtist í því að vera eitt opnasta litla hagkerfi heimsins. Hingað inn komast fleiri vörur frá öðrum löndum en í nokkru öðru landi eða tollabandalagi. Okkur datt ekki einu sinni í hug að hætta að kaupa breskar vörur í þeim þorskastríðum sem ég man eftir.
Merkilegt að þeir sem eru ESB-sinnar skuli þurfa að hafa fána Evrópusambandsins sem andlit og búmerki á bloggi sínu. ESB fánatíkin er ekkert grín. Maður bíður bara eftir að fá níundu rúgbrauðssymfónínuna í hausinn. Og þá fimmtu frá hryllingsverkstæði Evrópu, sem enn er virkt.
Fyrst var það:
Trading Economics skrifar þetta um íslenska hagkerfið:
Iceland Gross Domestic Product (GDP)
Iceland Gross Domestic Product is worth 12 billion dollars or 0.02% of the world economy, according to the World Bank.
From 1960 until 2009, Iceland's average Gross Domestic Product was 5.24 billion dollars reaching an historical high of 20.31 billion dollars in December of 2007 and a record low of 0.25 billion dollars in December of 1960.
Iceland's Scandinavian-type social-market economy combines a capitalist structure and free-market principles with an extensive welfare system, including generous housing subsidies.
Prior to the 2008 crisis, Iceland had achieved high growth, low unemployment, and a remarkably even distribution of income.
The economy depends heavily on the fishing industry, which provides 40% of export earnings and employs 5% of the work force.
Iceland's economy has been diversifying into manufacturing and service industries in the last decade, with new developments in software production, biotechnology, and tourism. This page includes: Iceland Gross Domestic Product (GDP) chart, historical data and news; Iceland
Gunnar Rögnvaldsson, 14.5.2011 kl. 18:25
"Iceland's Scandinavian-type social-market economy combines a capitalist structure and free-market principles with an extensive welfare system, including generous housing subsidies."
Þessi málsgrein hljómar alröng. Sennilega hafa þeir hjá Trading Economics fengið þessar upplýsingar frá íslenzkum yfirvöldum og aldrei haft fyrir því að athuga hvort einhver sannleikur væri í þessu.
Che, 14.5.2011 kl. 21:56
Samkvæmt þessu grafi, þá erum við sterkari en 2004. Það er ósköp eðlilegt finnst mér að sleppa næstu fjórum árum, sem óraunhæfri blöðru, sem er óeðlileg í alla staði. Ef sá póll er tekinn í hæðina, þá hefur vöxturinn hér verið jafn og þéttur í áratug eða svo.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 22:35
Þakka ykkur innlitið
Che skrifar: "Þessi málsgrein hljómar alröng."
Ekki fyrir mér sem bjó 25 ár í Skandinavíu og þar með í ESB-hluta Skandinavíu.
Athugaðu vinsamlegast að Trading Economics er vandað.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.5.2011 kl. 00:22
Af hverju finnst mér næstum alltaf að ég hefði frekar átt að horfa á klámmynd en að horfa á Eurovision. Þær hljóta að vera betri. "Forgangsraða" ég svona rangt?
Mér fannst lag Serbíu einna best. En mitt lag vinnur aldrei. Aldrei. Er eitthvað að mér? Það íslenska fannst mér líka ágætt og óska ég sveitinni til hamingju með það. Gott að þeir unnu ekki. Það hefði farið með okkur ofaní hörpulánaslátt ríkisins.
Það rignir . . gróðurinn tekur við sér . . . gott
Gunnar Rögnvaldsson, 15.5.2011 kl. 00:28
"Það rignir . . gróðurinn tekur við sér . . . gott"
Veðráttan hér á landi er alltaf þannig:
1. Það er alveg að fara að rigna.
2. Það rignir.
3. Það er nýbúið að rigna.
4. Go to 1.
Ég sakna Danmerkur. Þar var veðrið mannúðlegt. Sérstaklega man ég eftir sumrinu 1984, þegar ekki sást ský á himni allt sumarið (1. júní - 1. sept.). Ja, det var tider.
Che, 15.5.2011 kl. 01:55
Já. Allir sakna á einhvern hátt þess staðar þar sem þeir skildu eftir hluta af sjálfum sér. Gamla heimabæjar síns, gömlu sveitarinnar eða æskustöðvanna. Það er óhjákvæmilegt.
Sumrin í Danmörku geta verið góð, en veturinn er undantekningalaust leiðinlegri þar en hér á Íslandi. Og stundum er hann mun kaldari en hér. Loftrakinn og rakaþrýstingur virðist vera meiri. Hér er veðrið þó spennandi! og grámygla ekki svo algeng. Grátt og blýgrátt er danskur vetur. Það gráasta af öllu gráu er fólkið í þannig veðurfari. Og skapið verður líka grátt. Besta og fallegasta árstíðin í Danmörku er vorið því munurinn á vori og vetri er svo sláandi og breytingin svo hröð.
Það er alvöru veður á Íslandi. Segja ekki arkitektar að góð þök eigi að leka svo menn finni fyrir því að það er þak á húsinu. Annars er hreint ekki tekið eftir því - 7,9,13 bank bank.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.5.2011 kl. 03:46
En hvað jafnast á við bjartar íslenskar sumarnætur eins og þessa?
Þeir sem eiga "Nú sefur jörðin" (Davíð Stefánsson) (lag Þorvaldur Blöndal) með góðum kór ættu að setja lagið á grammófóninn og hlusta.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.5.2011 kl. 03:54
Sæll Gunnar, þó upphafsfærslan sé eins "vel unnin" og hægt er að búast við frá þér, þá finnst mér síðustu kommentin alveg frábær. Ekki er ég þó sammála um að húsþök eigi að leka. Í Þýskalandi lagfærir maður svoleiðis eins fljótt og auðið er
"Mitt" Eurovisionlag vann ekki heldur, en ég hafði gaman af öllum látunum í kringum keppnina. Bkv. Valgeir
Valgeir (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 11:41
Nú verð ég að spyrja, hvaðan fáið þið þessar tölur. Ég verð að mótmæla þessum hagvaxtar tölum, og segi bara að til eru lygar, en meiri lygar og síðast statistik.
Nú hef ég verið hér í Svíþjóð í mörg ár, og veit vel hvernig þjóðfélagið þróaðist. Árið 1990 var mikill uppgangur í þjóðfélaginu, sem síðan breittist mikið með því að hagkerfið hrundi hér, svipað og á Íslandi. Í raun og veru, á nákvæmlega sama hátt. Svíþjóð gekk í Evrópubandalagið og síðan er verið að tala um hagvöxt, sem ekki sést að neinu leiti því hér er atvinnuleysi á atvinnuleysi ofan. Verzlunarmarkaðurinn var gífurlegur fram að 1993, þá var hér svo mikið líf í tuskunum, að maður varð ruglaður af öllum hringsnúningnum. Nú,lítur hér út eins og í Chernobyl, þar sem áður var líf í tuskunum, er bara villigróður að taka við.
Og það sama á við á Íslandi, ég var á Íslandi 1998 og sá vel það framstig sem hafði orðið.
Hagvöxt í samfélaginu hljótum við að verða að draga út frá þeirri mynd, að það finnst verkefni í samfélaginu. Fólk fær vinnu, það eru verk í gangi, það er peningar í umferð og ávöxtunin sést á auknum möguleikum fólks að bættum lífskjörum.
Nú skulum við skoða það sem er að gerast í samfélaginu hér í Evrópu.
1. Niðurskurður á heilsugeiranum.
2. Færri atvinna í boði.
3. Fáar, sem engar framkvæmdir.
4. Stöðnuð lífsskilyrði.
Svona gerir ríkisstjórnin, Peningarnir sem fengust við sölu á Volvo og Saab eru notaðir til að veita atvinnulausum lágmarksbætur. Þannig er "kostnaði" við atvinnurekstur haldið niðri, en fólkii samt gert kleift að lifa. Færri verkefni, gera það að verkum að atvinnugreinar leggjast nánast niður. Þessu er mætt, með því að setja upp "menntiunar þörf" í þessum greinum. Hér eykst fjöldi manna sem kunna verkið, og þeir sem hafa orðið atvinnulausir í geiranum fá tímabundna vinnu við að kenna öðrum, á meðan þeir sjálfir geta aðlagað sig að öðru. Atvinnuleysið sjálft minnkar ekki, heldur eykst. Fólk er sett í tímabundið nám af þessum toga, eða fellt af atvinnuleysis listanum og á félagsmálastyrk.
Og hvaðan fáið þið þessar heimskulegu tölur um hagvöxt ... eruð þið virkilega svona illa gefnir, að þið haldið að með því að ljúga um einhvern hagvöxt, sem er byggður á sparnaði og á kostnað þjóðarinnar, að þetta sé raunverulegur hagvöxtur? þetta kallast "bubbla" sem springur ... en ekki hagvöxtur.
Hér, sem dæmi, eru alltaf færri og færri sem fara að verzla. Færri og færri eru á ströndunum. Færri og færri fara í sumarferðir. Menn kaupa meir og meir, frá Kína, því það er svo ódýrt. Minni og minni framleiðsla heimafyrir. Því það er ekki til fé, til að gera það rétt. Ábyrgð á vörum, hefur fallið úr 3 árum niður í 1 ár.
Þarf eitthvert gáfnaljós til að sjá, að þetta fyrirkomulag er byggt á niðurskurði í samfélaginu og hagvaxtar tölur eru uppgerðartölur, sem hafa fengist við niðurskurð og samdrátt? Sölu á ríkis fyrirtækjum til einkarekstrar, svo dæmi má nefna.
Og þegar menn, að lokum fá allt frá Kína ódýrt, og enginn framleiðsla er lengur til í landinu hér. Hvar ætla menn að fá peninga til að kaupa þetta ódýra rusl? Selja rassinn á sér, mér er bara spurn?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 11:59
Þakka ykkur
Bjarne;
Mynd 1; Var gerð árið 2008 og unnin upp úr tölum Eurostat
Mynd 1; var gerð 2009 og er unnin út tölum og sérútgáfu þýsku hagstofunnar um brotthvarf hagvaxtar í Þýskalandi og spá AGS fyrir árin 2009-2010.
Mynd 3: Er úrklippa úr peningamálum Seðlabankans.
Hvaða hagvaxtartölur ert þú það fjalla um?
Að mínu mati hefur 30 ára samfellt atvinnuleysi eyðilagt efnahag flestra ríkja ESB og er Svíþjóð þar með talin. Og sænska smínkið þekki ég. Engin ríki þola svona massíft atvinnuleysi svona lengi án eyðileggingar samfélagsins og hér undir einnig demografíunnar. Þetta er að mestu Evrópusambandsaðild þeirra að kenna. Evrópusambandið og aðildin að því hefur eyðilagt forsendur ríkjanna fyrir góðu lífi. Það er alveg sama hvernig viðrar, það eina sem ríkin geta gert á meðan þau eru í ESB er að skera niður. Ef það gengur vel í smá tíma, þá þarf að skera niður svo löndin máli sig ekki út í horn í EMU eða hætti að uppfylla reglugerðir ESB. Ef það gengur illa þá þarf að skera niður. Austerity, austerity, austerity, er alltaf lyfið sem gefið er við ESB veikinni.
Það versta fyrir Ísland er ríkisstjórnin sem hér situr. Hún er vísvitandi að eyðileggja landið okkar og efnahag þess, svo troða megi því inn í Evrópusambandið. En þangað fer íslenska þjóðin aldrei ótilneydd, nema í móðuharðindum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sósíalista og Steingríms J. Sigfússonar kommúnista.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.5.2011 kl. 13:29
Alveg fyllilega sammála því að efnahagur þjóðanna er gersamlega í rúst. En hafa menn skoðað og gert samlíkingar með hruninu sem varð í Svíþjóð og því sem varð á Íslandi? Það var fyrir mína tíð, en þegar hrunið gerðist á Íslandi þá átti ég tal við einn mann hér, sem bennti mér á að akkúrat það sama gerðist hér ... og að því er menn segja, vegna þess að menn hér voru með spákaupmensku á skuldabréfamarkaðinum, og fluttu féð til Tailands. Nú lifa þar Svíar í vellistingum á eftir ... meðan allt er að fara til fjandans hér.
Kannist þið við vandamálið, eða hvað?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 14:34
Raunhagvöxtur skiptir máli hann er metinn yfir lengri tímabil, og þáskiptir líka máli hver hagræðir. Styrkur Þjóðverja frekar en gallar eru hvað þeir eru nákvæmir í langtíma áætlum. Ætla að fækka sínum þegnum á næstu árum til að viðhalda hlutfallslega innri eftirspurn ellilífeyris fjárfesta eftir minnkandi framleiðslu innanlands, næstu ártugina. Auka þjóðartekjur á mann. Ísland var við hliðan á Kyrkistan í fyrra samkvæmt CIA faact book í sæti 209 með neikvæðan raunahagvöxt -3,4 % og CPI verðbólgu [eki neysluvítölu verðbólgu] um 12%. Hér á að sem um hvað? 3,0% hækkum heildarlaun, spáin í ár er 5,5% verðhækkanir á almennum neysluvarning. Stefnum á að fara undir Dani [36.000] í þjóðartekjum á mann á næsta ári. Noregur [56.000] og Sviss [42.000] er að gera það einna best. EU normalinn er 32.000 dollarar.
Júlíus Björnsson, 16.5.2011 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.