Leita í fréttum mbl.is

Friður loksins kominn á í Evrópu. ESB óþarft

Hvað höfum við? 

Jú, Bandaríkin eru farin. Þau fóru heim. Eitt síðasta verk Bandaríkjamanna í Evrópu var þó að koma Sovétríkjunum algóðu vandlega fyrir á ruslahaugum sögunnar. Úr því fæddist Evrópusambandið sem er dóttir EEC, sem áður var gift franskbrauðinu EF og sem Danir héldu að væri svínabandalag. Nú er allt þetta orðið nýtt Viagraveldi í smíðum.

ESB fékk svo það verkefni að koma í veg fyrir að sá friður sem Bandaríkin höfðu skaffað þessum 500 milljón manns í ESB myndi fuðra upp. Fjöldamorð í Bosníu komu því fljótt og gamlar minningar um útrýmingarbúðir góðseminnar í Evrópu glöddu hjörtun svo ákaft í aðalstöðvum Viagrastofnunar Brussels, að þar lá við enn meiri lömun en þeirri sem þó fékk slyttið til að tolla framan á burðarvirkjum friðarbrandaralagsins þar. Því næst var Kosovo stolið frá Serbum.
 
Nú, rétt í gær kom svo skyndilega í ljós að bestu vinir svína- og friðarbandalags ESB reyndust vera 20 einræðisherrar á tröppum Trípólís. Ó afsakið, hvað segirðu, leið fólkinu ekki vel? Hafði bara ekki tekið eftir því. 

Bandaríkjamenn eru því komir aftur í heimsókn í aðalstöðvar Viagrabandalags Evrópu. Því miður komust Junker flugmóðurskip Lúxemborgar ekki til hafs, því það lá fallin spýta í læk á leið til sjávar. Svíar eru enn heima að hugsa sig um og þýskir eru of hræddir og gamlir til neins. Frakkar reka lestir og Ítalía er upptekin við barnaverndarmálefni á æðstu stigum.  

Svo er Grikkland orðið friðsamlega ríkisgjaldþrota eftir 29 ár í ESB. Írland er víst líka orðið því sem næst gjaldþrota eftir ofurskammt af Viagra. Svo er Portúgal við það að verða tilbúið í gjaldþrotið. Hagkerfi Lettlands hvarf, því sem næst. Það gekk alla leið í ESB. Eistland er þó rétt komið andvana inn í forstofu burðarvirkisins. 
 
Svo er það Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn. Hann er  kominn varanlega til ESB og sér þar um 5-6 lönd sambandsins, og svo allt ESB líka. Björgunarsjóðinn fræga. Dollarar. Nei, hann heitir ekki Marshall. Hann heitir EU-BANKRUPT-ZONE.

Allt er því vel. Stórríkisdraumar Evrópumenna eru enn á lífi og óskaddaðir. Þeim langar svo, þeim langar svo. Nýr blár Viagra fáni með hlandgulum stjörnum blaktir nú við húna í fullkomnum friði. Sovéski fánalitur Samfylkingarinnar hefur því verið settur í útrás. 

PS: Á meðan ég man. Ríkið, það íslenska, verður að muna eftir því að greiða Færeyingum það sem við skuldum þeim áður en við förum í ríkisgjaldþrot Icesave og ESB. Ég vil ekki að skuldir óreiðumanna okkar lendi á fjölskyldu okkar í Færeyingum. Þessu verður að muna eftir á meðan við eigum svona mikla peninga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband