Mánudagur, 28. febrúar 2011
Verður pasta-tómatsósuverðbólga myntarinnar evru tekin upp?
Mynd: aðalstöðvar þýska seðlabankans
Þá vitum við það. Eftirfarandi evruupptaka hefur náðst á segulband. Ef skipa ætti Ítala sem bankastjóra seðlabanka Evrópusambandsins (ECB), þá þýðir það aðeins eitt: verðbólgu.
Þýska blaðið Bild-Zeitung, sem kemur út í hve stærstu upplagi allra blaða í Evrópu, hefur áhyggjur af því að Ítali geti hugsanlega orðið næsti bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins. Blaðið segir að verðbólga sé eins órjúfanlegur og rótgróinn þáttur í lífi Ítala og pasta og tómatsósa eru það. Hver veit. Kannski fá Esbbúar gleraugun sín loksins á einn milljarð.
Ykkur finnst kannski kátbroslegt hversu verðbólguhræddir Þjóðverjar eru. En menn hætta hratt að brosa þegar þeir komast að því að á fyrri hluta ársins 1921 ríkti verðhjöðnun í Þýskalandi, en á seinni hluta þess sama árs var verðbólgan komin upp í 500 prósent. Allt þetta innan eins og sama ársins. Þökk sé verðbólguvæntingum sem fóru úr böndunum og litlu öðru. Þýskaland er ekki eins og önnur lönd. Ef verðbólguvæntingar þýsks almennings fara úr stálböndum arfleiðar þýska seðlabankans, Deutsche Bundesbank, þá mun verðbólgan fara um landið eins og sinubruni og hraðar en hendi er hægt að veifa. Og þetta er ekki fyndið.
Ef þýskur almenningur fær á tilfinninguna að makkarónumenn í myntmálum séu sestir að í aðalstöðvum seðlabanka Evrópusambandsins í Frankfurt - og sem skilyrðislaust átti að byggja á arfleið Deutsche Bundesbank - þá er leikurinn úti fyrir allt myntbandalag Evrópusambandsins. Þýskaland myndi þá umsvifalaust varpa evrunni fyrir borð, fara létt með það, og stálkrumlum Bundesbankans yrði sigað á alla stjórnmálamenn landsins í formi Neue Deutch-Mark og über sjálfstæðrar peninga- og vaxtastefnu seðlabankans. Þar með væri úti um alla ökumenn Club Med öskubifreiðar evru og öllum þeim sem þar hafa fengið að fljóta "ókeypis" með.
Vel er hægt að skilja verðbólgufóbíu Þjóðverja, ef menn reyna. Sem betur fer hefur íslenska krónan aldrei hagað sér svona, þó svo hún á stundum hafi stunið undan því velmegunar hraðameti hagsögunnar sem sett var á Íslandi síðustu marga áratugi. Það þarf góðan gjaldmiðil til að standast svona prófraun.
Þar síðasti gjaldmiðill Þýskalands stóðst ekki. Og engin von er til þess að myntin evra standist svona þolraun. Hún gerði það ekki á Írlandi. Það er vegna þess að hún er gjaldmiðill elliheimila og stöðnunar. Myntsvæði evrunnar á heimsmet í lélegum hagvexti og fastforsinni efnahagslegri stöðnun. Til þess að rjúfa vítahring hnignunar, stöðnunar og demens Evrópu, þarf myntin evra að deyja. Og það getur ekki gerst nógu hratt.
Sannleikurinn er einnig sá að níðþung ríkisútgjöld stærsta elliheimilis heimsins, Þýskalands, þola ekki meira en 2 prósent ársverðbólgu. Ef hún fer hærra þá verður ríkissjóður Þýskalands gjaldþrota á augabragði. Verðtrygging níðþungra ríkisútgjalda þýska öldrunarhagkerfisins og nú eðlislæg efnahagsstöðnun í klóm ESB og EMU virkar þannig.
En Ítalir skilja þetta ekki. Enginn skilur myntmál evrunnar nema Þjóðverjar. Nú vita þeir bæði leynt og ljóst að á aðeins 8 árum hefur Jean-Claude trésetti ECB frá Lyon tekist að gera mynt og seðlabanka myntar Þýskalands að ruslatunnu.
En Ítalir eru ekki hrifnir af þessari þróun, því þeir skilja ekki Þjóðverja. Strax hafa þeir tekið sér í munn hugtakaþrennuna, þjóðernishyggja, kynþáttafordómar og hroki.
Sannleikurinn um Evrópusambandið er sá að fyrir Evrópu er ESB ekki sjálfbær þróun. ESB er orðið að óbærilegri þróun á Evrópu.
Evran eykur svo friðinn í Evrópu. Ekki satt?
Krækjur; Il Sole 24 Ore | Bild-Zeitung
Tengt
- 189 þýskir hagfræðiprófessorar mótmæla. ECB-seðlabankinn sem gætir myntar Þýskalands orðinn sorptunna
- WirtschaftsWoche: Axel Weber fer - verðbólgan kemur inn
- Axel Weber lætur þvagið falla á seðlabanka og mynt Evrópusambandsins
- Veit Axel Weber að myntbandalagið mun leysast upp á næstunni?
- Evru lygarar - "Die EZB hat den Rubikon überschritten"
- Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Gunnar þ.s. gerðist á Evrusvæðinu er "classic unsustainable boom" knúið einmitt af lágum vöxtum, sem framkallar mjög svo klassíska fjárfestingar og neyslubólu.
Þú getur séð þetta af gögnum úr skýrslu OECD sjá t.d. bls. 4. Þar sérðu í reynd ef þú skoðar myndina, þann hagvöxt sem var ósjálfbær í kerfinu. En, þar sést dekkti hlutinn hlutfall viðskiptahalla innan Evrusvæðis í heildarhagvexti Evrusvæðis, síðan ljósi hlutinn hlutfall viðskiptahagnaðar í þeim heildarviðskiptahagnaði.
Þ.s. halli og hagnaður helst í hendur, þá þarftu til að sjá raunhagvöxtinn að þurrka út hallann en einnig samsvarandi að þykkt af ljósa svæðinu. Því, án hallans þá hverfur sjálfkrafa sá hluti einnig, því hann var búinn til af hallanum.
Þá kemur í ljós, þ.s. ég hef ítrekað sagt að svokölluð aukning hagvaxtar af völdum Evrunnar, var í reynd nær alveg þetta ósjálfbæra boom. Þ.e. samt einhver hagvöxtur til staðar kringum 2006 þó svo þetta væri gert, en sá er eðlilegur miðað við áratuginn á undan þegar engin var Evran.
Síðan bendi ég þér á bls. 8 vinstra megin, þá sérðu meðal raunstýrivexti á Evrusvæðinu yfir tímabilið 2002 - 2007. Þetta er í reynd mæling á verðbólgu. En, þ.s. þeir eru neikvæðir var verðbólga yfir stýrivöxtum. Taktu eftir, að sömu löndin og höfðu neikvæða raunstýrivexti eru einnig lönd, þ.s. viðskiptahallinn var mestur annars vegar og hins vegar einnig sömu löndin sem í dag eru í mestu skuldavandanum.
Þetta er ekki tilviljun. Þetta segir akkúrat þ.s. skeptíkerar bentu á fyrir upptöku Evru, að Evrópa væri ekki sjálfbært gjaldmiðilssvæði.
------------------
Mér skilst að Dragi sé besti bankamaðurinn í Evrópu, í dag. Ef Þjóðverjar hafna honum, vegna þess að hann er Ítali, þá verða Ítalir ekki kátir þ.e. fullvíst.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.2.2011 kl. 18:51
Sú uppreisn þýskra kjósenda sem kom fram í fylkiskosningum um daginn, mætti kalla "við borgum ekki skuldir óreiðuríkja". En, Þjóðverjar virðast halda vegna furðulegs málflutnings í þýskum fjölmiðlum að það sé verið að gefa ríkjum í vandræðum stórfé. Þegar sannleikurinn er að björgunaráætlun ESB fram að þessu hefur ekki kostað þýska skattgreiðendur eina einustu Evru, þ.s. þetta eru lán með langt í frá vægum vöxtum.
En, Merkel er núna sennilega bundin í báða skó, og mun sennilega skjóta niður allar tillögur um að stækka björgunarsjóð Evrópu eða um að setja á fót sameiginleg Evrubréf eða að gefa björgunarsjóð Evrópu rétt til að kaupa skuldabréf landa í vanda til að halda niðri vaxtakostnaði þeirra.
Ef þ.e. niðurstaðan, þá mun það gerast sem ég hef óttast, sem er að slæm efnahagsleg tíðindi muni berast frá Evrópu. En, með niðurstöðu sem svo klárlega mun valda markaðinum vonbrigðum, verða væntanlega mjög söguleg tíðindi frá Evrópu af krýsunni frá og með nk. apríl.
Verðum við þá ekki feginn, að hafa fengið tíma vegna Nei ÓRG til að bíða með ákvörðun um Icesave fram í apríl, þegar skv. ofangreindu krýsan á Evrusvæðinu verður í þvílíkum algleymingi - að vandamálin fram að þessu munu falla algerlega í skuggann.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.2.2011 kl. 18:59
Þ.s. verst er fyrir okkur, er að slík krýsa mun einnig bitna á okkar hagvaxtarmöguleikum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.2.2011 kl. 19:01
Takk fyrir Einar Björn
Já ég tek undir það að evran sé að eyðileggja og hafi eyðilagt jörðina sem hún stóð á. Kalí-bruni og þrífosfat sviðnum er erfið viðureignar, sérstaklega þegar maður stendur í miðjum áburðarhaugnum og fæturnir loga af sviða. Neikvæðir raunstýrivextir árum saman vinna sitt verk.
Ef Þýskaland lánar öðrum löndum AAA-kreditkort ríkissjóðs lands síns, þá mun það kosta. Það er sjálfgefið. Allir sem hafa lánað örðum kreditkortið sitt vita þetta. Þjóðverjum er annt um að lenda ekki í nokkurskonar "Eursave" því þeir vita fyrirfram hversu lélegir pappírar allra evrulanda nema nokkurra eru í raun og veru.
Hin ultimativía martröð þýsku þjóðarinnar þegar evran var sett á laggirnar var sú að þeir óttuðust að auðæfi lands síns myndu enda á kistubotninum í Suður-Evrópu.
Jafnvel Þýskaland getur farið á höfuðið. Landið hefur aðeins haft nokkra áratugi til að byggja upp landið sitt eftir síðasta Evrópusamtal Adolfs Hitlers við ESB. Þessi auðæfi eru takmörkuð og þjóðin eldist hratt.
Það verður sárt fyrir þýsku þjóðina að horfa á eftir að landi þeirra sé hellt niður í vaskinn, einu sinni enn. Sameingin Austur og Vesturs í "tansfer-union" hefur sennilega ekki skilað hvorki Austur né Vestur neinu, eins og kemur fram í máli Hans Werner Sinn hér í þessari skýrslu CESifo og má lesa um hér: Open Europe blog: Studying the cost of Greece leaving the euro
Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2011 kl. 20:21
En aðal pointið í færslu minni er hægt að taka saman svona:
1) Þýskaland er ekki eins og önnur lönd ESB. Það krefst allt annarrar vaxta og peningastjórnar en hin löndin. Krefst annarra myntar.
2) Að halda að hægt sé að "lækna" Evrópu með sameiginlegri mynt er eins og að ætla sér að lækna alla sjúkdóma í heilu heilbrigðiskerfi með því að heilbrigðisráðherra taki ákvörðun um að allir eigi að fá sömu pilluna. Að þá læknist allt. Sem er tært galematis.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2011 kl. 20:36
Enda sjá menn hvernig þetta svo kallaða "heilbrigðiskerfi" ESB er núna; eins og hreinn Kleppur.
Maður bíður bara eftir að fyrsti lunatikkarinn gefi sig fram í sjálfboðavinnu.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2011 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.