Leita í fréttum mbl.is

Slóvakar vonsviknir með evru. Bjuggust við gjaldmiðli. Vilja skila henni.

 Slóvakía nokkrar lykiltölur árið 2009
Slóvakía, nokkrar 2009 lykiltölur; atvinnuleysi mældist þar 14,7 prósent í október 2010
 
Það sem átti að vera svo gott á árunum frá 1999 til 2008 er nú orðið svo slæmt að Slóvakar íhuga plan-B. Það var ekki hin stórpólitíska evra dagsins í dag sem Slóvakar tóku upp í byrjun síðasta árs. Þeir álitu, vegna þess að hin pólitíska elítu-stétt ESB sagði þeim það svo oft, að 2008-evra seðlabanka Evrópusambandsins væri fyrsta flokks sannur gjaldmiðill. Og þeim var líka sagt að þessi seðlabanki, sem gefur út evrumyntina, væri svo góður að fýsilegt væri að leggja niður slóvensku korun mynt landsins og taka hennar í stað upp evru ESB.  

Stöðugleiki myntbandalaga
Slóvakar höfðu þá væntanlega skoðað í pakkann, skoðað og metið kosti og galla þess sem ekki er hægt að vita, og myndað sér síðan skoðun, byggða á því sem þeim var alls ekki sagt frá; að evrumynt Evrópusambandsins væri eingöngu pólitískur gjaldmiðill, dulbúinn sem efnahagslegt fyrirbæri en hornsteinninn í myndun Bandaríkja Evrópu. 

Forseti slóvakíska þingsins, Richard Sulik, skrifaði því eftirfarandi í blaðagrein í Hospodarske Noviny: "ESB lofaði okkur stöðugum og traustum gjaldmiðli. Því lögðum við mikið á okkur við að uppfylla skilyrðin fyrir evruupptöku. Okkur hafði verið lofað stöðugum gjaldmiðli byggðum á vönduðu og traustu regluverki. Tveimur árum síðar er hins vegar dapurlegt að sjá að þessar reglur og regluverkið allt er ekki eins fyrir öll löndin, svo maður komi sér nú hjá að þurfa að segja að engar reglur gildi um myntina í þessu myntbandalagi. Tíminn er kominn til að við gerum okkur áætlun-B, hættum að treysta blint á það sem leiðtogar evrusvæðis segja, segjum okkur úr myntbandalaginu og tökum aftur upp okkar eigin mynt."         

Kosningaþátttaka í heild til Evrópuþingsins 2004

Mikil er einfeldni mannanna hér. Slóvakar hefðu átt að stunda þá sönnu upplýstu ESB-umræðu sem hvergi hefur farið fram í Evrópusambandinu nokkurn tíma. Stjórnmálamenn landsins áttu að segja Slóvökum að mynt Evrópusambandsins væri það sem hún er; þ.e.a.s. pólitískur gjaldmiðill sem hefur nákvæmlega ekkert að gera með efnahagsmál. Þeir hefðu líka átt að upplýsa þjóðina um að engin leið væri út úr myntbandalaginu aftur. Einnig hefðu þeir átt að upplýsa þjóðina um að Slóvakía hafði ekki um neitt að velja, hún var skyldug til að leggja niður sinn eigin gjaldmiðil. Það stendur í sáttmála ESB. Þeir hefðu átt að segja þjóðinni að hún má aldrei aftur gefa út sína eigin mynt. Aldrei! Þetta eru reglur Evrópusambandsins. Þegar þjóðir ganga í ESB þá missa þær fullveldið að fullu og öllu leyti, með smáum sem stórum skrefum, og fá það aldrei aftur - án styrjaldar.   


Öllu hefur alltaf verið logið, meðvitandi sem ómeðvitandi, að þjóðum Evrópusambandsins um Evrópusambandið. Engin upplýst umræða hefur farið fram í neinu landi um Evrópusambandsaðild nokkru sinni, aldrei. Þetta, mínar dömur og herrar, er nefnilega ekki efnahagsbandalag. ESB er einfaldlega stórríki í smíðum. Það er vel hægt að kalla það fyrir hið pólitíska óstöðugleikasamband Evrópu, enda er það einmitt gert í þessari grein í Wall Street JournalThe European Destabilization Mechanism. Mikil möguleg áhætta er hér á ferðum fyrir Evrópu.
 
Þjóðmál : Vetur 2008 Númer 4 2008
Ég bendi einnig á mína eigin grein, Seðlabankinn og þjóðfélagið, sem birtist í tímaritinu Þjóðmálum 4. hefti 4. árgangi veturinn 2008/9 - og sem kemur einmitt inn á pólitíska mynt Evrópusambandsins og hið óendanlega stóra mikilvægi seðlabanka Íslands sem og annarra seðlabanka fyrir fullveldi virkra þjóðfélaga.
 
Ég mæli einnig með þessari grein dagsins á EvrópuvaktinniEr þetta sú framtíð sem við sækjumst eftir?
 
Ekkert af ofangreindu mun birtast í ESB-DDRÚV. 
 
Krækjur
 
 
Tengt

Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má nefna að Pólverjar stefndu á upptöku Evru árið 2012, en hafa hætt við. Segja að það liggi nú ekkert á og treysta henni ekki við núverandi ástand. (Eins og þetta sé bara one time dæmi, sem geti ekki endurtekið sig)

Þeim vegnar betur með Slosíurnar sínar. Hver hefði trúað því í öllum fagurgalanum um þessa mynt. 

Aðrir segja ástæðuna fyrir þessum óskorðaða fresti vera þá að í innviðum ESB sé raunverulega verið að viðurkenna að evran sé að hrynja. Það má bara ekki segja það sem raunar blasir við öllum.

Í öðrum fréttum má nefna að Írar voru að svelgja eiturbikar sambandsins með 6 atkvæða mun á þinginu. Blessuð sé minning þeirra.

Neyðarlögin okkar voru lögleg og þar með mismunun, enda höfðu bretar jú mismunað sparifjáreigendum á Isle of Man og Gunesey og svo Danir við við fall einhvers banka þar. Er þá nokkuð til fyrirstöðu fyrir okkur að senda Icesave fyrir dómstóla? Ég held ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru alltaf að toppa sig á Evrópublogginu.  Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.

Næsta viðmið þeirra við Evrópusambandið er komið í norður Kóreu. Verst að ég var bannaður þarna á fyrsta kommenti eins og allir þeir, sem ekki eru nægilega þroskaheftir til að taka undir spekina.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2010 kl. 19:48

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón Steinar

Evrópusamtökin virðast þekkja Norður-Kóreönsk vinnubrögð mjög vel. Þeir þora heldur ekki að ljá málstaðnum nöfn sín, skömmin er svo mikil að allt þarf nauðsynlega að skrifast þar nafnlaust. 

Um daginn settu þeir í loftið bloggfærslu um mig, en svo hvarf hún. Enda heiti ég ekki Gunnlaugur.

Eitt sinn kallaði ég hina svokölluðu "Evrópumenn" sem fótum troða lýðræði í Evrópu fyrir "upplýst skítapakk" á bloggsíðu þessara Evrópusamtaka, og var umsvifalaust bannfærður.   

Skömmu seinna skrifaði ég nokkrar athugasemdir við ESB- og Icesave-bloggfærslu Uffe Ellemann-Jensen á Berlingske Tidende, athugasemdir sem féllu illa í Evrópu-jarðveginn eftir að Uffe hafði í tvígang svarað mér persónulega og krafist Icesave peninganna greidda að fullu til baka af íslensku þjóðinni, möglunarlaust. En þá var sú umræða umsvifalaust stöðvuð og ekki var hægt að pósta fleiri innlegg við færsluna eftir það.

Ósamhljóma raddir eru ekki leyfðar og hafa aldrei verið leyfðar í umræðunni um ESB. Því er verulega illa komið fyrir þessu þriðju kynslóðar áætlunarbúi Evrópu núna. Hið fyrsta var Sovét og hið seinna var Nazi-Þýskaland. ESB er að verða að nýrri og veikari útgáfu þeirra fyrri. En þeir sækja í sig veðrið, það mega þeir eiga. Dugnaðurinn er til staðar og mikill. Bráðum fáum við allsherjar ordnung í Evrópu. Við verðum fixuð.

Danskur þingmaður sagði fyrir nokkru að hann vildi heldur ræða málin við ný-nasista heldur en við efasemdarmenn ESB, hina svo kölluðu Eurosceptics. Þetta smá kemur. Smá kemur. Dugnaðurinn er mikill, eins og fyrri dagana. Evrópa breytist ekki. 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 15.12.2010 kl. 20:29

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég get ekki ímyndað mér að Evrópubloggararnir nafnlausu séu eldri en á fermingaraldri. Ég hef aldrei séð annað eins rað idíótý á prenti.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.12.2010 kl. 00:00

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk Jón Steinar, áhugaverður samanburður. Grikkland vs. N-Kórera. Þ.e. fátt orðið um fína drætti, ef svo langt þarf að seilast í samanburði til að líta vel út.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.12.2010 kl. 22:35

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar, varstu búinn að lesa þessa grein:

http://www.telegraph.co.uk/finance/comment/ambroseevans_pritchard/8197780/The-eurozone-is-in-bad-need-of-an-undertaker.html

Sko, ég skil alveg af hverju Þjóðverjum líst ekki á það að ábyrgjast skuldir landa í vanda. En, þ.s. þeir eru þá að velja í staðinn, er hrun útflutnings til þeirra landa sem munu verða nett gjaldþrota og síðan það, að þurfa annað af tvennu endurfjármagna eigin bankakerfi eða að láta það gossa eins og gerðist hérlendis.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.12.2010 kl. 01:15

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, þakka þér Einar Björn, hafði séð þetta. 
 

Breska Telegraph segir að myntbandalag Evrópusambandsins vanti sárlega útfararstjóra. Evru líkið fer að skemmast: The eurozone is in bad need of an undertaker

Þetta hér er varla hægt að segja betur. 

1) Was EMU not dysfunctional from the first day?

2) Did it not inflict negative real interest rates on Club Med and Ireland in the boom years, driving them into distastrously pro-cyclical policies?

3) Did it not lock in chronic imbalances between North and South?

4) Has it not left victim states trapped in debt deflation or slumps which have gone too far to respond an austerity cure, and from which there seems to be no escape on terms acceptable to Germany?

5) Should we blame the current hapless leaders, or the guilty men of Maastricht who created this doomsday machine? If the project itself is rotten, surely what the eurozone needs most is an undertaker.  

Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband