Leita í fréttum mbl.is

Í 28 ár hefur seðlabanki Danmerkur verið í andaglasi

 
Tappatogari ESB

Evrópu-samband; Fyrirbæri þar sem heilbrigð skynsemi er talin óþverri. Þegar ríkisstjórn Poul Schlüters innleiddi fasthengingu . . . ó, fyrirgefið mér . . . innleiddi fastgengi í Danmörku árið 1982, var miklu af hagsæld og velferð Danmerkur fórnað fyrir eitt tómt glas af Evrópuanda. Sem afleiðing eru nú um 800 þúsund Danir komnir í kassann - og þá eru hvorki milljón ellilífeyrisþegar, neinir námsmenn né börn, talin með. 

Það var því ekki seinna vænna, svona áður en allir enduðu örkumla í ríkiskassanum, að sendisveinn Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins hundskaðist loksins hina löngu leið til Danmerkur, liti þar ofaní tómt Evrópuandaglas danska seðlabankans, segði svo Dönum öllum að þeir væru undir álögum. Þetta er jafnvel enn dapurlegra en rauðvínshagfræði Egils á ESB-RÚV-DDR, og er þá mikið sagt. Sendisveinn AGS sagði að fastgengi dönsku krónunnar við hitt andaglasið í Evrópu, evruna, væri engum til gagns og bara peningar út um gluggann. Þetta er einnig samhljóma álit hinna vísu manna í Danmörku. En svona eru hjátrúarbrögð gjaldmiðla, messað er bara áfram.
 
Stýrivextir, verðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1978-2008 
 
A currency peg is “complicated, it requires movements in interest rates, it requires interventions, so this type of issue can be quite costly for the central bank without any clear benefits,” said Mark de Broeck, head of the IMF’s mission to Denmark, in an interview in Copenhagen yesterday.
 
En danska krónan er sem sagt áfram tjóðruð við staur í Þýskalandi og þar mun hennar líklega verða áfram. Engum til gagns en flestum til ógagns, því framtíð dansks útflutnings er ekki á evrusvæðinu. Það svæði er og verður efnahagslegur kirkjugarður Vesturlanda næstu mörg hundruð árin. Eins og þið kannski vitið, þá eru 5 af 27 löndum Evrópu-sambands komin í áskrift hjá einmitt Alþjóða Gjaldeyrissjónum. Hann er að verða eins konar tappatogari í andaglasi Evrópu-sambands. 

Þetta er svo sem ekki sanngjarnt hjá mér, því árið 1986 sagði þessi sami Poul Schlüter í Danmörku að hugmyndin um Evrópusambandið væri andvana fædd. Því varð ESB til sem eins konar sjálfgetinn andi, aðeins nokkrum árum síðar. Svona er að vera áhrifamikill forsætisráðherra í litlu landi í ESB-Evrópu. Maður veit aldrei hvað gerist þar korteri síðar en í gær. En oftast veit maður bara ekki neitt.
 
Í gær gerðist svo það í andaglasi seðlabanka Evrópusambandsins (ECB) að Fernando Teixeria, fjármálaráðherra Portúgals, sagði okkur að ástand portúgalskra banka væri algerlega stöðugt, þ.e.a.s þeir hafa verið, frá því í apríl, og munu áfram verða, algerlega útilokaðir frá því að sækja sér fjármagn á alþjóðlega markaði. Þeir eru komnir andaglasið hjá ECB. Evran er svona góð. Á hana treystir maður. Varla þurfa menn að geta sér til um hvað gerist þar næst. Og svo er það Frakkland (verri alþjóðleg lánskjör en ríkissjóður Chile nýtur) á eftir Spáni (nú hærra skuldatryggingaálag en á ríkissjóð Íslands) sem kemur á eftir Portúgal. Þá þarf maður ekki lengur að taka upp neina evru. Þá labbar maður bara yfir hana. 

Þetta voru þrjú anda(r)tök úr sögu Evrópu-sambands.

 
Tengt
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Dittó

Haraldur Baldursson, 23.11.2010 kl. 12:43

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

USSE

Blátt lítið evran er,

ber nafnið: “Gleymdu mér”,

Væri ég fleyg nú,

flygi' ég til þín.

Svo mína sálu nú

sigraða hefur þú,

engu ég unna má

öðru en þér og ESB

Ríkisstjórn Samfylkingar Vinstri grænna gegn Íslandi sendir jólakveðjur heim til Íslands. Sjáumst!   

Gunnar Rögnvaldsson, 23.11.2010 kl. 13:26

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stöðugleika evrufrétt frá í gær: Lyons Says Euro `Fundamentally Flawed,' Must Change: Video 

Lyons Says Euro `Fundamentally Flawed,' Must Change 

Gunnar Rögnvaldsson, 23.11.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband