Leita í fréttum mbl.is

Casus belli Evrópusambandsins gegn Írlandi

 
EUTCFW 
 
Þar kom að því!
 
Olli Rehn, the EU’s top economic official, has implied that he backs a corporate tax rise, saying Ireland should no longer consider itself a low-tax nation (FT). 
 
 
Fyrst sprengdi ECB seðlabankinn efnahag Írlands í loft upp með rangri peningastefnu þessa seðlabanka Evrópusambandsins í tæpan áratug. Þetta var hægt því ESB stjórnar peningamálum Írlands í gegnum þennan seðlabanka innri stjórnmála Evrópusambandsins. Pólitískur er hann. Svo kom kreppan þar sem eins konar innvortis fjárhagsleg borgarastyrjöld á milli landa evrusvæðisins geisaði og fékk ríkisstjórnir evrulanda til að yfirbjóða hverja aðra með ábyrgðum. Þetta gerðist því myntbandalagið fæddist með stóra fæðingargalla; lagarammi þess er ónýtur núna, regluverkið er verra en ekkert og stjórnsýsla þess er burtflogin önd. Enda er þetta fyrirbæri 100 prósent pólitískt. Peningaflæði og hlutabréfaverð fjármálastofnana reis og hrundi í takt við yfirboð ríkisstjórna í löndum myntbandalagsins. Ef Írar hefðu ekki boðið bankaábyrgðir hefðu fjármunir landsins flutt sig til þeirra landa sem buðu betri ábyrgðir, og hlutabréfaverð írskra fjármálastofnana hefði hrunið í gegnum gólfið - og hvort sem var í fang írska ríkisins. Þetta var staðan haustið og veturinn 2008/9, þegar Maastricht myntbandalag Evrópusambandsins opinberaðist heiminum sem Frankenstein fjármála Evrópu.
 
Sumir hér á Íslandi vilja kenna okkur ESB andstæðinga við afdalamenn. En hina virkilegu afdali þekkingarleysisins er því miður að finna í höfuðborgum Mið- og Suður Evrópu. Neikvæð sveitamennskan í hjarta Evrópu er svo hörmuleg að einu orðin sem Wolfgang Münchau getur notað um hana eru þessi;
 

<<<< >>>>

Wolfgang Munchau says the sheer degree of incompetence at the top level of the German government is breathtaking;

 

In his FT Deutschland column, Wolfgang Munchau makes the point that there is a long tradition of sheer incompetence at the top echelons of the German government, when it comes to the handling of international financial crises. Even after the various currency crises of the 1970s until the 1990s, there is nobody in the finance ministry, let alone the chancellor, with even a rudimentary understanding of global financial markets, and the subtle interactions between finance and politics. Krækja

<<<< >>>> 
 

Jæja. Nú er evruheilsufar Írlands farið að ógna tilveru myntbandalagsins. Nú er það ekki Ísland sem er að sprengja sólrúnað samfó bankakerfi myntbandalagsins í loft upp. Nei, það er, segir ESB, sjálft evrulandið Írland! Sjálf útstillingargína ECB sem notuð var á auglýsingaskiltum seðlabankans á góðviðrisdögum. Brussel hræðist að Írar taki allt bankakerfi myntbandalagsins niður, ásamt ríkissjóðum evrulanda. Þá væri úti um Frankenstein fjármála Evrópusambandsins. Seðlabankinn í Frankensteinfürt færi í þrot og allar snjóþrúgur, óháðar stærð og gerð, myndu brasa beint í gengum hina næfurþunnu eggjaskurn myntbandalagsins. Þar inni bíður engum neitt góðgæti, væni minn.     

Málin þróast. Rannsóknarréttur evrureglunnar er þegar þotulentur í Dyflinni. Þríeyki ESB, AGS og Evrustapó. Nú á, eina ferðina enn, að reyna að troða tappanum í Frankenstein ECB - Grikklandið var fyrst. Og það á að gerast með því að þvinga Íra til að taka við lyfjum sem lækna eiga þann smitsjúkdóm sem sjálft ESB og ECB sýktu landið af í upphafi, gegn því Írland hækki skatta á fyrirtæki í landinu. Þetta er fjárkúgun Evrópusambandsins og ekkert minna en stríðsyfirlýsing.
 
Að þola lyfin 
 
Það sem myntin átti að lækna er nú að orðið svo slæmt af myntinni sjálfri að verið er eyðileggja Evrópu. Rífa og tæta hana í sundur. Þetta svarar til þess að læknir skammar sjúkling sinn fyrir að vera veikur því veiki hans eyðileggi virkni lyfsins sem hann gaf sjúklingunum við sjúkdómnum. Læknirinn segir því núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn sem lyfin voru framleidd til að lækna. Halló!

Mikið verður skattaauðhringur Brussels ánægður þegar sem flest alþjóðleg fyrirtæki eru loksins flúin frá Írlandi - og síðar frá öllu ESB. Þá væri til dæmis hægt að viðhalda 25 prósent atvinnuleysi í öllu Evrópusambandinu öldum saman. Atvinnuleysið í ESB hefur verið þetta um 8-14 prósent síðustu 30 árin. Ó, þetta er svo gott, svo gott. 

Doktor Össur Ötker Skarphéðinsson; þetta er myntin þín - og massaatvinuleysi frú Jóhönnínu! Og Þorsteinn minn væni, segðu okkur eitthvað hlutlaust hér. Komdu með þær hlutlausu upplýsingarnar sem Írar fengu frá ESB, þegar írsku þjóðinni var troðið inn í kosningahænsnabúr Evrópulýðræðisins, aftur og aftur, þar til rétt niðurtaða fékkst. Mældu þær nú réttar Þorsteinn minn. 
 
Tengt

Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta ætti líka að skoðast sem víti til varnaðar fyrir okkur, sem hneygjumst að því að byggja efnahaginn á erlendri stóriðju. Slíkir risar ráða gjölum og sköttum annars fara þau bara og skilja eftir sviðna jörð. Það er hluti af vanda Íra.  Ekki myndi það batna hér heima ef EU notaði þvinganir til að ráðskast með skattlagningu á auðrisanna.

Þetta hefur verið bent á lengi hér fyrir daufum eyrum. Nú er verið að ræða við Kínverja um eitt áleggið í sömu körfuna enn. Way to go Iceland!

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 05:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtileg, skelfileg og fræðandi grein frá hinum þekkta hagfræðingi, blaðamann, bloggara og heimildamyndagerðamanni David McWilliams, skrifuð í Júlí s.l.

Sagan um Pótemkintjöldin á sér hrollvekjandi hliðstæðu hér heima.

Hér er svo nokkuð athyglisvert viðtal á Bloomberg.  Bjargráðasjóðurinn mikil er bara Pótemkintjöld og var aldrei fjármagnaður. Þetta er EU mál og vandinn er evran. Þetta er langtfrá því að vera einkamál Íra. Sambandið allt er á leið fjandans til.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 06:34

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Olli vinur Össa er að segja að það sé lítið gagn að hafa kverkatak ef því er ekki beitt. Liggur ekki einhver lexía í þessu?

Ragnhildur Kolka, 19.11.2010 kl. 10:19

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnaður lestur Gunnar. Og svo skaltu lesa athugasemdina hans Jóns Steinars um álbræðslu og erlenda stóriðju með fullri athygli.

Verði ekki snúið hratt við á þessari braut erum við orðin föst í þriðja heims farinu og þar verðum við litlu betur sett en í greip ESB.

Árni Gunnarsson, 19.11.2010 kl. 17:51

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið

Þeir sem eru mikið á móti málmabræðslum hljóta þá líka að vera all mikið á móti síldarbræðslum, fiskibræðslum, lýsisbræðslum og sementverksmiðjum.
 
En þessu máli ráðum við Íslendingar sjálfir. Þess vegna er ég sallarólegur yfir þessu máli. Umræðan um nýtingu okkar á náttúruauðlindum lands- og sjávar okkar Íslendinga er og á alltaf að vera okkar eigið mál. Þetta mál hefur EKKERT að gera með neina aðra en okkur sjálf. Þessu VERÐUM við að halda í okkar eigin höndum.

Svo geta menn rætt og deilt um þetta sem önnur mál okkar á milli, hér í þessu góða landi okkar. Það er bara algerlega sjálfsagt mál. Það eina sem þarf að passa er að við göngum aldrei í ESB, og hefjum þar með upphafið á endalokum íslenska lýðveldisins. Því þá þurfa menn ekkert að ræða um svona hluti, því það mun alltaf enda með því að ekkert verður hér að ræða um. Einungis fullvalda þjóðir ráða sínum málum sjálfar.
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2010 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband