Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er Evrópusambandið orðið kirkjugarður?

Hvenær skyldi Þýskaland yfirgefa sökkvandi skipið? 
 
Hvar endar þetta? Listinn yfir þau lönd sem eru að geispa golunni inni í Evrópusambandinu lengist bara. Í gærkvöldi hvöttu yfirmenn Írlands í Brussel heimastjórn landsins til að sækja sér ölmusu hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og í ríkisgjaldþrotasjóði evrulanda - á okurvöxtum (1)

G) Evru-Írland er að þrotum komið. AGS bíður eftir faxi frá Dyflinni (2) (atvinnuleysi 14,1%)
 
J) Evru-Grikkland er komið í ESB-þrot og er í umsjá AGS og ríkisfjármálahersveita ESB (atvinnuleysi 12,X%)
 
A) Evru-Portúgal er vel hugsanlega að komst í ESB-þrot. Skuldatryggingaálag landsins er meira en tvöfalt hærra en á íslenska ríkið og vaxtakjör verri. Er þetta evru vörn Samfylkingarinnar? (atvinnuleysi 10,6%)
 
L) ESB-Ungverjaland komst i ESB-þrot og er hjá AGS (atvinnuleysi 10,8%)
 
D) ESB-Lettland komst í ESB-þrot og er hjá AGS (atvinnuleysi 19,5%)
 
Þ) ESB-Rúmenía komst í ESB-þrot og er hjá AGS (atvinnuleysi 7,1%)
 
R) Evru-Spánn er svo stórt að menn þora varla að hugsa hugsunina til enda. En þar eru málin í mikilli gerjun í 21% atvinnuleysi og hríðversnandi skilyrða á fjármálamörkuðum.

Hvað mun gerast nú um helgina og í næstu viku? 

Heimurinn fyrir utan kirkjugarð Evrópusambandsins er góður og stór staður. Þar er best að vera. Frelsið er aðeins fyrir fullvalda ríki.  
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Evrópa er orðin svona hræðileg af hverju býrð þú þar. Ertu að segja sem sagt að öll Evrópa sé orðin kirkjugarður fyrir utan Ísland og Noreg. Að Evrópumenn hafi það bara hreint út sagt hræðilegt!

Egill A. (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 16:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Egill

Hver segir að ég búi í Evrópu? 

Ég bý á Íslandi og Ísland er í Evrópu og Ameríku. Það gera líka 318 þúsund fleiri manns. Til samans erum við íslenska þjóðin og lang flest okkar viljum við ekki ganga í ESB.

Við höfum fengið nóg af svona ástandi. Nú erum við Íslendingar búnir að prófa að vera í ESB. Atvinnuleysi skaust hér upp í ESB-hæðir í þrjá mánuði og fólk kastaði hreinlega upp.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.11.2010 kl. 16:49

3 identicon

Takk fyrir einfaldan staðreyndapakka sem tala vel fyrir sjálfan sig.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband