Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur, Össur og Jóhanna hafa ekki sótt um byssuleyfi

Heimsins snjallasti fjárfestir, Warren Buffet, sagði þetta: "þó þú byðir mér eina milljón Bandaríkjadali - nefndu jafnvel hvaða upphæð sem er - fyrir að taka mér skammbyssu með einni kúlu í hönd, bera hana upp að höfði mér og hleypa af í þeirri von að ég hitti á eitt af fimm tómum skothólfum byssunnar, þá mun enginn fá mig til að gera einmitt það. Heldur ekki ef byssan hefði milljón skothólf og kúla væri bara í einu þeirra.

Þessi áhætta sem ég myndi taka með því að toga í gikkinn, hefur EKKERT jákvætt í för með sér fyrir mig (upside risk). En allir hljóta að koma auga á hina eyðileggjandi áhættu sem ekkert annað getur gert fyrir mig en slæmt (downside risk)."

Kæri Íslendingur. Telur þú hag þínum best borgið með því að toga í gikkinn? Viltu skoða í kúluna? Eða viltu standa alveg utan við þessa áhættu?

Þegar þjóðir ganga í Evrópusambandið þá eru bara tvö skothólf í byssunni. Eitt með jafnvel banvænni byssukúlu - en hitt er tómt.

Stjórnglæframennirnir Steingrímur J. Sigfússon kosningasvikari og Össur Skarphéðinsson (að eigin sögn fjármálaóviti) eru að falast eftir svona byssu til að nota á þig, þína og landið þitt. Þessir tveir eru skammbyssumenn Íslands. Þeir spila hazrarspil með landið okkar Ísland og alla framtíð íslensku þjóðarinnar. Við eigum bara þetta eina land og þetta eina fullveldi sem kostaði íslenska þjóð hrikalega mikið. 

Þessir tveir ásamt forsætisráðherranum vilja hætta því sem við höfum og verðum að hafa fyrir það sem við þurfum ekki á að halda og getum svo auðveldlega verið án. Þetta er uppskrift blábjána á algeru hruni. Þetta eru undirmáls vafningar stjórnmála undirmálsmanna.

Össur, Steingrímur og Jóhanna hafa ekkert byssuleyfi frá þjóðinni. Þau hafa gert sig að umboðslausum örverpum Íslandssögunnar með því að þvinga í gegn umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Alvöru þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda 

Warren Buffet sagði líka - "við kappkostum meira að tapa ekki verðmætum okkar en að græða þau". Steingrímur J. hefur "blind spot" fyrir ráðherrastólum. Það vitum við núna.

Warren Buffet seigist ætla að fylgjast með Össurmyntinni evru úr mikilli fjarlægð
 
Warren Buffet talar við unga námsmenn - hluti 2 af 6
(sjá 3 min. 4 sek. inni í myndskeiðinu) 
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband