Leita í fréttum mbl.is

Hótel Evrusvæði krefst aflimunar og steglu. Bara járnrúm í boði

Evruhagkerfi í meðferð 
 
Beinapartar frá Evrópu

Fjármálamaðurinn George Soros líst illa á gang mála á evrusvæðinu núna. Hann segir í viðtali við Financial Times að verið sé að Þýskalandsvæða allt evrusvæðið. Hann gagnrýnir Þýskaland fyrir að krefjast niðurskurðar af öllum löndum evrusvæðis, sama í hvaða ástandi hagkerfin séu. Hann segir að þetta gerist í krafti efnahagslegra yfirburða Þýskalands yfir öllu meginlandi Evrópu og yfirþyrmandi áhrifum þeirra í stofnunum Evrópusambandsins.

"Þeir [Þjóðverjar] hafa birst sem æðsta ráðið yfir evrulöndunum. Þeir hafa sett stefnuna fyrir öll löndin. Þeir hafa skrifað og gefið út allrar starfsreglurnar fyrir nýrri sameiginlegri stefnu í ríkisfjármálum allra evrulanda. Vegna þessara mórölsku- og yfirmennskulegu tilburða Þýskalands yfir öllum hinum evrulöndum, trúi ég því að Evrópa standi frammi fyrir löngu tímabili af efnahagslegri stöðnun - og líklegri efnahagslegri hnignun. 

George Soros líkir þessari niðurskurðar-efnahagsstefnu sem Þjóðverjar krefjast af evrulöndunum við aðferðir sem getið er um í grískum goðsögum um Procrustes, þ.e.a.s hvernig maður sker af of langa fætur og teygir of stutta líkama lengri svo þeir passi nákvæmlega ofan í rúm úr járni sem fórnarlömbunum er boðið að sofa í.
 
“That is what is currently being imposed on the rest of Europe,” he said. “That is liable to cause resentment.”
 
 
Ef bíllinn þinn skríður skyndilega út í kant, segir Soros, þá kemur maður í veg fyrir útafakstur og kemst aftur inna á rétta braut með því að stýra í þá átt sem afturendinn sveiflast. Ekki með því að slá hart í bak. Svona er þetta líka með ríkisfjárlagahallann og skuldamálin. Í byrjun krefst lækningin þess að maður eyði enn meiru en orðið er til þess að geta komist inn á beinu brautina á ný; FT
 
Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er alltaf skynsamlegt að leita í smiðju til þeirra sem hafa sannað sig. Soros hér og Buffett í síðustu færslu. Það er gaman að hlusta á Buffett, reynslubolta sem setur skynsemina ofar gróðavoninni. Skyldu raddir þessara manna einhvern tímann ná eyrum íslenskra ráðamanna?

Haraldur Hansson, 28.10.2010 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband