Leita í fréttum mbl.is

Evrulöndum fórnað á vígvelli evrunnar

EUs svar på krisen er å foreskrive enda mer overnasjonalitet
Norski vefmiðillinn E24 er með grein þar sem spurt er hvers vegna verið sé að fórna samfélögum landa evrusvæðis á vígvelli evru myntar. Ef kostnaðurinn við að bjarga myntbandalaginu er pólitískt ójafnvægi, blómstrandi áhrif stjórnmálalegra öfgaflokka og efnahagsleg stöðnun - hvers vegna velur Evrópusambandið að fórna öllu til að bjarga þessu myntbandalagi?

Þetta er góð spurning. Ótti fólks við svarta framtíð sem felur í sér mikið og áframhaldandi þungt ESB-atvinnuleysi, fátækt og litla möguleika fyrir sig sjálft og börnin sín, gefur öfgaöflum vind í seglin. Fólk vill einföld svör og grípur þau í örvæntingu hjá vaxandi öfgafullum öflum innan 27 ólíkra landa Evrópusambandsins. Matseðillinn er stór. 

Jafnvel ekki 40 prósent atvinnuleysi meðal ungs fólks í Evrópusambandinu fær steingerða Evrópusambandsmenn til að velta málunum fyrir sér á ný. Ekkert nema þetta eina myntbandalag kemst að í kolli þeirra. Því skal bjargað alveg án tillits til þess að það hefur ekki gert neinu landi neitt gagn (frekar unnið þeim ógagn) og að meirihluti þegna Evrópusambandsins hefur slæmar bifur á þessari sameiginlegu mynt sem elíta ESB-landanna brennur svo heitt fyrir. 

Við þetta má bæta að fyrir botni Eystrasalts fer fram eins konar Evru-Víetnam-styrjöld í þrem löndum. Styrjöld sem ríkin komast ekki út úr aftur. Hér á ég við ERM II ferli Eistlands, Lettlands og Litháen. Þetta er ERM II draumur yfirstjórnar ASÍ fyrir Ísland.
 
Sögulegur samanburður á samdrætti hagkerfa og tímalengd samdráttar
Lettland hefur sett heimsmet í efnahagssamdrætti því þar er einn þriðji af hagkerfinu einfaldlega horfinn. Þetta er verra enn samdráttur Bandaríkjanna varð í kreppunni miklu 1930. Atvinnuleysi í Lettlandi og á Spáni er það mesta í Evrópusambandinu eða yfir 20 prósent. 

Svar elítu Evrópusambandsins við hamförunum er að skrifa út fleiri og stærri lyfseðla með enn meira magni af yfirríkislegu valdboði, - og algerlega án samþykkis neinna kjósenda í löndum Evrópusambandsins. Hvað köllum við svona fyrirbæri? Öfgasamband?
 
Tengt efni
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband