Leita í fréttum mbl.is

ESB-draugahraðlest Uffe Ellemann-Jensen

The Illustrated Road to Serfdom Planners
Í 28 ár hafa Danir þurft að hlusta á ræður þessa manns um að Danmörk sé að missa af, eigi á hættu að missa af og muni missa af draughraðalest Evrópusambandsins, þ.e.a.s ef hitt eða þetta breytist ekki (sjá frétt Morgunblaðsins hér að neðan). Aldrei, aldrei, aldrei er nógu mikið af Evrópusambandi í Danmörku. Danir eru alltaf að "risikere" að eiga á hættu að missa af þessari lest hans Úffa. Danir lifa og hrærast því í eilífri hættu í háspennu rafmagnsstól Evrópusambandsins, sem gengur fyrir ótta. 

En það kom bara aldrei nein járnbrautarlest til Danmerkur. Það komu hins vegar margir hvassir járnrimlar sem læstu Danmörku inni í stofufangelsi Evrópusambandsins. Þar situr hún núna, ófullvalda og föst í Brussel-dýflissunni. Hún ræður litlu um eigin málefni lengur. Danska þjóðin er ennþá hrædd við Evrópusambandið eftir að hafa verið í því 38 ár, eins og Uffe Ellemann bendir réttilega á. Bara þessi staðreynd ein og sér segir okkur margt slæmt um Evrópusambandið, en ekki um frændur okkar Dani. 

Það er alveg rétt hjá Uffe Ellemann-Jensen að Danmörk sé orðin að útkjálka og það meira að segja inni í miðju Evrópusambandinu. En hið sama gildir líka um öll lönd ESB sem heita ekki Þýskaland eða Frakkland. En þau tvö lönd eru ekki með neina kjálka lengur. Þau eru tannleysingjar. Þau eru hið fyrrverandi af öllu fyrrverandi í þessum heimi. Þau tvö sækja sér fjarvistarsönnun fyrir tannleysinu með því að þykjast vera herra og frú Evrópusamband. Það gefur þeim svo miklu betri tannpínu en að vera bara Þýskaland eða hvað þá Frakkland. Hver vill vera Þýskaland eða Frakkland í dag? Enginn!

Um 800 þúsund Danir gera ekki neitt í dag. Þeir eru afraksturinn af 25 árum í Evrópusambandinu og af undraverkum hins ólæknandi ESB-sjúkdóms Uffe Ellemanns. Úffi vill því auðvitað ólmur hirða hina "hæfu starfskrafta" af ódýrari löndum ESB. Líka þá sem vinna fyrir 14 krónur DKK á tímann í byggingavinnu. ESB er svo gott. Það er hlaðborð af alls konar. Það er auðvitað ekki hægt að nota neina Dani lengur. Ekki hægt að nota þessa 800.000 sem gera ekki neitt. Hagvöxtur í Danmörku var sá fimmti lélegasti í OECD á síðustu 10 árum. Á næstu 15 árum verður hann sá næst lélegasti segir þetta sama OECD. Danmörk hrapar neðar og neðar á skala OECD yfir ríkustu þjóðir heimsins. Mikið neðar og hratt. Svona er að vera í ESB.

Eilífðarverkefnið
Tillaga: að ESB byggi þrælabúðir í Danmörku fyrir erlenda þræla til að hýrast þar í svo myndavélar nýríkra karlkerlinga vesturlanda þurfi ekki að horfa uppá álíka barnavinnu og fór fram í öllum þessum löndum áður þau urðu rík í innbrotafaraldrinum undir nýlendustefnu Evrópu.

Útsöluáróður virkar alltaf; að segja einhverjum að hann sé að "missa af" einhverju virkar yfirleitt vel. Þessi áróður virkaði svo vel í Danmörku að hún hrapar neðar og neðar á skala ríkustu þjóða heimsins. Danmörk keypti "missa af" þvaður herra Uffe Ellemann Jensen. Því fór sem fór. 

Það er greinilegt að miklu erfiðara er að lifa af sem þjóð innan ESB en utan þess, því nú undirbýr danska ríkisstjórnin Bruss-elskan niðurskurð á altari myntbandalagsins sem verður enn verri en sá frægi kartöflukúr sem þurfti þar til árið 1985, svo Danmörk gæti skriðið á öllum fjórum inn í ríkisfjárlagaklúbb Evrópusambandsins. Megi Uffe Ellemann og hans útkjálka blaður í draugaharðlest ESB á leið til fjandans, hvíla í friði. Ég ráðlegg honum að skaffa sér nýja þjóð.

Danmörk hefði aldrei átt að ganga í Evrópusambandið. En það gerði hún heldur ekki. Danmörk gekk upphaflega í EB. En svo kom draugahraðlest Uffe Ellemann Jensens og tók dönsku þjóðina með sér inn í svartholið. Á meðan glansa fullvalda Sviss og Noregur í Evrópu. Þau sigla um öll heimsins höf í snekkjum fullveldis. Ísland er hér aðeins tímabundið í slipp. Svo mun Ísland sigla með þessum tveim fullvalda þjóðum Evrópu á höfum heimsins á ný. Á meðan er og verður ESB strandaður útkjálki. 

Flýtið ykkur! þið eruð að missa af . . flýtið ykkur . . eruð að missa af . . eruð að missa af . . útkjálki . . einangrun . . einangrun . .einangrun . .einangrun . .missa af . . . já komið börnin mín upp að altari EMU og fórnið ykkur þar - á evruna við trúum. 
 
Tengt efni
Fyrri færsla
 
 
Uppbót. Maðurinn!
 

mbl.is Ellemann-Jensen vill nýja stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér G. Rögnvaldsson

Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Áhugaverðir pistlar þínir um Danmörku sem ég ætla að lesa, en í kvöld nægir mér að heyra Horowitz spila. Takk fyrir það.

Sigurður Antonsson, 24.10.2010 kl. 23:29

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við eigum okkar eigin Úffa hér á Íslandi, hann kallar sig Össur!

Gunnar Heiðarsson, 25.10.2010 kl. 12:09

4 identicon

Petur kjartansson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband