Leita í fréttum mbl.is

Þriðji hluti: Björgun evrunnar. Þess vegna eru Össur og Jóhanna hættuleg

Í annarri grein af þremur í Financial Times - um björgun evrunnar frá algeru hruni - fengum við að innsýn í það sem leiddi til björgunar myntbandalags Evrópusambandsins í maí mánuði nú í vor. Við fengum að sjá inn á bak við leiktjöld myntbandalagsins. 

Svona gerðist þetta
Ef Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir hefðu bara einum degi áður verið á ferðalagi um lönd myntbandalagsins, hefðu stjórnmálaleiðtogar landa þess sagt þeim að evran væri fyrirtaks gjaldmiðill og stæði bjargföst. Að ekkert gæti haggað tilveru hennar. Og Össur og Jóhanna hefðu trúað þeim eins og nýju neti. Sérstaklega hefði Malta sagt þeim afrekssögur um myntina og bandalag þess. 

En á neyðarfundi deginum eftir var þessum stjórnmálaleiðtogum og embættismönnum Evrópusambandsins hins vegar gert skiljanlegt að þeir hefðu nokkra klukkutíma til að bjarga þessari mynt og myntbandalagi þess frá algeru hruni og öngþveiti. 

Síðast þegar eitthvað í líkingu við þetta gerðist var sennilega þegar Sovétríkin féllu saman ofan á þegnana. Það er öllum mönnum sem hugsa ljóst, að stjórnmálamenn Evrópusambandsins munu ekki hika við að halda áfram að bjarga þessu myntbandalagi sem þeim í áratugi hefur verið sagt að sé svo gott. Þeir eru að fórna velmegun. Þeir hafa nú þegar fórnað mögulegum hagvexti í löndum sínum. Þeir hafa þegar fórnað fólkinu í ríki sínu því myntbandalagið læsir löndin inni í massífu atvinnuleysi til langframa, sökum lélegs hagvaxtar. Það er regluverk myntarinnar sem sér fyrir þessu. Þetta regluverk hefur nú þegar eyðilagt stjórnmál í Evrópu. Stjórnmálin hafa verið þjóðnýtt í þágu myntbandalagsins og Evrópusamrunans. Regluverkið hindrar stjórnmálamenn ESB landa í því að sinna frumskyldum sínum, - að sinna því sem þeir eru kosnir til; að vinna fyrir kjósendur, að velferð þeirra og fyrir landið sitt í heild. Að vinna fyrir þjóðina. Reglur myntbandalagsins hindra stjórnmálamenn ESB í að sinna þessum frumskyldum. Þeir hafa nú þegar og eru alltaf að fórna lýðræði og frelsi í löndum sínum. Hvern dag ársins er hagsmunum kjósenda landa þeirra fórnað á altari regluverks myntbandalagsins. Við vitum öll hvernig fer þegar lýðræðið visnar og deyr. Þá tekur ófriðurinn við.  

Þetta er hreint ótrúlegt. En samt stendur Rauði Herinn ekki með byssustinginn við bak evrópskra stjórnmálamanna. Hvað er það sem fær fullorðna menn til að missa vitið og hætta að hugsa? Jú við sáum það greinilega á blaðamannafundi í ESB með Össuri Skarphéðinssyni um daginn. Það er trúin. Evrópusambandstrúin. Trúin á falskan Guð. Í hugarheimi Össurar og Jóhönnu er þessi atburður þegar kominn í non event, did not happen horn heilabús þeirra. Þau ganga ennþá um sem trúað fólk. Þetta er bæði hryggilegt og hættulegt fyrir Ísland. Það er hættulegt að hafa fólk við stjórn sem vinnur gegn hagsmunum lands okkar. En stjórnmálamenn viðurkenna aldrei mistök sín. Það eru aðeins til örfáar núlifandi undantekningar frá þeirri reglu. Kannski bara Mikhail Gorbachev?

Það væri einfaldlega of mikið að ætlast til þess að maður á borð við Nicolas Sarkozy hefði dag einn ákveðið að segja frönskum almenningi frá því að þetta sem átti að laga og bæta flest í Frakklandi og í Evrópu væri nú að eyðileggja samfélag þeirra að utan sem innan - og myndi halda áfram að eyðileggja samfélag þeirra, ef ekki væri gripið til róttækra aðgerða og gamla mynt landsins aftur tekin í notkun. Að hún væri svo órjúfanlega stór hluti af sjálfstæði lands þeirra. Að þessi evra myndi á endanum eyðileggja Evrópu og Frakkland að innan sem utan.
 
Enginn mun þora að koma og segja sig úr þessum klúbb. Það væri það sama og að fremja sjálfsmorð. Við munum ekki sjá neinn evrópskan stjórnmálamann gera þetta. Nema hugsanlega í Þýskalandi. Harakiri verða ekki framin í myntbandalagi Evrópusambandsins. 

Þess vegna gildir hér aðeins ein regla: maður á aldrei að ganga í Evrópusambandið og maður á aldrei að fórna sjálfstæðri mynt landsins, því hún er svo stór og órjúfanlegur hluti af sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Maður á ekki að brjóta á sér báðar fætur til þess eins að geta gengið í hækjufélag Frakklands og Þýskalands. En það er einmitt það sem Evrópusambandið fyrst og fremst er.

Hér er síðasti hluti greinaseríu Financial Times um björgun evrunnar frá algeru hruni og öngþveiti í maí mánuði síðastliðnum.
 
Fyrri færsla

 
Tengt efni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir flotta þriggja þátta samantekt. Kannski að EFTA hafi verið besta hugmyndin, sbr. úrklippuna í fyrsta hluta ..."it sees no need for pan-European institutions".

Svo var frábær bónus að fá linkinn í grein Steingríms Joð!

Haraldur Hansson, 13.10.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband