Leita í fréttum mbl.is

Er Þorsteinn Pálsson jafnaður maður? Dæmigert Evrópusamband.

Hérna er Evrópusambandinu rétt lýst.

Hagfræðingurinn Nouriel Roubini deilir með okkur heimssýn sinni á hreyfimynd hér fyrir neðan. Japan er nú þegar farið í vaskinn til frambúðar. Vinnuafl í öldrunarhagkerfi Japans fer að verða álíka sjaldgæft og atvinnuleysi var á Íslandi áður en bankamenn landsins lærðu á sér handgenginn töflureikni og hættu að nota reiknivél með strimli. Evrópa er í dauðateygjum. Bandaríkin eiga við mikil vandamál að stríða. Hins vegar eiga nýmarkaðslönd heimsins framtíðina fyrir sér. Ísland er einmitt nýmarkaðsland og ætti því ekki að giftast hinu efnahagslega og mannlega öryrkjabandalagi Evrópusambandsins.   

Allt evrusvæðið hrundi í fangið á embættis- og stjórnmálamönnum Evrópusambandsins fyrir aðeins fimm mánuðum síðan (helgina 7. til 9. maí 2010). Myntsvæðið er þó rétt rúmlega tíu vetra gamalt. Grikkland varð gjaldþrota á því að taka upp evru og á því að vera í Evrópusambandinu í 29 ár. Spánn fylgir hægar en örugglega á eftir. Portúgal fylgir líka eftir en á aðeins meiri fallhraða. Ítalía er jafn vonlaus og hún var fyrir 15 árum. Írland er að verða glatað land og skuldum vafið fyrir komandi kynslóðir þess. Það tók nefnilega upp evru. Finnland er að undirbúa efnahagslegt sjálfsmorð í evrum. Öll þessi lönd þoldu ekki evruna. Eystrasaltslöndin þoldu heldur ekki pyntingarklefa ERM II. Brútalt setja Eystrasaltslöndin heimsmet í efnahagslegu hruni sem er enn verra en það var í þrúgum reiðinnar í Bandaríkjum kreppunnar miklu 1930. Sjálft Ísland þoldi ekki einu sinni umsókn inn í Evrópusambandið. Evrópa er að verða kirkjugarður þjóðfélaga og ríkisstjórna þeirra. Þökk sé Evrópusambands útópíunni í Brussel. 

Handelsblatt: Evru lygarar
Roubini hitti forsætisráðherra Belgíu um daginn. Land þess manns er að detta í sundur. En maðurinn sagði samt Roubini frá því  að Evrópusambandið myndi "sameinast" til að hindra splundrun þess myntbandalags sem sýnt hefur næst lélegasta hagvöxt heimsins á undanförnum 16 árum. þ.e.a.s á eftir Japan. Bara Japan er verra. Sem sagt: á meðan land þessa manns er að detta í sundur þá skálar hann fyrir Evrópusamrunanum á einhvers konar jafnaðardópi niðri í Brussel. Hann, þið vitið, er nefnilega að sameina Evrópu. Ég þyrfti eiginlega rifja upp bíómyndina Der Untergang og beina sérstakri athygli að Evrópusamruna fundarhöldum Speers með mið-evrópska manninum sem svo undarlega var . . . grænmetisæta!   

Sönnunargögnin hrannast upp. Forsætisráðherrann í landinu sem er að detta í sundur eyðir tíma sínum í Brussel. Það gera líka hinir í öllum ESB-löndunum. Þeir sitja og drekka kaffi lattég á bar í Brussel á meðan lönd þeirra detta í sundur og verða örkumla. Þetta sagði forsætisráðherra Svíþjóðar, herra Persson. Hann sagðist hafa eytt meiri tíma í kaffidrykkju í Brussel en hann eyddi með ríkisstjórn sinni heima. Svo eru það allir hinir fyrrverandi stjórnmálamenn í Evrópu, með aðeins fáum undantekningum. Í stað þess að hundskast til að hafa hægt um sig og verða venjulegir þegnar á ný, oft eftir misheppnaðan stjórnmálaferil, þá þráast þeir við, þeir þrá völd og sviðsljós svo heitt á ný. Þessir leita til Brussel. Þar geta þeir komist í kaffi og með því fyrir ekki neitt nema eitt, fullveldi og frelsi lands síns heima. Þetta eru jafnaðir menn. 
 
 
 
Áminning
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hægfara "Harakiri" fyrir EU og US í humátt á eftir Japan. Nú þegar sjáum við merki um andlegt og siðferðilegt niðurbrot í þessum samfélögum.

Ragnhildur Kolka, 10.10.2010 kl. 10:11

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

-

Þakka þér innlit Ragnhildur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.10.2010 kl. 10:13

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Gunnar. Ég hlustaði á bandið með Roubini, hann talar með einhverjum hreim sem ég á erfitt með að fylgja en ég held að ég hafi samt náð honum. Makalaust að heyra hvernig Bandaríkin eru að verða þegar 2/3 Bandaríkjamanna eru ekki tækir í herinn, of feitir,of heimskir,of glæpahneigðir,of óupplýstir, of múslímiséraðir. Enda eru Bandaríkjamenn orðnir þrælahaldarara aftur, bara á miklu ódýrari hátt en áður, þegar þú varst skuldbundinn þrælnum þínum til æviloka. Nú er bara sparkað í ólöglega innflytjendur sem vinna fyrir skít og kanel.Það er þessi degeneration sem kommatittirnir hérna eru að reyna að troða ofan í okkur í nafni fjölmenningarstefnunnar, sem enginn vil sjá en þorir ekki að mótmæla fyrir þessum grimmu hundum sem gelta þá um rasisma og nasisma. Ég held að við ættum að fara að hægja verulega á þessum innflutningi óskyldra kynstofna og trúarhópa, sem ráðast á grunnstofnanir þjóðfélagsins okkar undir yfirskyni fjölþjóðahyggju, evrópusamabandsaðildar og gömlu alþjóðahyggju kommúnistanna hans Leníns sem sögðu að á ÍSlandi mætti skjóta án allrar misskunnar bara ef það kæmi Sovétríkjunum að gagni. Þetta fólk er sprellifandi meðal okkar í dag en bara ekki lengur stimplað sem fávitar heldur kosið á þing fyrir minnihlutahópa.

Halldór Jónsson, 18.10.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband