Miðvikudagur, 8. september 2010
Þýskur útflutningur fellur
Eins og þeir vita sem hafa fylgst með hnignun Þýskalands hin síðustu 25 árin, þá standa málin þannig til í þessu stærsta hagkerfi Evrópusambandsins að Þýskaland er orðið varanlega ósjálfráða hagkerfi. Þýskaland er orðið ófært um að hafa áhrif á eigin efnahag því öldrun þegna samfélagsins er svo mikil og hröð. Þetta þýðir að þýska öldrunarhagkerfið verður að stóla algerlega á eftirspurn frá útlöndum og þá helst frá löndum utan evrusvæðis. Þýska þjóðin er sjálf orðin of gömul og veikburða til að geta skapað nauðsynlega eftirspurn innvortis í sínu eigin hagkerfi.
Landið og efnahagur þess þarf því að sitja, standa og falla samkvæmt ákvörðunum sem teknar eru í öðrum löndum heimsins, utan Evrópusambandsins. Þýskaland er orðið það sem kallað er "útflutningsháð öldrunarhagkerfi", ófært um að hafa áhrif á sín eigin efnahagslegu örlög. Þessu verður ekki breytt næstu mörg hundruð árin, því þannig virka aldurspýramídar sem snúa öfugt. Flestar mikilvægar efnahaglegar ákvarðanir Þýskalands eru teknar í Bandaríkjunum og nýmarkaðslöndum heimsins. Því miður er stærsti hluti Evrópusambandsins að verða eins og Þýskaland; öldrunarhagkerfi án innlenskrar eftirspurnar. Hægfara deyjandi samfélög.
Hagstofa Þýskalands sagði í morgun að útflutningur Þýskalands hefði dregist saman í júlí miðað við júní um 1,5% og innflutningur um 2,2%. Hrun útflutnings Þýskalands hófst um leið og umheimurinn fór í kreppu þ.e á öðrum ársfjórðungi ársins 2008 og féll stanslaust og hrikalega næstu 16-18 mánuðina, eða fram til janúar á þessu ári, þegar hann loksins náði botni er umheimurinn skipaði svo fyrir og fór að kaupa eitthvað aftur af vörum gamla heimsins í Þýskalandi. Í síðustu þingkosningum var helmingur þýskra kjósenda orðinn sextugur og eldri. Ritvélaiðnaður öldrunarhagkerfis Þýskalands, bílaiðnaðurinn, á ekki góða daga í vændum í þessu öldrunarsamfélagi.
Þó svo að Þýskaland hefði ekki upplifað neina fasteignabólu í hagkerfi sínu þá féll landsframleiðsla landsins eins og steinn um 4,5% á árinu 2009. Þetta var mesta fall meiriháttar hagkerfis í heiminum. Auðvitað var engin húsnæðisbóla í gangi í Þýskalandi þegar heimskreppan skall á; hvernig ætti húsnæðisbóla að geta skapast á 80 milljón manna elliheimili? Reyndar hafði raunverð húsnæðis í Þýskalandi fallið um 20% frá aldamótum (sjá mynd Seðlabanka Íslands). Svo ekki var það fasteignabóla sem sökkti hagkerfi Þýskalands: það var umheimurinn. Eftirspurnin frá umheiminum fór í sumarfrí og því lokaði þýska elliheimilið strax. Þýskaland er oft kallað vélin í evrusvæðinu. Í nýrri skýrslu spáir Bank for International Settlements (BIS) því að fasteignaverð muni falla um 75% í Þýskalandi á næstu 40 árum.
Krækjur; Hagstofa Þýskalands | Bloomberg
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 9.9.2010 kl. 05:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það var vitað að 3. ársfj. yrði ekki eins góður og 2. ársfj. þ.s. hægði á Bandar. verulega á 2. fjórðungi á sama tíma og slíkt hið sama gerðist einnig í Japan og Kína. Að vísu er hagvöxtur enn, hraður í Kína. Ekki eins hraður þó og hann var á undan.
Síðan, hafandi í huga að 40% útfl. Þýskal. fer til Evrópu, þá má reikna með að niðurskurðarplön hinna ímsu ríkisstj. muni minnka eftirspurn á næsta ári eftir þýskum vörum.
En eins og við tveir vitum, hafa S-Evrópu þjóðirnar ekki val um annað, en þ.s. kallað er "deflationary spiral of adjustment" þ.s. klárt er að þjóðverjar eru ekki á leiðinni að hækka laun og verðlag hjá sér. Svo eina leiðin er að hinar þjóðirnar jafni sig niður.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.9.2010 kl. 22:52
Du mener vel, at den "minnkar"? Jeg "sletter" også nogle gange dansk.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.9.2010 kl. 01:17
Það er allt í góðum málum í Þýskalandi. En það er auðvitað þannig að þeir sem ekki búa í landinu sjá það ekki.
Þú getur sagt þeim hvað sem er;)
Frábært þetta blogg.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 07:12
Þakka ykkur fyrir innlitið
Nei Einar Björn, laun Þjóðverja verða ekki hækkuð aftur. Þetta er eitt af einkennunum á vinnumarkaði öldrunarhagkerfa. Þýskaland býður uppá og hefur boðið upp á samfleytt 30 ára massaatvinnuleysi, sultarlaun og fátækt.
Frá 2005 hafa um 300.000 þýskir launþegar í fullri vinnu öðlast rétt á bæjarhjálp því laun þeirra eru svo hrikalega lág. Full staða og full laun eru það illa launuð að bæta þarf þau upp með bæjarhjálp. Enda hefur fátækt stóraukist í Þýskalandi á undanförnum 10 árum.
Um það bil þrjár miljónir Þjóðverja hafa laun sem eru undir 55 DKK á tímann á meðan láglaunafólk í Danmörku hefur 110 DKK á tímann. Ekki að furða þó slátrun, kjötvinnsla og störf tilheyrandi dönskum landbúnaði hverfi úr landi. En eins og fáum hér á Íslandi er kunnugt þá er danskur landbúnaður á hausnum þar sem 25% bænda verða gjaldþrota á næstu 4 árum. Þeir skulda að meðaltali 650 miljónir ISK hver fyrir sig og 65% af launum þeirra verða að koma frá skattgreiðendum. Matvælaverð í DK er það hæsta í ESB og mun hærra en á Íslandi.
Þetta er hinn innri markaður og læst gengisfyrirkomulag EMU í hnotskurn. Eitt samfleytt skítaboð.
Á síðustu 10 árum hefur fátækt aukist mikið í Þýskalandi. Það var efnahagsrannsóknastofnun Þýskalands (Deutschen Institut für Wirtschaftsforschung) sem sagði frá þessu í nýrri skýrslu. Alls eru 14% allra íbúa Þýskalands fátækir. Samkvæmt mælikvarða stofnunarinnar telst fólk fátækt þegar það þarf að lifa af á undir 60% af meðaltekjum allra í landinu. Um 30% fleiri eru fátækir í Þýskalandi í dag en voru þar fyrir 10 árum. Úr hópi ungs fólks á aldrinum 19-25 ára falla 25% þeirra í flokk fátækra. Um 40% einstæðra foreldra með eitt eða fleiri börn eru fátækir. Bandalag þýskra fylkisbanka (Landesbank) aðvarar stjórnvöld um að fátækt meðal gamals fólks í Þýskalandi muni verða vaxandi vandamál; Berliner Zeitung
300.000 manns fóru úr þýska hagkerfinu á síðasta ári. Ekki nóg með það að allir vilji fá lánað AAA-kreditkort Þýskalands núna, þá sagði þýska hagstofan frá því um daginn að Þjóðverjum hefði fækkað um 300.000 manns á árinu 2009. Þjóðverjum byrjaði að fækka árið 2003 og var fækkunin um 400.000 til 500.000 manns frá 2003-2008. Harði fækkunar er að aukast og mun hann aukast ár frá ári næstu áratugi. Mannfjöldaspá þýsku hagstofunnar gerir ráð fyrir að þýsku þjóðinni muni fækka úr 80 milljón manns og niður í 60-65 milljón manns árið 2045-2055. Vöxtur verður varla mikill í svona hagkerfi í framtíðinni. Hætt er við að kjör ungs fólks verði litið aðlaðandi í þessu erfiða ellisamfélagi; Hagstofa Þýskalands
Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2010 kl. 16:53
Málið er að 20% þjóðverjar eru aldraðir og 10% undir vinnualdri.
Aðalatriðið að mínu mati er að í flestum ríkjum er 50% þegnanna að störfum. Sumir stilla á 10% atvinnuleitendur aðrir á 20% atvinnuleitendur,.....
Aldraðir þjóðverjar eru góðir neytendur í samanburði og færi undir vinnu aldri geta fengið betra uppeldi og mótun.
Svo hefur alltaf ríkt mikill stétta skipting í flestum Ríkjum EU og 10% sem öllu ráða þar passa örugglega upp á að viðhalda sinni stærð.
Mannfjöldaspáin gerir greinlega ráð fyrir hlutfallslega meiri tækni og fullframleiðslu og þar af leiðandi hærri þjóðartekjum á haus hvers Þýsks skattgreiðenda.
Allir vita að þjóðverjar eiga eitt stærsta og öruggasta langtíma veðlánasafn í heimi þar sem þeir geta yfirleitt boðið upp á lægstu raunvextina á móti. Láta aðra skammtíma hugsandi um áhættuvextina eða sýndar rauntekjurnar.
Þjóðverjar eru mjög framalega í að rækta lífæri til að viðhalda öldruðum.
Gæði skipta öllu máli, Maó breytir því ekki.
Júlíus Björnsson, 9.9.2010 kl. 17:48
Þ.e. mjög alvarlegt fyrir Þýskaland, ef fátækt er að vaxa svo mikið.
En sögulega, þá er fátækur tötralýður uppspretta óstöðugleika.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.9.2010 kl. 23:05
IMF bendir á það í skýrslu sinni 2005 fyrir Ísland að félagslegar niðurgreiðslur séu búnar og fari harð minnkandi á Norðurlöndum og Þýskalandi.
Enda tel ég það stafi af því að ríkinn eru orðin minna þjóðleg í heildina. Margir nýbúar kalla það ríkidæmi sem gamalmennin kalla fátækt.
Júlíus Björnsson, 10.9.2010 kl. 00:49
Eins og þú bendir réttilega á Einar Björn þá fylgist þetta að, - þverrandi velmegun og greiðfærni fólks inn í innkeyrsluna að tröllreið óstöðugleikans - hins pólitíska óstöðugleika og öfga.
hér er söguleg mynd: Atvinnuleysi í Þýskalandi og kosningafylgi öfgahóps nasista (© Brad Delong)
Sarrazin threatens to fight dismissal decision in court
Thilo Sarrazin, the Bundesbanker about to be fired by Germany’s president Wulff, has already threatened legal action, according to Reuters, and warned the president not to see what a called a political show trial to its end, as it will ultimately be thrown out by the courts. There is also criticism of the president, for having put the Bundesbank under pressure to recommend the dismissal of its renegade banker. FT Deutschland reports that President Wulff was now hesitating, and trying to hide behind the government, by seeking its legal advice.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2010 kl. 01:20
Sarrazin sagði af sér í gærkveldi. Sarrazin gekk of langt í bókinni sinni. Hann talaði um það að gyðingar væru með gen. Fleira stendur í bókinni hans. Hér er frétt um það.
Erika Steinbach sagði líka af sér öllum trúnaðarstörfum innan CDU. Hún sagði að Pólverjar hefðu verið tilbúnir í stríð við Þjóðverja árið 1939 og hefði því verið fyrri til. Hér er frétt um það.
Það er engin hætta á því að öfgamenn nái einverjum völdum hér í Þýskalandi. Sarrazin er ekki öfgamaður og því hefðu 18% ekki verið til þess að kjósa öfgamenn. Hann er með furðulegar skoðanir sem hann kemur ekki rétt frá sér.
Auðvitað sveiflast hagkerfi upp og niður. Þýska hagkerfið er ekki undantekning þar. En það þarf ekki að fara að gera lítið úr því sem náðst hefur hér í Þýskalandi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 06:23
Takk fyrir þetta Stefán.
Í desember kom Martin Schulz, sem er og leiðtogi sósíalista á þingi Evrópusambandsins, og lýsti því yfir að frá og með nú séu 184 þingmenn þessa hóps sósíalista orðnir "hreyfing and-kapítalista" sem munu ráðast gegn "hagkerfi sem byggist á peningum eða sem er peningaknúið". (Við erum and-kapítalistar núna)
Hér gengur greinilega allt eins og það á að ganga eftir að Berlínarmúrinn féll frá austri og yfir Vestur-Evrópu. Hann féll mest vestur á bóginn en ekki öfugt, greinilega.
Ýmislegt er að gerast í Þýskalandi Stefán, það verð ég að segja.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2010 kl. 07:40
http://www.ft.com/indepth/austerity-in-europe
Haraldur Baldursson, 10.9.2010 kl. 10:14
Já Gunnar - ef ég man rétt, fengu nasistar 3% atkvæða 1928 en í kringum 30% 1932. 1929 hófst kreppan.
Þ.e. beint samband milli massa atvinnuleysis og tilheyrandi fj. fátæktar og fylgis öfgaflokka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.9.2010 kl. 23:25
Einar Björn: Eins og t.d. á Spáni.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 00:26
Sannarlega, borgarastyrrjöldin hófst mjög fljótlega eftir að heimskreppan skall á.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.9.2010 kl. 00:48
Þakka ykkur öllum
Framhald hér: Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu - "tifandi tímasprengja"
Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2010 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.