Laugardagur, 24. apríl 2010
Úr kennslustund Litlu gulu hænunnar í Evrópusambandinu
- run Forrest, run -
Úr kennslustund Litlu gulu hænunnar
Þeir sem halda ennþá að Evrópusambandið sé "tolla- og efnahagsbandalag" rétti upp hönd. Þetta gæti orðið spurning í kennslustund í sjö ára bekk í barnaskólum Evrópu eftir aðeins nokkur ár. Þeir sem réttu upp hönd fengju annað hvort rétt eða væru reknir út.
Ég get ekki séð neitt tollabandalag í dag. Og ég sé heldur ekki neitt efnahagsbandalag. Það sem ég sé er stórslys. Eitt stykki Evrópusamband sem hriktir í eins og gömlum Sovétríkjum. Evrópusamband sem varð einni myntinni of ákaft og sem gleymdi að ráðfæra sig við fólkið. Alveg eins og gerðist í Sovétríkjunum. Við völtum yfir fólkið.
Þegar Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar kom til Íslands til að predika, sagði hann Íslendingum frá því að "sænska fólkið" hefði ekki skriðið gengið í nein "sambandsríki Evrópu" þegar það ákvað í hræðslukasti og með 2,8% meirihluta kjósenda að ganga í ESB árið 1994. Verður Göran Persson rekinn úr sjö ára bekknum?
Það er nú þegar búið að reka Poul Schlüter fyrrum forsætisráðherra Danmerkur úr skólanum og senda hann til Síberíu. Hann sagði nefnilega að Evrópusambandið myndi aldrei verða til. Það sagði hann árið 1986. "Evrópusambandshugmyndin er steindauð", sagði hann. "Kjósið já. Ekkert að óttast. ESB verður aldrei til." Evrópusambandið var því stofnað sjö árum seinna með einum Maastrichtsáttmála. Tveir litlir menn í tveim litlum löndum sem þá héldu að þeir vissu hvað þeir voru að gera.
Grikkland á leið í ríkisgjaldþrot. Portúgal fylgir í humátt á eftir. Írland er í tætlum. Spánn riðar, Eystrasaltsríkin í djúpri neyð og Ítalía lifandi grafin í skuldum. Á meðan myntbandalag Evrópusambandsins sprengir lönd þess í loft upp, sitja evrufíklar Brussels niðri í kjallara og sjúga þumalputta með lokuð augu. Skjálfandi af hræðslu eins og óvitar sem kveikt hafa í húsi nágrannans um miðja nótt. Þeir vona að pabbi og mamma vakni ekki. Vona að þau taki ekki eftir að hús nágrannans verður horfið á morgun.
Seðlabankastjórinn sem stjórnaði sprengjuhleðslunum á evrusvæði þorir varla að láta sjá sig opinberlega lengur. Hann er skjálfandi af hræðslu. Seðlabanki Evrópusambandsins er orðinn seðlabanki þar sem öll bankastjórnin mætir með magapínu í vinnuna á hverjum morgni af ótta við að myntin sem þeir eiga að passa muni hrynja við hvert einasta fótatak þeirra á peningagólfi heimsins. Það sem stýrir ECB núna er óttinn einn.
Spurningin er sem sagt þessi: hverjir verða reknir úr skólanum fyrir að koma með rangt svar? Hvert verður rétta svarið? Í tilfelli Sovétríkjanna vitum við nú hvert varð hið rétta svar. En lengi vel vissi enginn hvert hið rétta sovéska svar yrði. En það kom þó að því.
Hér eru nokkrar fréttaslóðir stór-fyrra dagsins
Evran er dauðadæmd segja bankamenn (þ.e. án stórríkis) á vef Heimssýnar
Grikkland í dauðadans segir Geroge Soros (þ.e. án stórríkis) í CNBC
Grikkland á enga von segir Soros í grísku viðtali (þ.e. án stórríkis) í Kathimerini
Aðeins efnahagslegur fáráðlingar eða stórríkissinni segir að Bretland eigi að taka upp evru segir Anatole Kaletsky í Times.
Lögbrot að bjarga Grikklandi segir C.E.P
Grikkland verður botnlaus tunna segir Handelsblatt
Absúrd að Þýskaland eigi að bjarga 16. launamánuði Grikkja sem hætta að vinna 57 ára gamlir. Brussel gerir ekkert. Engin neyðaráætlun hefur verið gerð, engar ráðstafanir gerðar til að Grikkland komist lifandi út úr evru-fangelsinu. En það má ekki tala um þetta, þetta heitir nefnilega evrópsk samstaða, segir tékkneska blaðið Lidové noviny.
AGS kom með skýrslu sem segir að evrusvæðið sé vænleg og líkleg útungunarvél fyrir nýja heimskreppu vegna ríkisgjaldþrotaáhættu landa þess.
Forrest Gump er ennþá ánægður með að hafa fjárfest í eplaverksmiðju en ekki í Brussel. Hann þarf ekki að vinna meira.
Gleðilegt sumar !
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Efnahagslegur aðskilnaður Meðlima-Ríkja er hugsaður eins og sóttvarnargirðingar. Samvinna um að lækka sameiginlegan grunnkostnað fyrir-fólks allra Meðlima-Ríkja á að skapa fjármagn til að draga úr almennri neytendaleti. Þau ríki sem geta ekki hjálpa sér sjálf á nýja ódýra grunninum geta sjálfum sér kennt. Ég skil þjóðverja vel og hafa oftar verið fyrirmynd Dana heldur en hitt.
Þjóðverjar er harðir á afskriftir og þolin móðir til að bíða eftir uppskeru allt í 30 ár: þegar áhætta bókast til tekna og arðgreiðslna.
Það er ekki gott að stjórnmálmenn eigi hluti í bönkum sem þeir eiga að veita aðhald. Betra er að Ríkið eigi einn banka sem vinnur eftir ströngu regluverki Þegar sannir hægri menn í samkeppni finnast ekki hér í dag: þroskaðir.
Júlíus Björnsson, 24.4.2010 kl. 20:25
Hvað tekur svo við þegar þetta hrynur? Sama sagan og í sovét? Oligarkarnir skipta þessu upp á milli sín og kleptókrasían verður hugmyndafræði næstu 30 ára?
Er þetta ekki svona No win, no win, ástand? Litlir Pútinar, Milochevicar og Ceausescuar um allt. Evrópusambandið hefur allavega plægt akurinn vel og sáð fyrir slíkri spillingu í kjölfar upplausnar. Nómenkladían í Brussel mun lifa góðu lífi áfram.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2010 kl. 21:13
Hvernig mögulega hægt er að brjótast út úr evru. Dæmi Tékkóslóvakíu frá 1993
Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu
Miklar vangaveltur.
Grikkland; nú eru góð ráð dýr, eins og venjulega. En slæm ráð geta líka verið alveg eins kostnaðarsöm. Forsætisráðherra Grikklands segir að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. Fjármálaráðherra Grikklands segir að landið þurfi ekki hjálp. Seðlabankastjóri Grikklands er einnig sendur út með skriflega tilkynningu í FT - sem sennilega að mestu er stíluð á forsætisráðherra Grikklands. Seðlabankastjórinn er einnig á sama tíma fulltrúi Grikklands í stjórn seðlabanka ESB. Óvíst er hvort markaðirnir trúi á orð grísku ríkisstjórnarinnar.
En hvað nú? Fyrir það fyrsta, ef ég væri forsætisráðherra Grikklands, myndi ég hafa sagt nákvæmlega það sama og haldið áfram að segja þetta sama á meðan ég auðvitað gerði eitthvað allt annað. Íbúar Grikklands eru um 11,3 milljónir. Þessir íbúar eru nýlega búnir að kjósa þessa ríkisstjórn Grikklands til valda. Hún var kosin vegna þess að hún lofaði betri opinberri þjónustu og meiri velferð. Ef Grikkland er sent í það erfiða ferðalag að skera niður stóran hluta opinberra útgjalda, lækka laun stórkostlega og þrengja að almenningi, ungmennum, börnum og gamalmennum, frá öllum hliðum, þá held ég að það ferðalag muni reynast hvaða grísku ríkisstjórn sem er ákaflega erfitt - og jafnvel ómögulegt. Nema menn vilji aftur fá her- og/eða einræðisstjórn til valda í Grikklandi.
Flestir sem hafa vit á efnahagsmálum segja að það sé óðs manns æði að ætla að reyna að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum á krepputímum án þess samtímis að hafa fulla möguleika á að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og þar með láta stóraukinn útflutning um að vinna stóran hluta þess erfiða verks. Það getur Grikkland ekki gert með evru sem gjaldmiðil landsins. Grikkland virðist því sitja fast. En mun Grikkland gera það? Mun það láta setja sig fast?
********************
If a country left the eurozone abruptly, it would need to find temporary ways to separate its share of the euros from the rest. In the early 1990s, the Czech Republic and Slovakia chose to stick distinguishing stamps on their banknotes. We had thousands of people working day and night, putting tiny stamps on nearly 80 million old Czechoslovak banknotes, Mathes said. The Czechs affixed different stamps to their portion of the old notes and the currency was thus divided. Each side eventually printed its own currency, and the stamped notes were withdrawn and destroyed.
********************
Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla sem haldin var í Grikklandi var haldin árið 1974. Þá ákvað þjóðin að leggja niður konungsembættið. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1973, var ákveðið að leggja konungsveldið niður og stofna lýðveldi. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1968, samþykktu 92% kjósenda nýju stjórnarskrá herstjórnar Grikklands. Síðan 1974 hafa ekki verið haldnar neinar þjóðaratkvæðagreiðslur í Grikklandi. Ekki ein einasta um ESB eða evru. Ekki um svoleiðis smámál. Því auðvitað er bæði ESB-aðild og evra smámál miðað við stofnun gríska lýðveldisins.
Því segi ég aftur og aftur eins og forsætisráðherra Grikklands segir núna, að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. En svo kemur nýr dagur á morgun. Ef menn eru duglegir á milli daga, þ.e. á nótunni, þá er hægt að gera ýmislegt á einni nóttu - og hvað þá yfir eina heilaga helgi. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að spyrja þjóðina um neitt í sambandi við ESB. Svo hér höfum við alveg frjálsar hendur á heimavelli. Það er algerlega það mikilvægasta, að hafa fulla stjórn í eigin húsi. Það mun því koma sér vel að hafa aldrei spurt þjóðina að neinu í sambandi við ESB. Það gerir þetta allt miklu auðveldara.
********************
The value of the currency of the country leaving the eurozone is certain to plunge vis-à-vis the euro, so its citizens would remove stamps en masse, thus converting them to the more valuable original euros. Another physical solution, Mathes says, it to laser-engrave distinguishing marks onto the portion of the euros, which would have been allocated to the country departing the eurozone. This can be done relatively quickly and would make the currencies irreversibly different, said Mathes, adding “but I suspect that the European Central Bank will not look kindly on a state burning holes in its currency.
********************
Líklega myndu engin lagaleg atriði flækjast fyrir úrsögn Grikklands úr ESB á einni nóttu. ESB hefur varla hirt um að búa til nein sérstök lög þar að lútandi því engum var ætlað að komast þaðan út aftur. Það er svo margt sem ESB hefur aldrei dottið í hug að myndi koma og því síður hefur ESB hlustað á þá sem vöruðu við einmitt þessari stöðu.
Nei, stærstu vanamálin yrðu peningamálin og fjármálamarkaðirnir. Hvernig getum við lagt niður evruna á einni nóttu eða á einni helgi. Það er aðal málið. Er það yfir höfuð hægt? Ég spyr. Við vitum að eftirleikurinn yrði líklega hryllingur. En hann myndi þó ganga yfir. Grikkland á líka her og er í NATO. Auðvitað yrði erfitt að fela þann undirbúning sem einnar náttar úrsögn krefðist. Sennilega mun erfiðara en að fela 10% fjárlagahalla í 10 ár fyrir Brussel. Bankar, hraðbankar, sjálfsalar, stöðumælar, bílastæði, leigubílar, búðarkassar - og svo að koma nýjum seðlum og mynt í umferð strax. Ekkert smá mál, en þó kannski ekki óviðráðanlegt. Grikkland er ekki öfundsvert. Aðstaða landsins ómöguleg í alla staði.
Ég rakst á 11 ára gamla ritgerð um þetta efni og datt í huga að áhugavert væri að skoða hana. Þetta er ritgerð um upplausn ríkja- og myntbandalags þeirra tveggja ríkja sem áður mynduðu ríkið Tékkóslóvakíu. Ritgerðin heitir "Stability of Monetary Unions: Lessons from the Break-up of Czechoslovakia". Hún er eftir Jan Fidrmuc, Julius Horvath og Jarko Fidrmuc. Hér er einnig slóð á bloggfræslu Tomas Valasek sem ræðir við meðlim úr stjórn Slovak National Bank, Ján Mathes, um hvernig seðlar voru aðgreindir þegar myntbandalag Tékklands og Slóvakíu var leyst upp þann 3. febrúar 1993; Ritgerðin PDF | Bloggsíðan
Þetta verður í það minnsta mjög subbulegt.
Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2010 kl. 21:36
Sæll Gunnar.
Flott að sjá vísað í bloggið þitt í Staksteinum Moggans í dag.
Það þarf áskrift til að lesa Staksteina, en fyrir þá sem ekki hafa hana þá er inngangur Moggans svona:
Síðan fylgir kafli úr textanum í bloggfærslunni hér að ofan. Gott mál og vonandi sækir Mogginn meiri fróðleik á þessa síðu í framtíðinni.
Haraldur Hansson, 26.4.2010 kl. 12:49
Takk kærlega fyrir þetta Haraldur.
Við sjáumst á næstu mánuðum, þá kem ég heim alkominn
Góðar kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2010 kl. 19:40
Þá hækkar meðatals greindin Gunnar! Vertu velkominn.
Júlíus Björnsson, 26.4.2010 kl. 19:49
Takk Júlíus.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2010 kl. 19:52
Ég er með þá kenningu að rúnin R standi fyrir það sem rétt er svo sem Rök eða Rögn eigi að skiljast sem Rök-ögn til til Rök-agnar. Ragnar væri þá sem ríkir með rökum. Enda eru Rak í eintölu út í hött líkt og eitt val.
Maður er 1/4 heitið, 1/4 frá föður og 1/4 frá móður og nafnið ávinnur hann sér sjálfur.
Enda tengast Rök og Ragnar.
Júlíus Björnsson, 26.4.2010 kl. 20:27
Fín grein. Vonandi rata fleiri hingað inn eftir að Staksteinar birtu glefsur í dag. Vertu velkominn heim.
Sveinn Tryggvason, 26.4.2010 kl. 20:48
Ég þakka kærlega Sveinn.
Hlakka til að fá súrt slátur, lambalifur og góðan fisk aftur. Og Svartfugl. Og svo margt fleira.
Nú er orðið svo óhollt að borða grænmeti að þetta verður eins og að leggjast inna á heilsuhæli. Það er einnig búið að sanna að makkarónur eru eitraðar, og allt sem þeim tengist.
Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2010 kl. 21:07
Lágvörugrænmeti er ætlað 80% minnst launþega. Ég veit allt um framleiðsluna svipuð og lávöru kjöt og fiskmeti.
1 kíló af Íslensku lambakjöti eða stórskepnukjöti samsvarar 6 kílóum af lífvænu náttúrlegu fyrst flokks grænmeti [mjöli og baunum og grjónum]. 10% mannkyns vita þetta og versla í samræmi. Ennþá á Íslandi tryggir þetta mér afbragðs heilsu og holdafar og er ódýrara þegar upp er staðið, en lágvöru drasl. Maður þarf svo miklu minna af rétta fæðinu.
Júlíus Björnsson, 26.4.2010 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.