Þriðjudagur, 16. mars 2010
Ábyrgðarlausir stjórnmálamenn ESB. Grikkland er eins gjaldþrota og hægt er að verða
Simon Johnson og Peter Boone birtu í síðustu viku grein sína um Grikkland - og vandamál þess fyrir Grikki og evrusvæðið. Simon Johnson var áður yfirhagfræðingur AGS og er nú prófessor við MIT og "senior fellow" við Peterson stofnunina og situr í stjórn fjárlaganefndar bandaríska þingsins. Peter Boone er við London School of Economics. Greinin birtist bæði í New York Times og á bloggsíðu höfunda, The Baseline Scenario.
Ef sumum finnst ég vera neikvæður út í þau vandamál sem myntbandalag ESB stendur frammi fyrir, þá eru það smámunir miðað við þær staðreyndir sem Simon ber á borð fyrir lesendur.
Gróf þýðing; Grikkland er eins gjaldþrota og hægt er að verða. Evrópskir stjórnmála- og embættismenn eru jafn ábyrgðarlausir og fjárglæframenn. Þeir stunda fjárhættuspil. Þeir eru að lokka fjárfesta í píramídaspil (Ponzi scheme; að borga fjárfestum með peningum nýrra fjárfesta í stað þess að borga þeim með peningum frá þeim hagnaði sem fjárfestingin skilar). Það væri óafsakanlegt ef fjárfestar á borð við lífeyrissjóði séu að fjárfesta í grískum ríkisskuldabréfum.
Tölurnar: Árið 2011 mun Grikkland skulda 150% af landsframleiðslu sinni. Um 80% af þessu skuldar landið til erlendra fjárfesta og þeir eiga flestir heima í Þýskalandi og Frakklandi. Fyrir hvert 1 prósentustig sem vextir hækka þarf Grikkland að senda 1,2 prósentustigi meira af landsframleiðslunni til útlanda. Ef vextir hækka til dæmis í 10%, sem er ekki ólíklegt og reyndar mjög varfærið mat fyrir land sem getur ekki greitt einn aur niður af höfuðstól skuldanna - rúlla þarf skuldunum endalaust áfram - þá þarf Grikkland að senda 12% af landsframleiðslu sinni til lánadrottna erlendis, á hverju einasta ári. Helming skulda landsins þarf að endurfjármagna á nýjum vaxtakjörum innan þriggja næstu ára.
Þetta er gersamlega óheyrð og óþekkt staða sem Grikkland er í. Stríðsskaðabóta greiðslur Þýskalands voru 2,5% á ári af þjóðartekjum Þýskalands frá 1925-1932. Suður-Ameríku skuldavandamálin frá og með árinu 1982 þýddu 3,5% greiðslur af landsframleiðslu (1/6 af útflutningstekjum) landanna til erlendra kröfuhafa. Hvorugt þessara tilfella var skemmtileg reynsla.
Grikkland er algerlega gjaldþrota án ennþá meiri niðurskurðar en nú þegar hafa verið auglýstir. Svo þarf landið hjálp frá ESB. Reyndar þarf landið á báðu að halda samtímis. Og ennþá eru stjórnmála og embættismenn Evrópusambandsins að hvetja fjárfesta til að stuðla að frekari lánum til Grikklands og að gríska ríkið taki á sig ennþá meiri skuldir. Þetta er að blekkja illa upplýst fólk segir Simon, t.d. lífeyrissjóði, sem eiga peninga á meðan þeir sem eru vel upplýstir flýja öskrandi burt; t.d. stórir bankar sem vita hvað er að gerast.
Þetta er að gerast með aðstoð klappliðs ESB. Komið til okkar og fjárfestið í gjaldþrota ríki. Þetta er sama liðið og er að berja á vondum spekúlöntum með annarri hendinni á meðan hin höndin ginnir saklausa nýja fjárfesta í netið. Hvað er hægt að gera, spyr Simon:
1) Gikkir og ESB verða að ákveða hvort þeir vilji halda evrunni eða ekki.
2) Ef þeir vilja halda evrunni í Grikklandi þá þarf að senda peninga. Ekki bara smá vasapeninga upp á 20 miljarða evrur, eins og stjórnmálamenn eru að gæla við. Nei, það þarf að senda alvöru peninga. Minnst 180 miljarða evrur. ESB þarf að fjármagna skuldasúpu Grikklands 100% í nokkuð mörg ár.
3) Ef þeir vilja ekki halda evrunni, þá þarf að útbúa áætlun fyrir úrsögn úr myntbandalaginu, strax. Þá þurfa Norður Evrópubúar að bjarga eigin bönkum fyrst (bail them out) vegna þess að afskrifa þarf miklar grískar skuldir. Það verður að gefa Grikkjum þennan skuldaafslátt - eða - breyta þeim yfir í nýja drachma mynt Grikklands og samþykkja að Grikkir komi verðbólgu nægilega mikið af stað til að brenna hluta skuldanna af.
Innistæðum og skuldum bankakerfis Grikklands yrði breytt í drachma; endursamið yrði um skuldasamninga. Þetta verður erfitt og sóðalegt, en því lengur sem tíminn líður án aðgerða þá mun þetta verða betri og betri lausn.
Svo þarf að kalla á Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. Það er eini trúverðugi aðilinn sem eftir er í þessu máli og sem hefur getu til að glíma við vandamálið. En jafnvel AGS er að sumu leyti að klúðra trúverðugleika sínum með laumulegum athugasemdum á meðan gríska skuldablaðran þenst út.
Ef þessi skref verða ekki tekin þá fáum við járnbrautar-stórslys. Búið er að að sannreyna og þrautprófa evrópska stjórnmálamenn í þessu máli. Við þekkjum útkomuna úr því prófi núna: þeir eru ekki varkárir*, þeir eru tillitslausir og kærulausir (reckless).
*Þeir höfðu lofað fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Tim Geithner, "varkárri lausn" (a careful solution, sjá Mánudagur 15. febrúar 2010)
Lesendur; hafið þið nokkurn tíma séð risaolíuflutningaskip með 27 skipstjórum í brúnni. Jæja ekki það. En þið sjáið það núna. Það er M/S ESB. Skip sem lagði upp í siglingu en mun aldrei ná hvorki áfangastað né neinni höfn nokkurn tíma. Draugaskip. Og nú er farmurinn farinn að gerjast; The Baseline Scenario
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 22
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 291
- Frá upphafi: 1390670
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 165
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Er sammála Simon Johnson, enda má vera að hann hafi heilaþvegið mig síðustu 2 ár. Það fyrirfinnst varla nokkur sála, sem á annað borð fylgist með málefnum ESB, sem ekki hefur stórar áhyggjur af framtíð evrunnar og evrópusambandsins.
Ísland ætti að mínu mati að gera allt sem það getur til að komast í evruna, nema að sækja. Þeas, notum evru sem háleitt markmið fyrir fjármálastjórn okkar, en slökum aðeins á með að spá fyrir um hvað er best að gera eftir 5 ár. Það er margt sem getur breyst.
Gauti (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 16:02
Það er einmitt verið að ýta á sömu hrossalækningar hér. Meiri skuldsetningu til að mæta auknum ríkisútgjöldum, sem núverandi stjórn státar sig af í allskyns gæluverkefnum fyrir lobbyista verktakaiðnaðarins m.a. eða til að búa í haginn fyrir erlend álver. Við skuldum enn mest af þeim virkjanaframkvæmdum, sem þegar eru gerðar og verðum ekki búnir að greiða það niður næstu 50 árin miðað við skítlegar tekjur af þessum fjölþjóðarisum. Hvalaskoðun skilar meiru brúttó en þau.
Sama sagan er yfirvofandi í fleiri evrópuríkjum og mér virðist að hagstjórnin sé svo geggjuð að einhverskonar dómínóeffect sé óumflýanlegur. Kreppan er rétt að byrja í EU.
Svo vilja menn munstra sig inn í þetta helvíti hér. Við höfum ekki einu sinni efni á myntskiptum. Höfðum ekki efni á þeim fyrir hrun einusinni, svo það er deleríum að vera að vasast í þessu núna.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 06:35
Hvernig er hægt að vanmeta gildi þess að við eigum okkar eigin gjaldmiðil ? Maður spyr sig, hvort stjórnvöld á Íslandi geri sér grein fyrir áhættunni sem til staðar er í ESB, okkar helstu mörkuðum. Taka menn það inn í jöfnuna ? Reikna menn, eins og þú Gunnar bentir á fyrir stuttu síðan, með eignarrýrnun eignasafns landsbankans í þessum áætlunum ?
Haraldur Baldursson, 17.3.2010 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.