Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgðarlausir stjórnmálamenn ESB. Grikkland er eins gjaldþrota og hægt er að verða

 
Ábyrgðarlausir stjórnmálamenn ESB 
 
Simon Johnson og Peter Boone birtu í síðustu viku grein sína um Grikkland - og vandamál þess fyrir Grikki og evrusvæðið. Simon Johnson var áður yfirhagfræðingur AGS og er nú prófessor við MIT og "senior fellow" við Peterson stofnunina og situr í stjórn fjárlaganefndar bandaríska þingsins. Peter Boone er við London School of Economics. Greinin birtist bæði í New York Times og á bloggsíðu höfunda, The Baseline Scenario.

Ef sumum finnst ég vera neikvæður út í þau vandamál sem myntbandalag ESB stendur frammi fyrir, þá eru það smámunir miðað við þær staðreyndir sem Simon ber á borð fyrir lesendur.

Gróf þýðing; Grikkland er eins gjaldþrota og hægt er að verða. Evrópskir stjórnmála- og embættismenn eru jafn ábyrgðarlausir og fjárglæframenn. Þeir stunda fjárhættuspil. Þeir eru að lokka fjárfesta í píramídaspil (Ponzi scheme; að borga fjárfestum með peningum nýrra fjárfesta í stað þess að borga þeim með peningum frá þeim hagnaði sem fjárfestingin skilar). Það væri óafsakanlegt ef fjárfestar á borð við lífeyrissjóði séu að fjárfesta í grískum ríkisskuldabréfum.

Tölurnar: Árið 2011 mun Grikkland skulda 150% af landsframleiðslu sinni. Um 80% af þessu skuldar landið til erlendra fjárfesta og þeir eiga flestir heima í Þýskalandi og Frakklandi. Fyrir hvert 1 prósentustig sem vextir hækka þarf Grikkland að senda 1,2 prósentustigi meira af landsframleiðslunni til útlanda. Ef vextir hækka til dæmis í 10%, sem er ekki ólíklegt og reyndar mjög varfærið mat fyrir land sem getur ekki greitt einn aur niður af höfuðstól skuldanna - rúlla þarf skuldunum endalaust áfram - þá þarf Grikkland að senda 12% af landsframleiðslu sinni til lánadrottna erlendis, á hverju einasta ári. Helming skulda landsins þarf að endurfjármagna á nýjum vaxtakjörum innan þriggja næstu ára.

Þetta er gersamlega óheyrð og óþekkt staða sem Grikkland er í. Stríðsskaðabóta greiðslur Þýskalands voru 2,5% á ári af þjóðartekjum Þýskalands frá 1925-1932. Suður-Ameríku skuldavandamálin frá og með árinu 1982 þýddu 3,5% greiðslur af landsframleiðslu (1/6 af útflutningstekjum) landanna til erlendra kröfuhafa. Hvorugt þessara tilfella var skemmtileg reynsla.

Grikkland er algerlega gjaldþrota án ennþá meiri niðurskurðar en nú þegar hafa verið auglýstir. Svo þarf landið hjálp frá ESB. Reyndar þarf landið á báðu að halda samtímis. Og ennþá eru stjórnmála og embættismenn Evrópusambandsins að hvetja fjárfesta til að stuðla að frekari lánum til Grikklands og að gríska ríkið taki á sig ennþá meiri skuldir. Þetta er að blekkja illa upplýst fólk segir Simon, t.d. lífeyrissjóði, sem eiga peninga á meðan þeir sem eru vel upplýstir flýja öskrandi burt; t.d. stórir bankar sem vita hvað er að gerast.

Þetta er að gerast með aðstoð klappliðs ESB. Komið til okkar og fjárfestið í gjaldþrota ríki. Þetta er sama liðið og er að berja á vondum spekúlöntum með annarri hendinni á meðan hin höndin ginnir saklausa nýja fjárfesta í netið. Hvað er hægt að gera, spyr Simon:

1) Gikkir og ESB verða að ákveða hvort þeir vilji halda evrunni eða ekki.

2) Ef þeir vilja halda evrunni í Grikklandi þá þarf að senda peninga. Ekki bara smá vasapeninga upp á 20 miljarða evrur, eins og stjórnmálamenn eru að gæla við. Nei, það þarf að senda alvöru peninga. Minnst 180 miljarða evrur. ESB þarf að fjármagna skuldasúpu Grikklands 100% í nokkuð mörg ár.

3) Ef þeir vilja ekki halda evrunni, þá þarf að útbúa áætlun fyrir úrsögn úr myntbandalaginu, strax. Þá þurfa Norður Evrópubúar að bjarga eigin bönkum fyrst (bail them out) vegna þess að afskrifa þarf miklar grískar skuldir. Það verður að gefa Grikkjum þennan skuldaafslátt - eða - breyta þeim yfir í nýja drachma mynt Grikklands og samþykkja að Grikkir komi verðbólgu nægilega mikið af stað til að brenna hluta skuldanna af.

Innistæðum og skuldum bankakerfis Grikklands yrði breytt í drachma; endursamið yrði um skuldasamninga. Þetta verður erfitt og sóðalegt, en því lengur sem tíminn líður án aðgerða þá mun þetta verða betri og betri lausn.

Svo þarf að kalla á Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. Það er eini trúverðugi aðilinn sem eftir er í þessu máli og sem hefur getu til að glíma við vandamálið. En jafnvel AGS er að sumu leyti að klúðra trúverðugleika sínum með laumulegum athugasemdum á meðan gríska skuldablaðran þenst út.

Ef þessi skref verða ekki tekin þá fáum við járnbrautar-stórslys. Búið er að að sannreyna og þrautprófa evrópska stjórnmálamenn í þessu máli. Við þekkjum útkomuna úr því prófi núna: þeir eru ekki varkárir*, þeir eru tillitslausir og kærulausir (reckless).
 
*Þeir höfðu lofað fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Tim Geithner, "varkárri lausn" (a careful solution, sjá Mánudagur 15. febrúar 2010)

Lesendur; hafið þið nokkurn tíma séð risaolíuflutningaskip með 27 skipstjórum í brúnni. Jæja ekki það. En þið sjáið það núna. Það er M/S ESB. Skip sem lagði upp í siglingu en mun aldrei ná hvorki áfangastað né neinni höfn nokkurn tíma. Draugaskip. Og nú er farmurinn farinn að gerjast; The Baseline Scenario
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála Simon Johnson, enda má vera að hann hafi heilaþvegið mig síðustu 2 ár. Það fyrirfinnst varla nokkur sála, sem á annað borð fylgist með málefnum ESB, sem ekki hefur stórar áhyggjur af framtíð evrunnar og evrópusambandsins.

Ísland ætti að mínu mati að gera allt sem það getur til að komast í evruna, nema að sækja. Þeas, notum evru sem háleitt markmið fyrir fjármálastjórn okkar, en slökum aðeins á með að spá fyrir um hvað er best að gera eftir 5 ár. Það er margt sem getur breyst.

Gauti (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 16:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einmitt verið að ýta á sömu hrossalækningar hér. Meiri skuldsetningu til að mæta auknum ríkisútgjöldum, sem núverandi stjórn státar sig af í allskyns gæluverkefnum fyrir lobbyista verktakaiðnaðarins m.a. eða til að búa í haginn fyrir erlend álver.  Við skuldum enn mest af þeim virkjanaframkvæmdum, sem þegar eru gerðar og verðum ekki búnir að greiða það niður næstu 50 árin miðað við skítlegar tekjur af þessum fjölþjóðarisum. Hvalaskoðun skilar meiru brúttó en þau.

Sama sagan er yfirvofandi í fleiri evrópuríkjum og mér virðist að hagstjórnin sé svo geggjuð að einhverskonar dómínóeffect sé óumflýanlegur. Kreppan er rétt að byrja í EU.

Svo vilja menn munstra sig inn í þetta helvíti hér.  Við höfum ekki einu sinni efni á myntskiptum. Höfðum ekki efni á þeim fyrir hrun einusinni, svo það er deleríum að vera að vasast í þessu núna. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 06:35

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hvernig er hægt að vanmeta gildi þess að við eigum okkar eigin gjaldmiðil ? Maður spyr sig, hvort stjórnvöld á Íslandi geri sér grein fyrir áhættunni sem til staðar er í ESB, okkar helstu mörkuðum. Taka menn það inn í jöfnuna ? Reikna menn, eins og þú Gunnar bentir á fyrir stuttu síðan, með eignarrýrnun eignasafns landsbankans í þessum áætlunum ?

Haraldur Baldursson, 17.3.2010 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband