Leita í fréttum mbl.is

Vilt þú að Ísland endi eins og Nýfundnaland? Segðu nei við skuldaklafa sem gæti bundið enda á tilveru Íslands

Þorskur Nýfundnalands á frímerki á meðan landið var sjálfstætt ríki. 
 
Nýfundnaland varð sjálfstætt ríki árið 1855. En sjálfstæðið missti það vegna ríkisskulda.
 
Í kjölfar mikilla skulda sem Nýfundnaland tók á sig á árunum 1914-1918 vegna þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni, lenti landið seinna í greiðsluerfiðleikum. Árið 1933 var Nýfundnalandi hótað að lokað yrði á fjármagn til landsins vegna hættu á greiðsluþroti ríkisins. Í vandræðum sínum leituðu Nýfundalendingar til breska ríkisins. Það samþykkti að hjálpa, en aðeins með því skilyrði að nýfundalenska þingið kysi sig sjálft út úr heiminum og að allt vald þess yrði fært yfir til sex manna nefndar. Þrír nefndarmenn voru frá Nýfundnalandi og þrír frá Bretlandi. 

Vegna fjárhagsvandamála í kjölfar mikilla ríkisskulda var lýðræðislega kjörið þing og þjóðríkisyfirvald lagt niður. Lýðræði var heldur ekki sérstaklega mikið í tísku á árunum 1933 og þar á eftir. Þið þekkið öll eftirleikinn. 

Hvað varðar Nýfundnaland þá er það ekki lengur til sem sjálfstætt ríki. Héraðið eins og það heitir núna er 111.000 ferkílómetrar að flatarmáli og þar búa 500.000 manns - og þeim fer fækkandi. Héraðið er hluti af Kanada. Nýfundnaland er litla landið sem hætti að vera land og þjóðríki árið 1949 vegna ríkisskulda.   

Nýfundnaland var leyst upp lagt niður sem sjálfstætt ríki vegna skulda ríkissjóðs
 
Vilt þú koma íslenska ríkinu í svona aðstöðu? Ef ekki, þá skaltu segja nei á morgun við forsendunum sem gætu þýtt endalok íslenska lýðveldisins. Gefðu þjóðríkinu okkar atkvæði þitt. Segðu nei við möguleikanum á endalokum sjálfstæðis Íslands. Segðu nei við aumingjahætti stjórnvalda. Þau vinna ekki fyrir Ísland.  Ekki gangast í ábyrgð fyrir ábyrgðalausa stjórnmálamenn aðeins til þess að þeir eigi fyrir næsta sjúss. Ekki skrifa undir þessa skuldaviðurkenningu. 
 
Nú þegar hafa komið fram tillögur um að Grikklandi verði veitt sama meðferð og Nýfundnaland fékk.  

Kvikmynd: Nýfundnaland og Ísland; hver er munurinn?
 
Fyrri færsla:
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Satt segir Þú, Ísland reynslulega má líkja Íslandi við Nýfundnaland.

Það er Advanced að borga fyrirfram og gefur oft afslátt og laðar að bestu seljendurna og reddar bestu langtíma veðtryggðum lánskjörum.

Því hærri langtímaskuldir því hærri lántökukostanaður og verri almenn lífskjör.

Ein liðið sem mælir með því eru þeir sem eru milliliðir skuldara og lánadrottna. Hagast á skulda þrælunum.

Blóðsugur Íslensku þjóðarinnar. Sem öskra á erlenda fjárfesta í stað þess að gera eitthvað arðbært sjálfir.

Vanþroskinn er mikil í fjármálum hjá hjá ráðamönnum sem löngu ætti að vera búnir að þ-róast til að öðlast þroska til framfara og fyrirframgreiðslna.

Júlíus Björnsson, 5.3.2010 kl. 17:37

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fljótandi Króna öll egg í EU körfu getur verið vera en Evra. Seðlabanka kerfi EU er risastór vogunasjóður að mínu mati.

Júlíus Björnsson, 5.3.2010 kl. 17:39

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Gunnar. Þetta er góð áminning um útkjálkamennskuna sem sumir vilja ólmir sækja í hjá ESB. Ég fékk einmitt gest frá Nýfundnalandi til mín í 2 daga vorið 2008. Nánar tiltekið frá Prince Edward eyju.

Það var talsvert rætt um stjórnmál og hvernig það er fyrir fólk þarna að vera nú hluti af Kanada. Í stuttu máli þá upplifa íbúar Nýfundnalands sig nú sem algjöra útkjálkabúa. Þeir ráða engu um sín málefni. Öllu er stjórnað frá Kanada. Fiskimiðin eru að miklu leyti ónýt og efnahagurinn almennt bágur. Fólki fækkar, enda engin framtíð í þessu fyrirkomulagi. Það eru alltaf einhverjir aðrir hagsmunir sem ráða ferð en hagsmunir Nýfundnalands. Þar búa of fáir til að hægt sé að taka tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem þar eru.

En það hefur líka verið talsverð umræða um meira sjálfstæði og sjálfsstjórn. Kanadamenn eru auðvitað ekki hrifnir af að losa tökin, en virðast þó um leið sjá að þetta er ekki að virka vel eins og er. Þess vegna er víst eitthvað að miða í átt að sjálfstæði eða sjálfsstórn Nýfundnalands á nýjan leik.

Jón Pétur Líndal, 6.3.2010 kl. 16:58

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Það var athyglisvert, en líka átakanlegt, að heyra þetta frá gesti þínum Jón Pétur. Þetta er mikil sorgarsaga. Sagan um Nýfundnaland er  eitt átakanlegasta dæmi um "debt restructuring" hin síðustu 100 ár.

Kveðjur 

========= FT 3. mars 2010 =============

In 1933, Canada’s banks threatened to suspend lending to Newfoundland because of concern about its creditworthiness. Newfoundland turned to London for help, and the government dispatched a royal commission to study the problem. After three months of inquiry and gathering extensive testimony, it proposed a radical solution. It wanted Newfoundland’s parliament to vote itself out of existence and turn over all powers of government to a commission of six civil servants, three from the capital, St John’s, and three from London.

Facing the humiliating prospect of default, Newfoundland’s parliament obliged and dissolved its country’s democratic government. Some Labour MPs in London suggested that default was preferable, but democracy had become unfashionable in the early 1930s, so everyone accepted Newfoundland reverting to its former colonial status. Newfoundland remained under the rule of the commission until it voted to become Canada’s 10th province in 1949.

The European Union could follow this example by asking the Greek government to suspend its parliament and turn over the powers of government to a commission of six bureaucrats, three from Athens and three from Brussels. The commission would guarantee Greece’s debt and rule the country until it regained solvency. There would probably be more protests against the loss of democracy in Greece than in Newfoundland, but it could set the stage for the radical economic restructuring that Greece needs. Greece could return to democracy in 2015 with the highest growth rate in Europe.

Lessons for Greece from an outpost of empire

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2010 kl. 21:04

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vaxtaraukning úr 1000 evrum á mann í 1030 evrur er 3%

Vaxtaraukning úr 500 evrum á mann í  515 er 3%.

Þetta ættu allir háskóla menn að gera sér strax fyrir. Hlutföll án gefinnar viðmiðunnar segja ekki nokkurn skapað hlut.

Lítil hagvöxtur ríkra þjóða með virkan innrimarkað vegur þyngra en mikill hagvöxtur þjóða þar sem grunnlaun eru almennt lág. Þetta er hinsvegar staðreynd sem má læra utan að.  

Júlíus Björnsson, 7.3.2010 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband