Leita í fréttum mbl.is

Notbremsenresistent

Something will have to give in the long run
 
Sumar kreppur eru notbremsenresistent 
 
Herra evrumaður númer eitt í Þýskalandi og Brussel, Wolfgang Münchau - og sem áður var einn af ritstjórum Financial Times í Þýskalandi - hefur kastað handklæðinu í hringinn. Oft hefur þessi greindi maður haft rétt fyrir sér, en sjaldan eins mikið og síðasta sumar, þegar hann skrifaði að eina leiðin til að fá evruna til að virka væri að fórna þyrfti sjálfstæði ríkjanna. Þá var hann farinn að efast alvarlega um að leyst yrði úr málunum.

Núna er Wolfgang Münchau sannfærður um að hrun myntbandalagsins sé óstöðvanlegt (notbremsenresistent). Hrun myntbandalagsins sé orðið ónæmt fyrir neyðarbremsunni. Ekkert geti bjargað því nema einskonar ný Sambandsríki Evrópu - og sem eru svo að segja óframkvæmanleg. "Menn héldu að ef pókerspilið um þetta myntbandalag myndi standa yfir í nógu langan tíma, þá myndu menn á endanum standa upp frá spilinu til að gera það sem menn þurfa að gera. Þá myndi allt lagast." En þessu trúir Munchau ekki lengur. Sumar kreppur eru notbremsenresistent og ekkert getur stoppað þær. Myntbandalagið er búið að byggja upp slíkan innri haug af sprengiefni að ekkert mun geta stöðvað eyðilegginguna; FTD
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband