Leita í fréttum mbl.is

Evran að verða Lehmansbræðra mynt Evrópu. Aðalritarar miðstjórnar ESB undirbúa nýja 10 ára áætlun.

Myntbandalagið sekkur 

Sir, Is Greece the Lehman Brothers of the eurozone?

Spurt er. Herra, er Grikkland Lehmansbræður evrusvæðis? FT 

Upplausn og óðaverðbólga? 

Aðalhagfræðingur Deutsche Bank, Thomas Mayer, segir í viðtali við Die Welt að evrusvæðið standi frammi fyrir upplausn eða óðaverðbólgu ef ástandið í fjármálum Grikklands fari alveg úr böndunum; Die Welt

Wall Street Journal spyr hvort evrusvæðið stefni í skipbrot?

Umræðan um upplausn myntbandalags Evrópusambandsins er fyrir alvöru komin upp á yfirborðið og inn í umræðuna um efnahagsvandamál Evrópusambandsins. Það fer að verða fýsilegur kostur að segja skilið við myntbandalagið og að taka upp sína gömlu mynt svo sum lönd evrusvæðis geti einhvern tíma unnið sig út úr vandamálum lélegs hagvaxtar vegna glataðrar samkeppnishæfni. Einnig til að geta betur raðið við að greiða upp skuldir sem hlóðust upp vegna rangra stýrivaxta á röngum tíma á röngum stöðum undir rangri stjórn seðlabanka Evrópusambandsins. WSJ. En ólíklegt er að það sé hægt að ganga úr myntbandalaginu. Lík(legi) möguleikinn fyrir mörg lönd er því að deyja saman með myntbandalaginu. 

Gætu verið mistök fyrir Eistland að taka upp evru

Greinandinn Raivo Sormunen skrifar í dálk sínum að það geti verið mistök fyrir Eistland að taka upp evru. "Eistland er að vonast eftir hagsæld með því að ganga í myntbandalagið. En mörg þau minni lönd sem nú þegar eru með evru hafa mun slakari mynt- og peningalega stöðu en Eistland. Hættan getur verið sú að stærri lönd evrusvæðis gefist upp á myntbandalaginu og taki aftur upp sinn eigin gjaldmiðil."; BBN

Síðasta 10 ára áætlun Evrópusambandsins er runnin á enda

Nú er ný 10 ára áætlun í smíðum í aðalstöðvum lýðræðisins í Brussel. En hvernig gekk með síðustu 10 ára áætlun ESB — hin svo kölluðu Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins? Jú, svona: Evrópusambandið er nú 30 árum á eftir Bandaríkjunum 

Fyrri færsla

Smjörfjöll Evrópusambandsins vega nú 2,5 milljón tonn. Danskir bændur á félagsmálastofnun og á leið í gjaldþrot


mbl.is Óttast að evran hrynji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar,

ég er að reyna að koma þessu evru máli á réttann kjöl í hausnum á mér, aldrei verið reikningshaus og er svo sannarlega enginn hagfræðingur.....en er það rétt hjá mér að ef ég á þokalega slatta af evrum í banka í Evrópu og evran hrynur....þá tapa ég ???

Hvernig gengur að selja ?

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Anna.

Já ef gengi evru lækkar mikið gagnvart ÍSK þá "tapar" þú. Ég ráðlegg þó engum að reyna að spá í gegni gjaldmiðla. Þar er hægt að hálsbrjóta sig á 2 sekúndum og spádómar um gengi gjaldmiðla gufa hraðar upp en á flestum öðrum sviðum markaðsmála. Persónulega treysti ég íslensku krónunni miklu betur en gjaldmiðli samsteypumyntbandalags með 16 seðlabönkum, 16 ríkisstjórnum sem sumar eru að fremja innvortis efnahagslegt sjálfmorð. Íslenska krónan er miklu betri, traustari, endingar- og úthaldsbetri gjaldmiðill. Svo er náttúrlega Bandaríkjadalur, hann mun heldur ekki fara neitt. 

Nei, það gengur ekkert að selja húskofann. Fasteignamarkaðurinn er jafn frosinn hér eins og veðurfarið. Haggast ekki. Sami snjórinn hér og sem féll fyrir jól. Tökum bráðum ákvörðun um þetta og pökkum svo saman í skip og komum heim.   

Góðar kveðjur og bið að heilsa öllum.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.1.2010 kl. 22:13

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Jóhannes Björn var í mjög áhugaverðu viðtali í Silfri Egils. Fyrir utan að benda á hið augljósa, að það er enginn sem stjórnar Íslandi núna, fjallaði hann um gjaldmiðla.

Hann sagði m.a. "evran er í stórhættu" og benti m.a. á að "Grikkland er komið á hausinn" og að fleiri evrulönd eru í fallhættu. Ég held að mat JB á efnahagshorfum sé mun skynsamlegra en excel æfingar AGS.

Haraldur Hansson, 25.1.2010 kl. 00:17

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mjög áhugavert. Evran getur sannarlega fallið.

Ég ætla samt ekki enn, að spá því.

Það yrði mjög mikið áffall, fyrir ESB að missa eitt af sínum helstu flaggskipum. Stóru löndin, fyrir utan Bretland, munu því reyna mikið til að halda Evrunni á floti.

En, jafnvel þau gefast upp, ef þetta verður of erfitt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 13:09

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Já þetta lítur ekki vel út fyrir evrulöndin. Hin sameiginlega mynt þeirra er að verða sem steinn um hálsinn þá þeim löndum sem nota myntina evru. Hún hindar eðlilega efnahagsstjórn og drepur hagvöxt. Það verður fróðlegt að fylgjast með dauðateigum myntbandalagsins á næstu árum. Þetta verður einkar kvalarfullt fyrir mörg lönd.  Því miður.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.1.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband