Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk rétttrúarbrögð: Af hverju er Finnland yfir höfuð með í myntbandalagi Evrópusambandsins?

Finnland og Ísland 2008-2009 

Þegar horft er til þess efnahagssamdráttar sem nú er í gangi í Finnlandi — hann er ennþá meiri en á Íslandi — er þá ekki alveg örugglega hægt að fullyrða að hagkerfi Finnlands sé bæði óhæft og algerlega óhentugt til að vera í myntbandalagi Evrópusambandsins? Að Finnland sé að fremja eins konar efnahaglegt sjálfsmorð með því að vera með evru sem gjaldmiðil?

Ég spyr vegna þess að seðlabanki Finnlands sagði nýlega að samdráttur í Finnlandi væri núna sá mesti og versti frá því mælingar hagvaxtar hófust fyrir meira en 50 árum. Spurningin er þá þessi. Af hverju er Finnland yfir höfuð með í þessu myntbandalagi?

Ef Finnland hefði verið í myntbandalagi Evrópusambandsins þegar stóra finnska kreppan kom á árunum 1991-1993, væri Finnland þá ennþá velmegunarsamfélag eða væri það vanþróað ríki núna? Í stóru finnsku kreppunni 91-93 varð Finnland fyrir utanaðkomandi áföllum þegar Sovétríkin og austantjaldslöndin hrundu. Finnland átti mikil viðskipti við þessi lönd. Til þess að verjast áföllunum í þeirri kreppu gat Finnland fellt gengið og gerði það líka, massíft. En núna hefur Finnland ekkert gengi, enga sjálfstæða mynt, enga peningastefnu og ekkert stýrivaxtavopn. Landið Finnland verður því bara að gera sig ánægt með að þýsk/franski gjaldmiðill þess hafði hækkað um 86% í júlí 2008 gagnvart Bandaríkjadal frá því í júní árið 2001. Sem sagt 86% hækkun á gengi Finnlands á 7 árum og ekkert hægt að gera. Þetta er glæsilegt og auðvitað dásamlegt.

Hefur þetta eitthvað með hagfræði að gera, eða eru þetta bara hin sömu pólitísku rétttrúarbrögð elítu Finnlands sem virka á nákvæmlega sama hátt og þau rétttrúarbrögð sem írski hagfræðingurinn David McWilliams segir að hafi stjórnað því að Írland gekk í myntbandalag Evrópusambandsins?

Nú eru viðskipti Finnlands við Rússland væntanlega komin í blóðrauðan sólmyrkva eina ferðina enn. En þau viðskipti höfðu verið að jafna sig að nokkru aftur á undanförnum árum.

Hvað nú Finnland?

Hvernig fóruð þið að því að klúðra málunum svona hrikalega? Á að sjóða óskotna bjarnarsúpu og baka burtflogið skógarbrauð á sjóðandi heitu ruslatunnuloki Evrópusambandsins áfram? Hvítglóandi er ruslakista ESB. Það er kviknað í Grikkland og eldstungurnar frá Aþenu sleikja burstirnar á afdalabæjum Portúgals og Spánar. Írlandið er skokkið í hafið og tröllum gefin fjármál þess týnd ofaní logandi ruslatunnu í Brussel. Í EvruVíetnam styrjöldinni fyrir botni Eystrasalts er efnahagslegur ísavetur að flytja efnahag þriggja landa til Síberíu, því þar munu þær þjóðir enda.

Þeir sem vilja gerast áskrifendur á ruslabandalagi Evrópusambandsins í Brussel rétti upp hönd - og segi um leið já og amen við frú lafði barónessu Brussel.

Spurningin var þessi: Af hverju er Finnland yfir höfuð með í þessu myntbandalagi? Svar: vegna þess að það álpaðist þar inn og kemst aldrei þaðan út aftur. Þess vegna 

En Olli Rehn í Brussel hefur örugglega engar áhyggju af þessu. Hans laun koma nefnilega ekki frá Finnlandi, þau koma frá lafði barónessu í Brussel. Er þetta ekki dásamlegt.

Fyrri færsla

Papandreou; Efnahagslegt kynþáttahatur í Evrópusambandinu

Glugginn

Oft daglegar fréttir hér í glugganum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Gunnar.

Ég vill ekkert með þessa barónessu hafa, þeir geta átt hana í Brussel og deilt henni með aðdáendahóp Samfylkivarinnar og annarra útlendinga.

Það er athyglisvert að lesa þetta, því eins og þú veist var fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarson alltaf að segja að við ættum að taka finna til fyrirmyndar, ekki vera með álver heldur hátækni.

En það er með þessar greinar Gunnar, eins og margar. Allir Íslendingar ættu að fá að lesa þetta, til að uppfræðast betur um afleiðingar ESB þráhyggjunnar.

Samt veit ég ekki hvernig þér myndi ganga að fá sambandi við íslenska fjölmiðla. Þeim er mikið í nöp við skynsama menn af einhverjum ástæðum, kannski vilja þeir ekki að fólk sjái í geng um bullið?

Jón Ríkharðsson, 14.1.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Jón og takk fyrir innlitið.

Íslendingar hafa sína hátækni eins og aðrar þjóðir.

1) Fiskveiðar Íslendinga eru hátæknivæddar. Það er þess vegna sem 310.000 Íslendingar þurfa allir allir á sama tíma að eltast við sama fiskinn í sjónum. Til þess höfum við hátæknivæddan atvinnuveg sem heitir sjávarútvegur. Hann skaffar líka þá peninga sem eru notaðir til að búa til restina af hagkerfinu með. 

2) Orkuframleiðsla Íslands er hátæknivædd. Það er ekki hægt að segja annað. Álframleiðslan er líka tæknivædd.

Það sem hinsvegar er ekki tæknivætt á Íslandi er ríkisstjórn Íslands. Hún er handsnúin og gengur vonandi af sjálfsdáðum fyrir björg, bráðum.

Hátækni Finna er svo hátæknivædd að framleiðsla hennar fer ekki fram í Finnlandi, heldur í þrælabúðum í Hvarsemódýrasteriztan. Eftirlitsmenn og þrælahaldarar vinna þar á vöktum við helv. "hátæknina". Flýtið ykkur, við borgum þrjú hrísgrjón á tímann!

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2010 kl. 19:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir mig á spámenn biblíunnar þessi texti. Ekki óviðeigandi í ljósi fyrirsagnarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband