Leita í fréttum mbl.is

Pútín hinn almáttugi? eða hvað

Það er eitthvað sem ekki passar við þá sögu sem sögð er af Rússamáli númer 1.323.568 á vesturlöndum: Navalnýmálinu

Ef Pútín er svona mikill einræðisherra og svona vondur maður, af hverju er þá þessi Navalný enn á lífi? Af hverju er þessi maður enn að flækjast fyrir hinum almáttuga og einráða Pútín? Það skil ég ekki

Navalný er búinn að vera veltast um í rússneska réttarkerfinu að minnsta kosti síðan 2009. Ekki bara í einu máli þar sem hann hefur legið undir grun um ólöglegheit sem erfitt hefur verið að sanna og afsanna, heldur í mörgum málum

En samt er hann enn á lífi, en sem hann ætti ekki að vera samkvæmt furðufréttum um Rússland, þar sem blaðamenn Vesturlanda viðra kornabarnalegar hugmyndi sínar um Rússland á prenti. En þær hugmyndir eiga það sameiginelg með uníversal kommahugmynd fjölmiðla Vesturlanda um Vesturlönd; að séu þau ekki fullkomin að þá eru þau ónýt. Hamfaraheimska ræður því ríkjum þar núna

Rússland verður aldrei annað er harðstjórnarríki. Ekki vegna þess að fólkið þar sé vont, verra eða betra en annarstaðar í heiminum, heldur vegna þess að bæði þjóð, stjórnvöld hennar og hefðir mótast af landfræðilegri legu landsins og veðurfari. Rússland hefur svo gott sem engin náttúruleg landamæri sér til varnar og að halda því saman sem ríki og verjast innrásum krefst annars konar stjórnvalda og stjórnarfars en viðhaft er í Wisconsinríki Bandaríkjanna

Það er eitthvað gruggugt við þetta Navalnýmál. Hvernig gagnast maðurinn Pútín? Það er stóra spurningin sem ég bíð svara við. En hann er Rússlandsstjórn greinilega gagnlegri á lífi en látinn

Hvar er rökhyggja snjallsímandi vesturlenskra manna núna?

Þetta er ekki Íkea. Hvað býr undir?

- Gunnar er þjóðaríhaldsmaður

PS: Því erfiðara sem það er að halda þjóð saman því meira ríkisvaldi þarf að beita. Takmarkað ríkisvald getur því aðeins orðið stjórnarfar meðal þjóða sem ekki þarf að negla saman með valdi, þ.e. í þjóðríkjum þar sem þjóðin ræður málum sínum sjálf, og þjóðernið heldur henni saman. Þess vegna er ESB nýtt sovétríki í smíðum. Þar mun hið ótakmarkaða ríkisvald verða eina mögulega stjórnarfarið. Vagga frjálshyggju er því sterkt þjóðríki, þjóðtrú og öflugt efnahagslíf. Engin "þriðja hönd" er til, nema i bænum

Fyrri færsla

Bóluefnaskorts-lest Evrópusambandsins og EES brunar fram af brúninni


Bloggfærslur 3. febrúar 2021

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband