Leita í fréttum mbl.is

Bóluefnaskorts-lest Evrópusambandsins og EES brunar fram af brúninni

Það nýjasta sem gerst hefur í bóluefnaskorts-apparati Evrópusambandsins síðan á sunnudag, er að forseti framkvæmdaleysisstjórnar þess, Ursula von der Lygar, reynir nú að kenna undirmönnum sínum um og hendir þeim hverjum á fætur öðrum undir járnbrautarlest veruleikans sem nú brunar bóluefnislaus fram á egyptalandsteinum Evrópusambandsins, á meðan fólkið fellur, og stefnir þráðbeint í gerræðislegt allsherjar slys sem taka mun allt þetta ár og næsta að hrúgast upp með ærandi hávaða – til að byrja með. Síðan mun stund sannleikans taka við og taka ruslahrúgur Evrópusambandsins yfir og snúa það niður. Vonandi, því frá og með nú nú er því algjörlega sjálfhætt. Það sjá allir

Þarna átti að hefja Evrópusambandið á loft og sýna heiminum hversu máttvana sjálfstæð og fullvalda ríki jarðar væru með því að láta umboðslaust fjölþjóðaapparat en ekki ríkin sjálf um að bjarga sér úr verstu áföllum sem dunið hafa á Evrópu síðan 1945

En það fór heldur betur ekki þannig, því nú skín Stóra-Bretland –ásamt öðrum vestrænum ríkjum utan sambandsins– sem fullvalda, sjálfstæð og fögur borg á hæstu hæð í þessu máli öllu

En við sem hins vegar lutum svo örkumlandi bænaskjals lágt að láta EES-samninginn koma okkur þarna á kaldan og bóluefnislausan klaka Evrópusambandsins, erum varnalaus og munum heldur betur þurfa að éta skít þegar að bata og framförum í efnahagsmálum okkar kemur þetta árið og það næsta, og svo koll af krónískum ESB-kolli eftir það, einungis vegna EES-tengingar okkar við svarthol Evrópusambandsins. Út með þetta lamandi ees-ekkert!

Úr leiðara Morgunblaðsins í dag þriðjudaginn 2. febrúar 2021: Bóluefnastríð ESB

"Eft­ir á að hyggja hefði sjálfsagt ekki veitt af sam­keppni, því Evr­ópu­sam­bandið hef­ur full­kom­lega brugðist á hverju ein­asta stigi bólu­efnisáætl­un­ar sinn­ar. Fyr­ir vikið má heita ómögu­legt að það ná­ist að bólu­setja Evr­ópu­búa að því marki á þessu ári að ein­hver vörn sé í. Það er hörmu­legt fyr­ir al­menn­ing í Evr­ópu, þar með talið á Íslandi, en ís­lensk stjórn­völd ákváðu af ein­hverj­um enn ótil­greind­um ástæðum að binda trúss sitt við þessa ólán­legu áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Af því súp­um við nú seyðið og rík­is­stjórn Íslands þarf að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um um það." [krækja]

Mætti ég spyrja af hverju heilbrigðismálaráðherra okkar er enn með stól þess almennings sem hún hafði að háði og spotti í þessu máli undir sér? Hvers vegna er hún enn þá í því embætti? Hér ríkir gerræðislegur bóluefnisskortur einungis vegna EES-tengingar okkar við svarthol – á meðan ný Oxford/Spitfire æðir um og þekur Stóra Bretland og verndar þjóð þess með bóluefni, til dæmis með 600 þúsund skotum á laugardag

Er ekki komið nóg af engu? Ísland hefur mátt éta skít í bráðum fimmtán ár vegna EES-tengingar við svarthol þjóða

****

Hér eru tvær upplýsandi greinar um málið úr Spiegel, að vísu nokkurra daga gamlar og sem ritaðar voru dagana fyrir árás Evrópusambandsins á landamæri Írlands og Bretlands á föstudag: 1) Europe’s Vaccine Disaster: Ursula von der Leyen Seeking to Duck Responsibility og 2) Wie die EU bei der Impfstoff-Beschaffung versagte

Fyrri færsla

Evrópusambandið setur Írlandi landamæri að því forspurðu til að koma höggi á Breta [u]


Bloggfærslur 2. febrúar 2021

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband