Leita í fréttum mbl.is

Þrír kellingaflokkar með næstum ekkert á landsbyggðinni. Nýtt kuldamet

ALLT VAR TALIÐ ÞEGAR ÞRENNT VARÐ

Ef flokkarnir Samfylkingin, Píratar og Viðreisn eru lagðir saman, þá hafa þessir þrír –að mestu kellingaflokkar– á að skipa 17 þingmönnum, samanlagt

En um manndómsstöðu þessara þriggja flokka er það algjörlega-segjandi að segja, að til samans eru þeir einungis með þrjá þingmenn á Stóra-Íslandi, því allir hinir fjórtán þeirra eru þingmenn kjördæmanna Reykjavíkur-norðurs, Reykjavíkur-suðurs og Suðvesturs (kraginn)

Píratar eru með engan þingmann úti á Stóra-Íslandi (núll prósent). Allt Ísland, nema sem svarar til helmings jarðnæðis Grímsstaða á Fjöllum, er laust við Pírata

Viðreisn er með einn uppbótarþingmann í Suðurkjördæmi. Næstum allt landið er því laust við Viðreisn (80%)

Samfylkingin er með einn þingmann í Norðausturkjördæmi og einn í Suðurkjördæmi. Tveir þriðju hlutar landsins eru því lausir við Samfylkinguna (66%)

Í mínu kjördæmi, Norðvestur, eru þessir þrír flokkar ekki með neinn þingmann - og mikið ofboðslega er það nú gott

(Athugið að til eru bæði karl- og kvenkellingar)

****

Amundsen-Scott stöðin veturinn 2021

NÝTT KULDAMET

Kaldasta vetri á Suðurpólnum frá því að mælingar hófust árið 1957 er nýlokið

Meðalkuldinn þennan vetur frá og með apríl til og með september á suðurpólnum –sem er á næststærsta "landi" veraldar með næstum allar sínar 14 milljónir ferkílómetra af landmassa undir ís– já hann mældist hvorki meira né minna en -61,1 stig. Það er kuldamet. Metið þar á undan var sett árið 1986 og var það -60,6 stig. Mælingar á Suðurpólnum (Amundsen-Scott stöðinni) hófust sem sagt árið 1957

Hvernig væri nú að flytja (helst allt) framboð Vinstri grænna út til Suðurpólsins?

Fyrri færsla

Vinstri grænir töpuðu fjórðungi kjósenda á fjórum árum


Bloggfærslur 9. október 2021

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband