Leita í fréttum mbl.is

Kaldasti júlímánuður í 22 ár

Danska meðvirka Veðurstofan neyddist til að viðurkenna að nýliðinn júlímánuður var sá kaldasti síðastliðin 22 ár í Danmörku. Hér á Íslandi var hann víst sá næst- eða þriðji- kaldasti á öldinni. Veðurfræðilegir "sumardagar" í Danmörku voru aðeins tveir í mánuðinum. En "sumardagur" kallast það þegar hitinn utandyra fer yfir 25 gráður – og hægt er að spara kyndinguna innandyra

Samt tekst dönsku meðvirku veðurstofunni að böggla saman fjögurra blaðsíðna pédéeff-kúluriti um veðrið í júlí án þess að meðvirkum pennum ríkisstofnunarinnar –sem allt sitt eiga undir ofsapíndum skattgreiðendum landsins komið, í næstum heila öld, án nokkurs sýnilegs árangurs– tækist að formúlera niðurstöður sínar þannig að þær segðu þetta hreint út. Ef að staðan hefði verið öfug, þá væri hún sjálf fyrirsögn pédéeffsins hjá DMI-Brésnéff

Og nú segja menn að Miðjarðarhafið hafi verið þremur gráðum hlýrra á Rómartímunum en það er núna

Svo virðist sem heilasellur margra svo kallaðra vísindadamanna séu orðnar frosnar fastar, þegar lesið er um hvað þeir þykjast sammála um, en eru það auðvitað ekki

Það styttist í að forritaðar-á-fyrirfram-ákveðinn-hátt leitarvélar nýaldarimba hætti að sýna okkur það sem forstöðumenn þeirra vilja ekki að við sjáum. Gerist það reyndar nú þegar, alla daga ársins. Kæru lesendur njótið endilega sílikonvisku sjálfs herraseturs alheimsins

Fyrri færsla

Landsframleiðsla Þýskalands féll um 34,7 prósent. Evrusvæðið enn verra


Bloggfærslur 7. ágúst 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband