Leita í fréttum mbl.is

Landsframleiðsla Þýskalands féll um 34,7 prósent. Evrusvæðið enn verra

EKKI-BLAÐAMAÐUR, LANDSFRAMLEIÐSLAN OG HRUNSAMBANDIÐ ESB

Jæja. Víkjum nú blaðamönnum svo kallaðra "fjölmiðla" aðeins til hliðar, en skoðum hins vegar landsframleiðslu-fréttarétti þeirra. Við leyfum þeim þó að halda launum sínum, sem þeir eiga varla skilið, landsframleiðslu- og prósentulega séð. Svipað gildir einnig um CNN-stjórnmálamenn úr sama flokki líberalista

Þar sem Bandaríkin eru næstum eina landið í heiminum sem einnig birtir landsframleiðslubreytingar milli ársfjórðunga útfærða sem breytingu landsframleiðslunnar á ársgrundvelli, þá voru engar fréttir í fjölmiðlum um að samdrátturinn í landsframleiðslu Þýskalands var enn meiri en í Bandaríkjunum á sama tímabili, sé sömu reikniaðferðum beitt

Landsframleiðsla Bandaríkjanna féll um 9,5 prósentur frá fyrsta ársfjórðungi 2020 til og með annars ársfjórðungs 2020. Þetta er prósentubreytingin á milli þessara tveggja fjórðunga. Þessi breyting segir okkur hins vegar ekkert um sjálfan fyrsta fjórðunginn, heldur segir hún okkur bara hvað gerðist á öðrum fjórðungnum miðað við þann fyrsta

Ef mönnum skyldi langa til að vita hvernig árið í heild kæmi út miðað við hagvaxtarhraðann (hraðabreytinguna) sem varð á öðrum fjórðungi (miðað við þann fyrsta) með því að segja að hröðunin (samdrátturinn eða bremsunin) verði óbreytt út allt árið og gera hraðann þar með að árshraða, þá er það gert svona:

Maður fer í uppgjörstöfluna yfir árstíðaleiðrétta landsframleiðsluna í Bandaríkjunum á föstu verðlagi og deilir með fyrsta fjórðungi ársins 2020 (19.010,8 milljarðar dala) í annan fjórðung ársins 2020 (17.205,8 milljarðar dala) og fær út töluna 0,905. Síðan setur maður þá tölu í fjórða veldi til að dreifa ástandinu yfir allt árið (fjóra fjórðunga) og þá kemur út talan 0,671. Frá henni dregur maður síðan töluna 1. Þá kemur út talan mínus 0,329 og hún er síðan margfölduð með hundrað til að fá út prósentutölu: sem er mínus 32,9 prósentur. Þetta er sá samdráttur sem borinn hefur verið á fréttaborð fyrir okkur án þess að sambærilegar tölur frá öðrum löndum sem nefnd eru í sömu andrá séu bornar fram á sama hátt

Til að sleppa við að fara á ónothæft vefsetur nú austurþýsku hagstofunnar (Statistisches Bundesamt) og sem orðin er tæknilega ófær um að starfrækja RSS-efnisveitu að gagni, þá er hægt að fara hingað (inn á einkaframtakið) til að ná í þýsku tölurnar á föstu verðlagi, ásamt slíkum tölum flestra annarra landa heimsins. Þær eru 793,405 milljarðar evrur fyrir fyrsta fjórðung 2020 og 713,136 milljarðar evrur fyrir annan fjórðung 2020. Þegar ofangreindum útreikningum er sleppt lausum á þessar þýsku tölur þá kemur út talan mínus 34,73 prósentur

Landsframleiðsla Þýskalands féll sem sagt enn meira en sú bandaríska á umræddu tímabili eða 34,73 prósentur, sé sömu reikniaðferðum beitt. Það er því ekki hægt að álykta sem svo að lægri dánartölur og færri smit kínversku Wuhan-veirunnar í Þýskalandi hafi komið betur út fyrir þýska hagkerfið, miðað við Bandaríkin. Hinir efnahagslegu vísu (en þó clueless) menn Þýskalands höfðu spáð 4,5 prósentu falli, en ekki því 10,12 prósentu falli sem reyndin varð (hefðbundnir útreikningar sem mæla breytingar á milli fjórðunga í röð). Nein, því höfðu þeir ekki búist við

Tölurnar fyrir eftirfarandi lönd og furðufyrirbæri á borð við evrusvæðið eru þessar, séu bandarísku ársgrundvallar-reikniaðferðirnar notaðar:

Spánn: -55,41 prósent hrun
Frakkland: -46,43 prósent
Ítalía: -41,22 prósent
Portúgal: -45,28 prósent
Evrópusambandið (27 lönd): -39,8 prósent*
Evrusvæðið: -40,25 prósent hrun, miklu verra en í Bandaríkjunum

* Skjáskot af töflu "namq_10_gdp": vonlaust er að krækja breytu-beint á úrelta fornaldartækni Eurostat hagstofu esb (hint: stilla töfluna á "Chain linked volumes, annualized percentage change on previous period")

PS: Það var Eurostat-hagstofa esb sem samdi nóturnar fyrir níundu Ponzy-sinfóníu grísku hagstofunnar sem flutt var viðstöðulaust frá 1993 til 2009. Dirigent var herr Afleiða

BANDARÍKIN: HVAÐ VARÐ UM PENINGANA?

US - Will savings save the day

Mynd Landsbanki Kanada: Sparnaður sem hlutfall af ráðstöfunartekjum bandarískra heimila hefur þotið upp

****

Helsta ástæðan fyrir fallinu í bandarísku landsframleiðslunni er sú að einkaneysla (einkum þjónustu) dróst saman og sá samdráttur útskýrir nánast allt fall landsframleiðslunnar á þessum öðrum fjórðungi ársins. Fyrirtækin brugðust hratt við og drógu úr umsvifum. En hvað varð um þá peninga heimilanna sem annars hefðu verið notaðir til að kaupa landsframleiðsluna af fyrirtækjum landsins? Jú þeir voru sparaðir upp og bíða þess að hægt sé að nota þá (og kíkja kannski aðeins við á Nasdaq nú þegar Eplið AAPL verður klofið í fernt þann 31. þessa mánaðar og Jón og Gunna hafa þá betur efni á einum litlum bita). Peningar fólksins bíða eftir að hömlum vegna kínversku Wuhan-veirunnar sé aflétt, vegna þess að framboðskreppa er í gangi hennar vegna. Eftirspurnin er hins vegar í lagi. Fólk fær bara ekki að nota peningana sem það á og hefur til umráða

Þess vegna hef ég minnst á að tómatsósuflöskuáhrif geta orðið þegar veiru-höftunum verður aflétt. Brjálæðislegur hagvöxtur gæti orðið, því Bandaríkin þurfa ekki að bíða eftir neinum öðrum, því þau flytja svo lítinn hluta landsframleiðslunnar út (13 prósentur og helmingur þess fer til Kanada og Mexíkó). Bandaríkin eru ekki útflutningsháð eins og lönd Evrópu og sérstaklega ekki eins og Þýskaland, sem er ofurútflutningsháð óðaöldrunarhagkerfi. Þýskaland mun því líklega sitja eftir á botninum því útflutningsiðnaður mun jafna sig síðastur allra geira hagkerfanna. Það mun varla fara vel í þýska kjósendur. Sérstaklega ekki þegar peningar þeirra enda kannski á krónískt soltnum kistubotni Suðursins í skjóli nýlegra næturfunda í reykfylltum bakherbergjum Brussels - á heilum fimm! snúningum jarðar um sjálfa sig

MUNIÐ: KÆRU LESENDUR

Munið nú kæru lesendur að fara eftir því sem æðstu "heilbrigðisyfirvöld" heimsins (WHO) og hið vellaunaða embættismannarusl þeirrar stofnunar og hangandi ofborgaðir spottar hennar sögðu um allar jarðir:

1. Wuhan-veiran smitar ekki á milli manna (jæja)
2. Ferðatakmarkanir milli landa virka ekki (virka samt)
3. Andlistgrímur virka ekki (virka samt)
4. Lyf þetta og lyf hitt virka ekki (en þau virka samt)

Allt þetta ofborgaða embættismannarusl WHO-stofnunarinnar sem eyðir meira fé í ferðalög og fimm stjörnu hótel en stofnunin notar í baráttuna við eyðni, lifrarbólgu, malaríu og berkla samanlagt á ári, þarf að taka í gegn, reka og leggja stofnunina niður. Það er ekki hægt að bæta hana frekar en DDRÚV-pláguna og hið sama gildir að mestu um sjálfa sukkstofnunina sem er móðir WHO; S.þ.

Þennan 1+2+3+4 söng fengum við líka að heyra hér heima til að byrja með, því hér hugðust embættis- og sjórnmálamenn alls ekki að aðhafast neitt í Wuhan-veirumálinu og ráðherrar hoppuði hæð sína í bræðikasti yfir því að Trump forseti skyldi gera eitthvað í málunum og þvinga þá til aðgerða. Opinberuðu ráðherrar og flestir (en þó ekki allir) þingmenn þannig náttúruleysi sitt og fávitahátt frammi fyrir íslensku þjóðinni, sem heldur þeim uppi. Þetta fólk er lítils virði. Það er ekki launanna virði frekar en aularnir í vesalingaveldi WHO, ESB og Schengen. Þetta þarf að skera niður og burt

Fyrri færsla

Rólega... rólega... [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gott, en einhversstaðar verða vondir að vera, við ruslið embarassed, og við leysum það með skilningi. 

Nóg er til. 

Egilsstaðir, 02.08.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 2.8.2020 kl. 08:06

2 Smámynd: Haukur Árnason

Góður Gunnar Takk.

Haukur Árnason, 2.8.2020 kl. 12:57

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Jónas og Haukur fyrir innlitið og kveðjur.

Bestu kveðjur til ykkar

Gunnar Rögnvaldsson, 2.8.2020 kl. 19:02

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þakka stórgóðan og fróðlegan pistil, Gunnar. Þú slærð ekki feilhöggin. Tölurnar tala sínu máli, en eins og þú bendir svo réttilega á eru þær ekki matreiddar af steingeldum fréttasnápum því að því fylgir sennilega einhver vinna og upplýsingaöflun. Frétta og blaðamenn eru að allt of stórum hluta orðnir copy paste aumingjar og að google translate gufum. Skilja ekki tölur, skilja ekki staðreyndir, heldur apa hver eftir öðrum daginn út og inn.

 Prósentur og prósentustig skilja þeir fæstir. Tölfræði nánast enginn. Apakettir andskotans sem dansa í takt við lýrukassa eigenda sinna, fyrir klink í hattinn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.8.2020 kl. 02:58

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir þessa frábæru og tímanlegu samantekt. Mun bókamerkja og þrílesa og vitna til.

Guðjón E. Hreinberg, 3.8.2020 kl. 11:58

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka þér Halldór og þér Guðjón fyrir innlitið og góðar kveðjur.

Kveðja til ykkar

Gunnar Rögnvaldsson, 3.8.2020 kl. 13:21

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þá höfum við það svart á hvítu. Takk Gunnar.

Ragnhildur Kolka, 3.8.2020 kl. 16:30

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jeps, Ranghildur. Svart á hvítu.

Og nú spáir Morgan Stanley 21,3 prósentu hagvexti í Bandaríkjunum á núverandi fjórðungi (annualiserað). Býst ekki við að menn geri því eins mikil skil, ef af verður. Góðar fréttir frá Bandaríkjunum selja ekki, þó svo að þær haldi heiminum gangandi. 

Fallið (annualiserað) á fyrsta fjórðungi þessa árs var:

Bandaríkin: -5 prósent

Evrusvæðið: -13,6 prósent

Fallið (annualiserað) á öðrum fjórðungi þessa árs var:

Bandaríkin: -32,9 prósent

Evrusvæðið: -40,3 prósent

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.8.2020 kl. 18:45

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég tek undir framtíðarsýn þína fyrir Bandaríkin ef bóluefnið nær að koma fram. Þýzkaland mun hinsvegar eiga erfitt ár hvernig sem fer en MBenz og DKW Autounion dellan í USA hjálpar.

Halldór Jónsson, 5.8.2020 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband