Leita í fréttum mbl.is

Trump er sá sem litlir menn vilja taka niður

Ég kann ákaflega vel við byggingarmógúlinn Donald J. Trump sem þekktur er fyrir að afhenda verk sín á réttum tíma og í tipp-topp standi eins og lofað - og jafnvel undir fjárhagsáætlun. En ég kann þó enn betur við stjórnmálamann sem efnir og stendur við það sem hann lofar kjósendum. Það er það sem flestir andstæðingar Trumps þola ekki við hann. Þeir þola ekki hversu öflugur hann er, því það gerir þá sjálfa svo litla. En best kann ég þó við hugrakka menn sem standa uppi í hárinu á klúbbum fráránleikans á borð við Parísarsamkomulagasmiðina. Hugsið ykkur hugrekkið sem þarf til að vera einn á móti klúbbi fáránleikans, og þar að auki að lesa þá menn eins og opna keilusláttarbók lýðskrumara. Þetta eru góð gildi sem aðrir mættu reyna að tileinka sér

Þarna sést vel hver er besti maðurinn í bransanum. En það er sá sem allir vilja taka niður og helst skófla inn fé á. Og það getur ekki gengið nógu hratt fyrir sig því tíminn vinnur ekki með þeim. Eftir endurkjör er sá gluggi lokaður og læstur. Og endurkjörinn verður hann

Kosturinn við Trump er líka sá að honum er alveg sama um hvað pólitíska elítan í landinu hugsar og segir um hann. Hann þekkir þá ekki og hefur aldrei gert. Hann er ekki einn af þeim. Hann á ekkert undir þeim komið. Þar hefur hann engu að tapa og getur því verið Trump á meðan þeir sjálfir geta ekki verið neitt, nema það sem þeir halda að pólitíska elítan, bankarnir, fjölmiðlastappa vinstrisins og alþjóðaelítan samþykki

"Trump er hinn ófullkomni maður sem passar fullkomlega í starfið", eins og fullorðin kona sem kaus hann sagði. Þess vegna var hann kosinn. Þjóðin var búin að fá upp í háls af pappírsmönnum og pantaði sér því jarðýtustjórann sem byggir. Mann orða sinna. Manninn sem efnir loforð sín og er hættulegur, þ.e. manninn sem hefur fælnimáttinn í sér

Meinlausir menn ríma við beinlausa menn

Fyrri færsla

Hvítarússland: Varlega! [u]


mbl.is Systir Trump kallar hann grimman lygara án gilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband