Leita í fréttum mbl.is

Trump er sá sem litlir menn vilja taka niður

Ég kann ákaflega vel við byggingarmógúlinn Donald J. Trump sem þekktur er fyrir að afhenda verk sín á réttum tíma og í tipp-topp standi eins og lofað - og jafnvel undir fjárhagsáætlun. En ég kann þó enn betur við stjórnmálamann sem efnir og stendur við það sem hann lofar kjósendum. Það er það sem flestir andstæðingar Trumps þola ekki við hann. Þeir þola ekki hversu öflugur hann er, því það gerir þá sjálfa svo litla. En best kann ég þó við hugrakka menn sem standa uppi í hárinu á klúbbum fráránleikans á borð við Parísarsamkomulagasmiðina. Hugsið ykkur hugrekkið sem þarf til að vera einn á móti klúbbi fáránleikans, og þar að auki að lesa þá menn eins og opna keilusláttarbók lýðskrumara. Þetta eru góð gildi sem aðrir mættu reyna að tileinka sér

Þarna sést vel hver er besti maðurinn í bransanum. En það er sá sem allir vilja taka niður og helst skófla inn fé á. Og það getur ekki gengið nógu hratt fyrir sig því tíminn vinnur ekki með þeim. Eftir endurkjör er sá gluggi lokaður og læstur. Og endurkjörinn verður hann

Kosturinn við Trump er líka sá að honum er alveg sama um hvað pólitíska elítan í landinu hugsar og segir um hann. Hann þekkir þá ekki og hefur aldrei gert. Hann er ekki einn af þeim. Hann á ekkert undir þeim komið. Þar hefur hann engu að tapa og getur því verið Trump á meðan þeir sjálfir geta ekki verið neitt, nema það sem þeir halda að pólitíska elítan, bankarnir, fjölmiðlastappa vinstrisins og alþjóðaelítan samþykki

"Trump er hinn ófullkomni maður sem passar fullkomlega í starfið", eins og fullorðin kona sem kaus hann sagði. Þess vegna var hann kosinn. Þjóðin var búin að fá upp í háls af pappírsmönnum og pantaði sér því jarðýtustjórann sem byggir. Mann orða sinna. Manninn sem efnir loforð sín og er hættulegur, þ.e. manninn sem hefur fælnimáttinn í sér

Meinlausir menn ríma við beinlausa menn

Fyrri færsla

Hvítarússland: Varlega! [u]


mbl.is Systir Trump kallar hann grimman lygara án gilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Gunnar,

Meira bullið í þér! ;)  Trump er þekktur í bransanum fyrir að borga helst ekki neina reikninga.  Hann er eini maðurinn í heiminum, sem hefur orðið svo frægur að setja spilavíti í gjaldþrot!  Hann er heimskasti maður, sem ég hef nokkurntíma heyrt í og er þá nokkuð sagt.  Lestu þér svolítið til um "mikilmennið" Donald J. Trump.  Fyrir nú utan að Trump er algjörlega stjórnað af gamla kommanum í Kreml.  Ef hann verður endurkjörinn, þá verður það endalok þessarar þjóðar og þeirrar merkilegu tilraunar í lýðræði, sem hún hefur staðið fyrir undanfarin 230 ár.  En það er það sem litla, reiða fólkið vill.

Kveðja frá Trumpistan.

Arnór Baldvinsson, 23.8.2020 kl. 23:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hitti ungan ská/frænda í fermingarveislu í dag. Á seinasta ári færði hann mér m.a. derhúfu, baráttutákn Dónalds Trump:"Make America great again" með fyrirheiti um að gefa mér þá nýju sem áhangendur hans eru jafnan með í dag. Arnór,þegar ég sá í fyrsta sinni athugasemd eftir þig,fræddir þú mig um Drómasýki í færslu minni um þann sjúkdóm sem er talin ólæknandi.Seinna lærði ég að nota google sem á svör við flestu.Í dag glíma menn við að vinsa úr fréttum Glóbalista lygar um Trump sem standast ekki skoðun.- - -Heimskan ríður ekki við einteyming,eins og þessi frétt um spilavítið ha,ha,líklega eini eigandinn sem hafði ekki rangt við.- - - Það er meiri hætta á Íslandi að lýðræðið líði undir lok,en í USA með Dónald Trump við stýrið. Hérna hafa þau kræfustu ekkert samviskubit þótt svíki forfeðurna og allt þeirra strit. - - - Gunnar takk fyrir færslu þína.

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2020 kl. 04:22

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vel mælt Gunnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.8.2020 kl. 11:27

4 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Gunnar!

Kærar þakkir fyrir öll þín skrif,okkur vantar bara svona eins og þó að ekki væri nema hálfgildings Trump.

MGKv Óskar Kristinsson

Óskar Kristinsson, 24.8.2020 kl. 13:13

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mig grunar að fleiri hafi tekið eftir að Íslenskir fjölmiðlar hafa hamast hver í kapp við annan að ræta Trump síðustu fjögur árin og aldrei eins og nú í sumar. Einnig virðast þeir keppast um að taka Obama, Clinton og Biden í hálfguðatölu.

Allt þetta kemur upp í hugann í hvert sinn sem ég sé sósíalistakálfa á samskiptamiðlum bergmála innprentunina með misvönduðum persónárásum án nokkura raka. Þá vakna spurningar um geðprýði og greind sem ég vil síður orða upphátt.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 24.8.2020 kl. 16:22

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Helga.

Tek undir með þér.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2020 kl. 18:03

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Tómas

Kveðja til þín.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2020 kl. 18:03

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðar kveðjur Óskar

Kveðja að vestan

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2020 kl. 18:04

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Guðjón fyrir innlitið og skrif þín.

Mér finnst orðið samskiptamiðlar gott hjá þér. Mun betra en félagsmiðlar eða samfélagsmiðlar.

Franklin Graham hafði þau orð um sýndarlandsfund Demókrata núna að þar hefði Guð verið algerlega fjarverandi. Hvergi var víst minnst á hann.

Leiðari Wall Street Journal bendir hins vegar á að þau málefni sem brenna á vinnandi stéttum lægra launaðra og láglaunafólks í Bandaríkjunum hafi einnig verið algerlega fjarverandi á hinum risavaxna sjálfshóli Demókratatölvu flokksins.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2020 kl. 18:07

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Arnór.

Bandaríkin eru ekki tilraun í lýðræði. Þau eru sennilega besta tilraun til þjóð- og einstaklingsfrelsis í réttarríki lýðveldissinna er skrúfuðu það þannig saman að það stæðist áhlaup og byltingartilraunir róttæklinga á boð við þá sem átu Grikkland hið forna og Rómarlýðveldið upp að innan og tortímdu þeim með róttækni og svipuðu lýðskrumi og Demókratar viðhafa núna.

Ég bendi þér á að láta Demókrataflokkinn rannsaka þig, því þeir eru sérfræðingar í Rússafóbískum rannsóknarþvættingi.

Ég vona að þú sért ekki staddur í hinu græna en svarta rafmagnsleysi Demókrata í Kaliforníu. En þar segir hinn örmagna-græni fylkisstjóri að tími sé kominn til að menn láti grænkuna renna af sér og verði aftur edrú.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2020 kl. 18:13

11 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hér hefur margt ágætt verið sett fram, en ég vil svara Arnóri vegna andúðar hans á Trump blessuðum á þann veg að ef Trump verður ekki kosinn verða það sennilega endalok frjálsrar hugsunar og lýðræðis í heiminum, því vinstriöflin eru að ná undirtökunum annarsstaðar virðist manni, og hann því síðasta vonin til jafnvægis í þeim efnum.

Ingólfur Sigurðsson, 25.8.2020 kl. 02:32

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Amen! Ingólfur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2020 kl. 15:05

13 identicon

Ég held þetta sé rétt hjá Ingólfi. Vinstrið er orðið yfirþyrmandi í hinum vestræna heimi. Það virðist eins og fólk vilji alls ekki fólk við stjórnvölinn sem stendur við loforð. Íslendingar fengu tækifæri til að kjósa slíkann mann fyrir stuttu síðan en höfnuðu því alfarið og báðu um það sama aftur. Þetta verður glæsilegt þegar allir eru orðnir vinstri. Þá verða þeir að vera í sínum eigin vösum.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 25.8.2020 kl. 20:47

14 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég held þetta sé rétt hjá Ingólfi. Vinstrið er orðið yfirþyrmandi í hinum vestræna heimi. Það virðist eins og fólk vilji alls ekki fólk við stjórnvölinn sem stendur við loforð. Íslendingar fengu tækifæri til að kjósa slíkann mann fyrir stuttu síðan en höfnuðu því alfarið og báðu um það sama aftur. Þetta verður glæsilegt þegar allir eru orðnir vinstri. Þá verða þeir að vera í sínum eigin vösum.

Kristinn Bjarnason, 26.8.2020 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband