Leita í fréttum mbl.is

Hvítarússland: Varlega! [u]

Stratfor: Landfræðilegar aðstæður Hvítarússlands (tvær mínútur)

****

Þið munið öll eftir meðferðinni á sjálfstæðismönnum Katalóníu og ofbeldissveitum Madrídar er þangað voru sendar, og síðan fangelsun katalónskra sjálfstæðisismanna, næstum því án dóms og laga. Þá heyrðist ekki múkk úr bandormabjörgum Brussels - sem einnig þagði þægt um árásir framkvæmdavaldsins á Francois Fillon, pólitískan andstæðing framboðs Macrons í París

En nú þykjast bandormarnir undir því fargi allt í einu geta, eftir að hafa í svitabaði strokað orðið Kína út úr öllum pappírum Evrópusambandsins og víðar um kínversku Wuhanveiruna

HVÍTARÚSSLAND

Hvítarússland er rúmlega 200 þúsund ferkílómetra sjálfstætt ríki milli Rússlands og Póllands. Á nyrðri kanti þess liggja þrjú NATO-ríki Eystrasalts. Að sunnanverðu er það Úkraína sem rammar landið inn. Þjóð landsins er um níu og hálf milljón manns. Landið stingst djúpt inn í Rússland að austanverðu og inn í NATO í vestri

Úkraínu var snúið á grillinu yfir á hálfa vesturlensku hlið hennar og ætíð síðan hafa verið læti. Úkraína er stuðpúðasvæði Rússlands. En hún er einnig stuðpúðasvæði Evrópu. En þessi stuðpúði virkar hins vegar ekki fyrir neinn í raunheimum, sé landið ekki hlutlaust

Óformlegt og þegjandi samkomulag milli Moskvu og Washington er það sem heldur Úkraínu enn fastri á jörðinni og ekkert annað. Litlu þar innanborðs er að treysta - og það er hið króníska og eilífa vandmál stuðpúðasvæða. Þau virka aðeins svo lengi sem stjórnvöld innan þeirra eru stöðug. Annars losnar fjandinn og fer laus

Hið sama gildir um Hvítarússland. Lukashenko hinum föðurlausa syni mjaltakonu hefur með lagni og herkjum tekist að halda Hvítarússlandi hlutlausu og oft hefur hann slegið á fingur Kremlar. Honum hefur þar með að mestu tekist að halda Hvítarússlandi sem hlutlausu stuðpúðasvæði, því forsetinn veit að takist honum það ekki, þá er úti um sjálfstæði Hvítarússlands

Rússland getur nefnilega aldrei í þessu né neinu öðru lífi þolað að Hvítarússland verði að vesturlensku áhrifasvæði, því þá myndi Smolensk um leið verða að landamærabæ gagnvart Vesturlöndum. Þar með þyrfti vesturlenskur her aðeins og rúlla örstutta leið til að rífa Moskvu-hjartað úr Rússlandi. Staðan er nógu slæm fyrir, því NATO er aðeins 150 kílómetra frá Pétursborg

Útópíumenn Evrópusambandsins sem þekktir eru fyrir að haga sér eins og ráfandi rónar um stræti landa sem þeir eiga ekkert í, en látandi aðra um að gæta lífs þeirra, eru hér til alls vísir. Þeir enda auðvitað á því að kveikja í Evrópu eins og síðast

Þýskaland kastaði í gær fyrstu eldspýtunni á taparabálköstinn sem það er búið að hrúga upp úr innréttingum sem voru innviðir áður fullvalda ríkja Evrópu. Þýski kanslarinn þakkaði nefnilega Litháen en ekki Póllandi fyrir að hafa aðstoðað mótmælendur í Hvítarússlandi. Fáar fréttastöðvar hafa hins vegar minnst á þær mómælagöngur sem gengnar hafa verið til stuðnings ríkisstjórn landsins

Með því að þakka Litháen en ekki Póllandi, hefur Þýskaland snúist gegn grundvallarhagsmunum Rússlands. Það mun ekki enda vel, og alls óvíst er hvort að blessun sé lögð yfir þann verknað í Hvítu húsi og á þinghúsahæðum Washingtonborgar

Rússland þolir ekki að missa Hvítarússland. Ekki vegna þess að Moskva álíti að innrás vestanfrá sé þar með yfirvofandi, heldur vegna þess að enginn hélt að Þýskaland myndi verða neitt annað en áframhaldandi gjaldþrota rúst tapara eftir bæði 1918 og 1945. Rússland þekkir skiptandi aðstæður, langanir og hugarfar ríkja of vel af eigin reynslu, vegna þess að það sjálft hafði engar áætlanir um að halda kyrru fyrir í Evrópu frá og með 1945, en gerði það samt. Tímar og ríkisstjórnir breytast. Það gerir landafræðin hins vegar ekki. Hún mun áfram kalla á geopólitísk viðbrögð - og þau munu koma

NatCon  

Uppfært fimmtudagur, 20. ágúst 2020 kl. 11:33

Borist hafa fregnir þess efnis að mötuneyti diplómata Evrópusambandsins sé svo skilvirkt í framleiðslu afglapa, að Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi borðað þar yfir sig af þeim eina rétti sambandsins. Og svo sadda að forrétturinn varð að mjólkurhristingi í maga hennar. Hélt hún að steik myndugleikans þar væri ekki skósólinn Thierry Breton í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En hann matreiddi nefnilega þann yndislega rétt ofan í kanslarann að Hvítarússland væri ekki í Evrópu og Rússland enn síður. Hélt þýski kanslarinn því þar með væri henni væri óhætt að segja eitthvað. Forseti Hvítarússlands tók því að sjálfsögðu ekki símann er þýski kanslarinn í annarri heimsálfu reyndi að hringja í hann. Á meðan töluðu Pútín og Lukashenko fjórum sinnum saman og hlógu sig máttlausa. Bíbb bíbb bíbb sagði sími Merkels og Langley skellti upp úr, vestan Atlantsála

Munnvatnið frá Brussel virðist þannig vera að falla í sama farveg og jólagjöf Vestur-Þýskalands til Póllands féll, veturinn 1981-1982, fyrir tilstuðlan klodsmajora vestur-þýsku ríkisstjórnarinnar í Bonn. Í pakkanum voru herlög Jaruzelskis

Fyrri færsla

Jæja. Wuhan-veiran leikur marga grátt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband