Leita í fréttum mbl.is

Rólega... rólega... [u]

Ástæðulaust er að bera verri hagvaxtartölur á borð en innistæða er fyrir

Þegar blaðamenn tala um að landsframleiðsla í til dæmis Bandaríkjunum hafi fallið um 32,9 prósent á öðrum fjórðungi þessa árs, en koma svo með sama-fjórðungs-tölur frá Þýskalandi í næstu línu (11,7 prósent fall) og sem kynntar eru sem verandi af sama sauðahúsi (lesandinn gæti að minnsta kosti haldið það), þá er mikilvægt að halda því til haga hér, að um tvö ólík og ósamanburðarhæf hugtök er að ræða

Fyrri talan, sú frá Bandaríkjunum, sem nefnd er (-32,9%) er tilraun til að árs-gera sjálfan vaxtarhraðann með því að framkvæma "annualization"-útreikninga, þ.e. að breyta hagvaxtar-skammtímatölu yfir í niðurstöðu fyrir allt árið í heild. Dæmi: hjartsláttartala manns í hjartatoppi er árs-gerð

En þegar upp er staðið þá féll landsframleiðslan í Bandaríkjunum um 9,5 prósentustig á milli ára. Þ.e. annar fjórðungur 2020 miðað við annan fjórðung 2019

Í Þýskalandi var fallið enn meira, eða 11,7 prósentustig á sama tímabili

Bandaríski seðlabankinn gerir ráð fyrir því að landsframleiðsla Bandaríkjanna dragist saman um 6,5 prósentur á þessu herrans ári (miðað við síðasta ár í heild). Gert er hins vegar ráð fyrir enn meiri samdrætti á evrusvæðinu og í esb

Þetta er auðvitað allt saman slæmt. En hið góða í stöðunni er þrátt fyrir allt það, að um framboðskreppu er að hér ræða. Eftirspurnarhliðin er hins vegar í góðu lagi og fjármálakerfið er ekki í vandræðum. Fólk vill neyta, en fær það ekki

Og eins og kunnugt er, þá eru það fyrirtæki landsins sem framleiða landsframleiðsluna. Það eru hins vegar heimili landsins (og hið opinbera) sem neyta hennar. Þess sem heimilin ná ekki að neyta, er annaðhvort komið fyrir á lager (birgðir) eða flutt út til annarra landa

Hið opinbera framleiðir hins vegar ekkert, því það er ekki fyrirtæki. Það eyðir bara því sem fyrirtækin skaffa. Engir aðrir peningar eru til. Allir fjármunir hins opinbera koma frá rekstri fyrirtækja. Ef ríkið væri fyrirtæki þá gætum við afskrifað stjórnmálamenn og árstíðaleiðrétt niðurstöður kosninga

Uppfært kl. 13:29

Rétt í þessu sendi hagstofa esb frá sér nýjustu hagvaxtartölurnar eða svokallað skyndimat (e. flash estimate). Þar dróst landaframleiðslan á evrusvæðinu saman um 15 prósentustig (2.fj. 2020 miðað við 2.fj. 2019) og um 14,4 prósentustig í öllu esb. Verst er staðan á Spáni (-22,1 prósentustig) og í Frakklandi (-19 prósentustig) þ.e. af þeim ríkjum sem tilkynningin nær yfir. Staðan á evrusvæðinu er því nálægt því að vera tvöfalt verri en hún er í Bandaríkjunum. Hvernig skyldi standa á því?

Fyrri færsla

Blökkumenn styðja Biden enn síður


mbl.is Kórónukreppan ristir djúpt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband