Leita í fréttum mbl.is

Rólega... rólega... [u]

Ástæðulaust er að bera verri hagvaxtartölur á borð en innistæða er fyrir

Þegar blaðamenn tala um að landsframleiðsla í til dæmis Bandaríkjunum hafi fallið um 32,9 prósent á öðrum fjórðungi þessa árs, en koma svo með sama-fjórðungs-tölur frá Þýskalandi í næstu línu (11,7 prósent fall) og sem kynntar eru sem verandi af sama sauðahúsi (lesandinn gæti að minnsta kosti haldið það), þá er mikilvægt að halda því til haga hér, að um tvö ólík og ósamanburðarhæf hugtök er að ræða

Fyrri talan, sú frá Bandaríkjunum, sem nefnd er (-32,9%) er tilraun til að árs-gera sjálfan vaxtarhraðann með því að framkvæma "annualization"-útreikninga, þ.e. að breyta hagvaxtar-skammtímatölu yfir í niðurstöðu fyrir allt árið í heild. Dæmi: hjartsláttartala manns í hjartatoppi er árs-gerð

En þegar upp er staðið þá féll landsframleiðslan í Bandaríkjunum um 9,5 prósentustig á milli ára. Þ.e. annar fjórðungur 2020 miðað við annan fjórðung 2019

Í Þýskalandi var fallið enn meira, eða 11,7 prósentustig á sama tímabili

Bandaríski seðlabankinn gerir ráð fyrir því að landsframleiðsla Bandaríkjanna dragist saman um 6,5 prósentur á þessu herrans ári (miðað við síðasta ár í heild). Gert er hins vegar ráð fyrir enn meiri samdrætti á evrusvæðinu og í esb

Þetta er auðvitað allt saman slæmt. En hið góða í stöðunni er þrátt fyrir allt það, að um framboðskreppu er að hér ræða. Eftirspurnarhliðin er hins vegar í góðu lagi og fjármálakerfið er ekki í vandræðum. Fólk vill neyta, en fær það ekki

Og eins og kunnugt er, þá eru það fyrirtæki landsins sem framleiða landsframleiðsluna. Það eru hins vegar heimili landsins (og hið opinbera) sem neyta hennar. Þess sem heimilin ná ekki að neyta, er annaðhvort komið fyrir á lager (birgðir) eða flutt út til annarra landa

Hið opinbera framleiðir hins vegar ekkert, því það er ekki fyrirtæki. Það eyðir bara því sem fyrirtækin skaffa. Engir aðrir peningar eru til. Allir fjármunir hins opinbera koma frá rekstri fyrirtækja. Ef ríkið væri fyrirtæki þá gætum við afskrifað stjórnmálamenn og árstíðaleiðrétt niðurstöður kosninga

Uppfært kl. 13:29

Rétt í þessu sendi hagstofa esb frá sér nýjustu hagvaxtartölurnar eða svokallað skyndimat (e. flash estimate). Þar dróst landaframleiðslan á evrusvæðinu saman um 15 prósentustig (2.fj. 2020 miðað við 2.fj. 2019) og um 14,4 prósentustig í öllu esb. Verst er staðan á Spáni (-22,1 prósentustig) og í Frakklandi (-19 prósentustig) þ.e. af þeim ríkjum sem tilkynningin nær yfir. Staðan á evrusvæðinu er því nálægt því að vera tvöfalt verri en hún er í Bandaríkjunum. Hvernig skyldi standa á því?

Fyrri færsla

Blökkumenn styðja Biden enn síður


mbl.is Kórónukreppan ristir djúpt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Spurningin er- er þetta misræmi í fréttaflutningi vankunnátta eða vísvitandi? Veit ekki hvort er verra, hins vegar veit ég að neytendur eiga rétt á faglegri vinnubrögðum.

Ragnhildur Kolka, 31.7.2020 kl. 13:47

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur.

Þú verður að athuga að margir fjölmiðlar hafa fundið sér "öruggt svæði" til að starfa í. Þeir ásamt háskólunum og pírötum fluttu nefnilega til Suður-Mexíkó þar sem vestræn menning hefur ekki enn náð að spilla fjölmiðlun, umhverfinu, heilbrigðikerfinu, dómstólum né stjórnmálum. Þar sem engar styttur af neinum er að finna. Þar sem ekkert getur fallið.

PS: Þetta er vísvitandi gert Ragnhildur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.7.2020 kl. 13:59

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En ég er ekki að ásaka blaðamenn Moggans fyrir að segja frá tölunum eins og þær eru kynntar. Áföllin dreifast ekki eins niður á ársfjórðunga, né innan þeirra, í hverju landi fyrir sig.

Samanburður milli ára er því það sem skiptir mestu máli, bæði hvað varðar uppgjör landsframleiðslunnar og í rekstri fyrirtækja.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.7.2020 kl. 14:43

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er rétt að Mogginn bætir úr m.þ.a. segja síðar í fréttinni að miðað við ársfjórðung 2019 þá sé samdrátturinn 9.5%. Engu að síður gefur fyrirsögn og undirfyrirsögn Moggans falska mynd af ástandinu. 

Kínaveiran hefur alið á hryllingsfréttum og fréttaflutningur hér á landi frá BNA hefur allur verið í hryllings stíl. Það myndu því fáir kippa sér upp við að lesa að allt sé að fara til fjandans hjá Trump á meðan Þýskaland sé bara að koma ágætlega út úr pestinni efnahagslega. Kæmi sér vel fyrir áróðursmaskínu ESB-sinna.

Ragnhildur Kolka, 31.7.2020 kl. 16:01

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já já, mikið rétt Ranghildur.

Verst þykir mér þó að íslensk stjórnvöld skyldu vilja fórna íslenska hagkerfinu fyrir komur nokkurra þúsunda erlendra ferðamanna með grasserandi ferðanjálg í toppstykkinu og í afturendanum, ofan í komur berkla- og lifrarveikisiðnaðarins sem kallar sig "alþjóðleg vernd" og erlends þrælaiðnaðar sem "leggur gangstéttir" fyrir utan heilsugæslustöðvar. Hvað er eiginlega að gerast!! Eru íslenskir stjórnmálamenn almennt orðnir treggáfaðir vesalingar?!!

Látið er eins og að himinn og jörð farist við það að landið losni við þessa erlendu helreiðar-plágu og að helsta starf þjóðarinnar sé það að vera sífellt á ferðalagi og í fríi við að lesa matarniðurskriftir (ódýrasta útgáfuefni fjölmiðla).

Örstutt er síðan að öll sumur Íslendinga (unglinga líka) fóru í að "bjarga verðmætum" með því að vinna mest á sumrin, en taka því aðeins rólegra fyrir vetrartímann: útgerð, byggingar, iðnaður og landbúnaður.

Ég man svo vel eftir því þegar við vorum að byggja og múra Landsbankann að Laugavegi 7, að þá settist maður stundum út í gluggakistu á hádeginu, borðandi loksins heit svið úr kjötbúð Tómasar, og glápti eins og naut á nývirki á allt fólkið sem var á Laugaveginum á virkum dögum. Því var maður ekki vanur, því byggingarbransinn var allur í nýju úthverfunum. Sérstaklega stúlkurnar vöktu að sjálfsögðu áhuga minn.

Þá sagði maður þarna við sjálfan sig: "hvað er allt þetta fólk að gera þarna núna. Af hverju er að ekki í vinnunni?". Í dag  tæki sig varla að telja þær fáu hræður frá þeim tímum, miðað við fossinn af Íslendingum sem var þarna samankominn alla virka daga áður en núverandi borgarstjórn algeggjunar komst til valda.

Nú get ég mér til þess að ríkisstjórnin hafi eyðilagt minnst 5 prósentur landsframleiðslunnar með því að hafa opnað á veiruna frá Wuhan á ný. Og nú er hún (ríkisstjórnin) á ný að drepa ferðafrelsi þjóðarinnar í sínu eigin landi og kála því sem hefði getað orðið, en verður ekki. Og fyrirtækin þurfa því að skella í lás á ný og skella framboðskreppuhandjárnunum á á ný. Þetta er nú meira klúðrið hjá þessum vesalingum sem kalla sig ríkisstjórn Íslands.

Algerir aular!

Gunnar Rögnvaldsson, 31.7.2020 kl. 17:45

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

já,hvar eru fuglar þeir á sumri sungu,? 

Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2020 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband