Leita í fréttum mbl.is

Íslenska þjóðin slær hring um embætti höfðingja hennar

Fáninn

Þjóðfáni lýðveldis Íslendinga

****

Íslenska þjóðin kaus sér forseta laugardaginn 27. júní 2020. Sýndi þjóðin að henni er annt um forsetaembættið og áframhald þess. Hún flykktist á kjörstað þrátt fyrir yfirburðarsigurlíkur Guðna Th. hins sitjandi forseta lýðveldis þjóðarinnar, og sýndi þar með í verki að henni er annt um sjálft embættið og áframhaldandi tilvist þess. En sumir hafa viðhaft þann tón að leggja beri embættið niður, á meðan þeir eftir hentugleikum styðja með hinni hendinni við alls konar skrílsmótmælahreyfingar brotabrota kjósenda og umboðslausra samtaka, svo og einnig við umboðslaust vald erlends yfirríkis á sama tíma. Broskallalýðræði það

Þarna var enginn skríll á ferð, heldur þjóðin sjálf, og Guðmundur Franklín á hrós skilið fyrir að bjóða sig fram og staðfesta þar með tilvistarlegt réttmæti embættisins og mikilvægi þess fyrir þjóðina. Hjá honum og Guðna Th. voru engar "rangar skoðanir", heldur aðeins mismunandi, eins og vera ber. Þakka ég báðum fyrir og óska þeim heilla

Næstu fjögur árin gengur íslensk þjóð í takt hvað varðar þjóðhöfðingja sinn og vonandi gengur hann í takt við hana, því sú þjóð mæltist til þess með auknum þunga í gær - eða með fullum þunga hins mikla meiri hluta. Svo mikið er ekki hægt að segja um hið umboðslausa það sem alþingismenn lýðveldisins aðhöfðust á kjörtímabilinu, algerlega í andstöðu við þjóðina

Fyrri færsla

Hver stendur fyrir efnahagsbata? Hvar er V-laga viðsnúningur þegar hafinn?


Bloggfærslur 28. júní 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband