Leita í fréttum mbl.is

Ógerningur að reka alþjóðlega fjármálastofnun í ESB

Myntbandalagið sekkur

Deutsche Bank dregur sig út úr alþjóðlegri bankastarfsemi vegna sovétríkis ESB

Enn ein af óteljandi björgunaraðgerðum til handa reddingar Deutsche Bank frá þroti, var sjónsett á ESB-leiksviðinu um helgina. Tæplega 20 þúsund starfsmönnum, eða einum af hverjum fimm, verður gert að missa vinnuna út um allt. Því sem með þessu sparast á síðan að troða sem 288 milljörðum evra ofan í það svarthol sem eignasafn bankans er, og sigla því síðan út úr bankabyggingu Deutsche í Frankfurt, sem þrotarústum sérfræðingaveldis ESB á háum launum, undir heitinu "a bad bank" eða ruslakista

Það skyldi ekki undra neinn að útrás bankans færi svona á 20 árum, því sósíaldemókratinn Gerhard Schröder, með alla sína 10 þumalfingur ofan í bönkum ESB og Rússlands, heimtaði að ESB (lesist Þýskaland en ekki Bretland) myndi koma sér upp banka sem keppt gæti við Wall Street, Lundúnir og Sviss. Slíkt var náttúrlega fáránleg hugsun frá byrjun, því að myntin sem Deutsche á heima í er ónýt og bankahæf lögsaga seðlabanka hennar er ekki til

Þegar að fjármálakreppan skall á komu yfirburðir þjóðríkislögsögu seðlabanka í fullvalda og sjálfstæðum þjóðríkjum í ljós og bandaríski seðlabankinn gat skipað öllum lánshæfum bönkum í lögsögu hans að íklæðast björgunarvestum alveg sama hver staða þeirra væri og að endurfjármagna sig úr hirslum hans og borga síðar, ef með þyrfti, eða deyja og drepast. Ekkert pókerspil um hvar í fjármálakerfinu svarti pétur ætti heima mætti verða til. Svo nú eru það Wall Street og Lundúnir sem yfirtaka algerlega hlutverkið sem alþjóðlegur banki á meðan Deutsche pakkar saman og gerir eins og stjórnandi hans sagði: verður þýskur banki í (fornaldar) Þýskalandi á ný

Allur hagnaður hans hefur farið í að borga skatta til ECB-seðlabankalings ESB sem er með neikvæða vexti á innistæðum, þ.e. inneign Deutsche er skattlögð því að vansköpun myntarinnar evru kallar á að bankar séu þvingaðir til að lána út þá peninga sem þeir hafa umfram. En til hvera ætti að lána þá veit enginn því flestir viðskiptabankar ESB eru fullir af rusli sem stjórnmálastétt ESB bjó til. Til dæmis því rusli sem Gerhard Schröder þvingaði Deutsche til að kaupa árið 2004 og hét Postbank. Angela Merkel tók svo yfir og hefur staðið í því mánuðum saman að þvinga Deutsche til að yfirtaka brunarústina Commerzbank, á meðan vinnulöggjöfin og verkalýðshreyfingar Þýskalands gera slíkum brunarústum algerlega ókleift að keppa við Lundnúnir, Wall Street og þjóðríkið Sviss. Og svo eru það 1300 brunarústir í eigu þýska ríkisins og fylkjanna sem þýska ríkisstjórnin neitar að endurfjármagna og halda ofansjávar því þetta er jú Evrópusambandið, ekki satt! Þar má ekkert fyrir fjórfrelsinu, svo kallaða

Þarna höfum við svart á hvítu það sem ég spáði, að enginn með fullu viti mynd flytja neitt að ráði frá Lundúnum yfir til meginlands Evrópu þegar að Bretland færi út. Enda segja stjórnendur Deutsche að veikburða tilvistarleg staða Evrópusambandsins, seðlabanka þess, útganga Bretlands og viðskiptastríð um víða veröld (sem ESB með 100 prósent öryggi mun tapa) séu ástæður þess að Deutsche, sem fyrir löngu ætti að vera kominn á hausinn, pakki saman og hörfi heim. Bankinn er einu ári eldri en sjálft Þýskaland og ætti fyrir löngu og með réttu að vera farinn í þrot og steindauður, hefðu markaðslögmál fengið að ráða einhverju um örlög hans og annarra steinrunninna fyrirtækja þýska aðalsins

Það eru aðeins vanhæfir fáráðlingar og esbsinnar sem halda að lausnin á öllu sé ESB og EES. Viðhorf þeirra er svipað þegar að tölvunartækni kemur. Þeir menn halda að tölvunartækni sé einskonar töfrasproti (á í reynd ónýtum og úr sér gengnum stýrikerfum, hriplekum gagnageymslum og tengingum) á meðan þeir sem þekkja þá tækni best hrista hausinn og hlægja að fávisku slíkra kjána

"Fjártæknifyrirtæki" munu ekki stinga neinu mikilvægu undan alvöru bönkum. Þvert á móti þá munu alvöru bankar vita best hvernig nýta megi fyrirtæki tölvunarbransans út í ystu æsar, til að koma alvöru bankaþjónustu inn í stafræn tæki neytenda á öruggan og gróðavænlegan hátt

Margir vita að alvöru bankar eru ávallt skrefinu lengra komnir í notkun tækni en hinn almeni tölvunargeiri. Sá geiri er nú í svo miklum tilvistarvandræðum að hann reynir að troða vanbúinni tækni sinni inn í kaffivélar og straujárn með hörmulegum afleiðingum fyrir hinn almenna borgara. Alvöru bankar munu bjóða þessum fyrirtækjum mergð og heilan regnboga API-enda inn í bankavöruhús sín, því án alvöru bankaþjónustu á tækjum sínum eru hin svo kölluðu fjártæknifyrirtæki fyrirfram steindauð. Þau geta aldrei orðið bankar og þau geta aldrei ráðið til sín það fólk sem bankar hafa alltaf haft, og sem alltaf er skrefinu framar í öllu sem varðar löggjafavaldið á vesturlöndum og innleiðingu tækni sem uppfyllir kröfur þess og eftirlit

Rauntímavinnsla íslenska bankakerfisins er einstök í heiminum og innviðir á borð við Reiknistofu bankanna er hnossgæti sem fá lönd geta státað af. Hins vegar eru það esb-stjórnvöld og löggjöf þeirra sem hvíla eins og þrumuský yfir nánast öllu hér á landi, og koma í veg fyrir áræðni, nauðsynlega áhættutöku og því að snilligáfa íslenskra bankamanna fái að njóta sín til fulls. "Alþjóðlega fjármálmiðstöðin Ísland" hefði vel getað staðist ef við værum ekki í EES. Þá hefði hún sérhæft sig, vaxið sjálfbært og væri enn á lífi í dag, á meðan sólin sest í hinsta sinn á sokkið sovétríki Evrópusambands í smíðum

Það er ekki nein tilviljun að Warren gamli Buffet er að skófla til sín bréfum í bönkum. Hann sagði að bankar verða ekki svona ódýrir eins og þeir eru í dag eftir 10 ár. Ég spái alvöru bönkum í alvöru þjóðríkum bjartri framtíð. Það var í tísku að vera illa við þá eftir hrun og að tala þá niður, en tíska er hins vegar háð tíma og stað. Þess vegna var dýrasta ilmvatni veraldar hleypt af stokkunum í dýpasta öldudal Kreppunnar miklu á síðustu öld, og það fæst því enn. Sókn er oftast besta vörnin. Því skal öllum orkupökkum ESB hent í ruslið, því þar eiga þeir sannarlega heima

Leiðari Wall Street Journal fjallaði um "sápu óperu" Deutsche Bank og ESB í gær: As the Deutsche Bank Turns ($)

Fyrri færsla

Málamiðlun um EES-samninginn heitir dómstóll


Bloggfærslur 9. júlí 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband