Leita í fréttum mbl.is

Finnland: Mikil mistök að taka upp evru

FRÁ PAKKASAMBANDI

Björn Wahlroos, stjórnarformaður Nordea bankans og Sampo Group samsteypunnar, segir að það hafði verið stór mistök að Finnland skyldi hafa tekið upp myntina evru. En Finnar hafa verið læstir fastir inni í evru frá og með 1999

"Finnland hefur næstum engan hagvöxt haft frá og með árinu 2007". En síðan þá eru liðin 12 ár. "Á þessu tímabili hefur sænska hagkerfið hins vegar vaxið um meira en 20 prósent", segir Wahlroos. "Það hefur kostað Finnland ofboðslegt fé að sitja uppi með þýska mynt á finnskum vinnumarkaði" segir hann. "Þegar þú ert með vonlausa verkalýðshreyfingu á vonlausum vinnumarkaði eins og í Finnlandi, þá verður þú að hafa þína eigin mynt". Fjárfestar vilja ekki festa fé sitt í svona landi, sagði Wahlroos

Sem sagt: evran hefur kostað Finnland heilt heilbrigðiskerfi plús allt skólakerfið, á aðeins 12 árum, eða sem svarar til eins fimmta af stærð hagkerfisins. Á endanum mun hún kosta Finnland lífið, verði ekkert að gert

Allir pakkar Evrópusambandsins eru svona. Án undantekninga. Þess vegna er Evrópa eins og hún er: púðurtunna

Það er gott að íslenska ASÍ ætlar ekki að fremja harakiri saman með finnsku evru-verkalýðshreyfingunni. ASÍ segir því nei við örorkupakka ESB númer þrjú.

Hin svo kallaða "finnska leið" Jóhönnu-stjórnarinnar var þá eftir allt saman bara leiði Finnlands í grafreit evrunnar. Þar deyja nú fleiri en fæðast og allt er á leiðinni suður og niður

Krækjur: hhb.fi og friatider.se

Enginn ætlar að flytja til Finnlands, þvert á móti

Verða grafir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks teknar þar sem Finnland liggur núna? Ég spyr, því xD hyggst með orkupökkum gera íslensk heimil að örorkubótaþegum ESB, eins og Framsóknarflokkur er að ganga frá íslenskum landbúnaði dauðum. Svipað og þegar niðurgreidd ræktun rúsína í ESB kom bændum á hausinn í Kaliforníu, þar sem verðið á þrúgum reiðinnar varð að lækka úr 1400 dölum tonnið og niður í 400, ef bændur þar á bæ áttu að lifa af. Sem þeir gerðu auðvitað ekki, heldur voru þeir boðnir upp á spottprís til stóriðnaðar og sumir þeirra tóku sitt eigið líf. Allt vegna niðurgreiðslna Evrópusambandsins

Þessu þarf að mæta með fullri og óskorinni hörku. Fylla þarf síkið umhverfis Ísland af eitri til að drekkja ósanngjörnum keppinautum í. Það er hlutverk stjórnvalda. Að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að nota fullveldi íslenska lýðveldisins

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum 

Fyrri færsla

Orkupakkar ESB snúast ekki um hagsmuni íslensks almennings


Bloggfærslur 12. maí 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband