Leita í fréttum mbl.is

Heimsókn Pompeo: Íslandi sett nýtt hlutverk og mikilvægi

Er virkilega enginn nema ég sem kem auga á hvaða grundvallarbreyting er að verða á mikilvægi Íslands í gagnkvæmu bandalagi okkar og Bandaríkjanna. Af hverju kom utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands?

Jú staðan er þannig að mörg rauð ljós vegna Norður-Atlantshafs og Íshafsins hafa í nokkur ár blikkað í mælaborði Hvíta hússins. Trump forseti sópaði gáfumannaskýrslunum ofan af þeim þegar hann kom inn, og hófst handa. Rauð ljós eru rauð ljós og þau á að taka alvarlega

Þau eru, ásamt öðrum, þessi: Grænland er á höndum ríkis sem ræður ekki við það sem geópólitíska einingu í veraldarhafinu. Það er á höndum Danmerkur, og Danmörk er í ESB og ræður ekki miklu um sín mál. Grænland er einnig á höndum Danmerkur sem verandi barn þess. Þessu barni getur Danmörk ekki sinnt því hún hefur hvorki pólitískan vilja til þess, né þau auðæfi sem þarf til að vernda það gegn slæmum ölfum í heiminum, né að skaffa því örugga og farsæla framtíð. Það geta einungis Grænlendingar gert sjálfir. En til þess þurfa mikilvægar breytingar að eiga sér stað fyrst:

Mike Pompeo kom til Íslands til að hefja það verk í samvinnu með Íslandi að leiða Grænland til sjálfstæðis sem fullvalda ríki. Við eigum að taka á okkur aðstoðarhlutverk í svipuðu ferli og við sjálf fórum í þegar að Bandaríkin studdu okkur til þess að verða sjálfstætt ríki

Bandaríkin eru byggð á Biblíunni og hún segir að enginn megi vera konungur/forseti yfir öðrum þjóðum. Bara sinni eigin þjóð. Þetta er frumregla sem enginn ætti að hunsa að ástæðulausu. Á því græddum við 1944. Og nú er það hlutverk Íslands að endurgjalda Bandaríkjunum þann greiða, með því að aðstoða þau við að frelsa Grænland úr festum við danska konungsríkið, svo að Bandaríkin geti í samvinnu með Íslendingum veitt Grænlandi sömu aðstoð og þau veittu okkur á leið okkar til sjálfstæðis og á fyrstu áratugum þess þar á eftir

Þess vegna sendi Donald Trump sinn æðsta diplómat til Íslands til að hefja þetta ferli

Við getum ekki sagt nei og við ættum ekki að segja nei. Við getum þetta og við erum siðferðilega skyldug til að segja já. Erum við klár? Já, saman með dýpsta bandamanni okkar: Bandaríkjum Norður-Ameríku

Bandaríkin þola ekki lengur kæruleysislegan umgang Danmerkur með Grænland. Lönd á ekki að láta reka ábyrgðarlaust um veraldarhafið. Þrír flugvellir sem næstum því komust á kínverskar hendur í Grænlandi var mjög svo ergilegt símtal sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vegna kæruleysis danskra stjórnvalda, var þvingaður til að hringja (Sjá grein WSJ 10. febrúar 2019). Of seint er að koma kínversku málmasamsteypunni Shenghe Resources Holding út úr Grænlandi, en margt annað er sennilega hægt að stöðva

Og þar sem til dæmis fyrrverandi Frankfurt-Hahn herflugvöllur Bandaríkjanna í Þýskalandi er með samþykki þýskra stjórnvalda kominn í 82,5 prósent eigu hins kínverska HNA Airport Group, þá er vel vitað hversu hörmulega ábyrgðarlaus yfirvöld landa Evrópusambandsins eru þegar að þjóðaröryggi kemur, þar sem Þýskaland ríður ávallt á vaðið sem kærulaus leiðtogi útópíu á framfærslu Bandaríkjanna í öryggismálum, sem það misnotar á hinn grófasta hátt. Og löndin sem eru á ESB-sporbraut umhverfis Þýskaland, fylgja sjálfkrafa slæmri fyrirmynd þess

Grænland er í túnfæti Bandaríkjanna og Kanada. Það verður tekið á málunum. Innganginum inn í Norður-Ameríku verður lokað, hvað sem það kostar og hvernig sem hann hugsanlega gæti orðið. Þjóðaröryggisstefna byggir alltaf á því versta sem getur gerst. Annars væri hún þjóðaróöryggisefna

Kannski sástu þetta fyrst hér

Fyrri færsla

Nei. Við ætlum okkur ekki að brenna inni í ESB og EES


Nei. Við ætlum okkur ekki að brenna inni í ESB og EES

Þú ert að yfirgefa bandaríska aflið - þróun iðnaðarfamleiðslu á evrusvæðinu

Mynd: Síðustu 12 mánaða þróun iðnaðarframleiðslu helstu iðnaðarlanda á evrusvæði Evrópusambandsins, sem nú hefur náð föstum viðskilnaðarhraða við bæði borgarana í löndum þess og Bandaríki Norður-Ameríku

****

Stofnun Evrópusambandsins gekk að miklu leyti út á að ná sér niðri á Bandaríkjunum og engilsaxneskri stjórnarskrárbundinni ríkisstjórnun með lýðræði og réttindum fyrir borgarana. ESB-öflunum þótti skandall að Bandaríkjunum í vestri hefði tekist að verða það ríki frjálsra manna, sem lifað hefur lengst í allri sögu mannkyns sem frjálst land, frjálsra manna, sem stjórna sér sjálfir án kónga, keisara og einræðisherra. Bandaríkin eru eina landið í mannkynssögunni sem bæði er frjálst og öruggt samtímis. Þau eru eina ríkið í mannkynssögunni sem státað getur af slíkum árangri

Svona skuggalegum og subbulegum árangri í þágu fólksins (horrör aðalsins), hefur Evrópusambandinu að miklu leyti tekist að berja niður í fæðingu í Evrópu, með því að Evrópusambandið hefur þjóðnýtt sjálf stjórnmálin í öllum löndum sambandsins. Þau mega ekki snúast um annað en samruna. Sjálfstæðið er þegar horfið og fullveldið er komið í tætarana í Brussel

Ísland verður skilyrðislaust að höggva á EES-togvírana niður til Evrópu, ef við eigum ekki að sökkva með henni. Þessi heimsálfa er orðinn geldur steinn til eilífðar. Hún er að verða lífshættulega steindauð blindgata fyrir Ísland. Við verðum að horfa í vestur og taka okkar á eins og Guðlaugur Þór

Samanlagt hagkerfi evrusvæðisins árið 2017, var ennþá minna en það var árið 2009, segir í grein Walter Russell Mead á WSJ. Hugsið ykkur pyntingarnar á fólkinu sem býr þarna og hversu bágborinn neytendamarkaður svæðisins er. Á sama tíma óx bandaríska hagkerfið um 34 prósent. Það þarf ekki að leggja menn í lömunarstóla EES-samningsins til að skilja svona tölur. Þetta er versta efnahagssvæði heimsins. Hvorki meira né minna

Ekki aðeins hefur íslenska verkalýðhreyfingin reynt að troða Íslandi inn í hið brennandi hús Evrópusambandsins, og þess vegna samþykkt rústun á íslenskum vinnumarkaði með innfluttum þrælum, heldur heimtar hún nú að brennandi hús Evrópusambandsins séu með ESB- og EES rétttrúnaði flutt inn til Íslands til að brenna landið okkar niður innanfrá

Þetta verkalýðshreyfinga-lið, sem allt of lengi hefur fyrst og fremst verið lítt dulbúin pólitískt vinstrihreyfing, leitaði sér alltaf andlegs og pólitísks fóðurs í Sovétríkjum. En hún en snéri sér svo til Evrópusambandsins, eftir að hennar líkar höfðu brennt Rússland niður til grunna, og borgara þess með. Það er kominn tími til að þessi hreyfing sé handtekin til ríkisendurskoðunar. Ég kaus þetta lið ekki. Og það gerði heldur enginn annar

Fyrri færsla

Innflutt verkalýðsforysta betri kostur [u]


Bloggfærslur 16. febrúar 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband