Leita í fréttum mbl.is

Myndi kínverska hagstofan þora ?

Segjum svo að sérfræðingar hagstofu Kína hafi í 60 ár stundað pólitískt vændi, með því að þora ekki að leiðrétta mistök, eða, sem er enn líklegra, hafa unnið samkvæmt pöntun frá Kommúnistalokknum, sem stjórnar landinu. Mistök eins og til dæmis þau -reyndar miðstýrð pólitík- að þegar að brú númer þúsund er byggð yfir í ekkert, að þeir bankar (í ríkis,- héraðs,- og einkaeigu) sem lánuðu til verkanna, niðurskrifi þá lánasöfn sín og þar með virðisaukaþátt þeirra í landsframleiðslunni út úr landsframleiðslunni aftur. Þá þyrfti að leiðrétta tölur um landsframleiðsluna í Kína 60 ár aftur í tímann, því ekkert af þessu tagi í bókum kínverskra banka er afskrifað, nokkru sinni. Bækur þeirra eru stútfullar af verðmætum þúsund brúa yfir í ekki neitt. Tölurnar um landsframleiðsluna í Kína eru sem sagt fullar af virðisaukaþætti þúsund brúa yfir í ekkert fyrir Kínverja. Þær brýr munu ekki stuðla að auknu ríkidæmi, og eru þar með brennsla á þeim verðmætum sem í þær fóru. Þær eru óarðbærar fjárfestingar: tortíming verðmæta. Þær eru eins og Vinstri græna fátæktin sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðifokksins hefur samþykkt. Þar verður verðmætunum brennt og brýr yfir í ekkert byggðar, á þann veg að fyrst skal því tortímt sem virkar betur en allt annað, og nýtt sem virkar ekki skal byggt í staðinn. Summan verður hola í jörðina og græn ofsatrúar-fátækt

Kína hefur því ályktað sem svo að best sé að byggja brýrnar í hagkerfum sem virka. Í hagkerfum sem viðhafa raun-uppgjör þjóðhagsreikninganna þannig að óarðbærar fjárfestingar eru sagðar glatað fé og bankarnir færa niður bókfært verðmæti lánasafana sinna, og senda þar með leiðréttingu til hagstofunnar sem skrifar virðisaukaþátt fjármunamyndunar út úr landsframleiðslunni, eins og vera ber. Þetta er kallað e. hard budget constraints, sem á mannamáli þýðir réttvísandi bókhald. Kína veit þetta, og dælir því frá og með nú loftbrúarfé sínu til viðtökustaða erlendis, sérstaklega til ríkja á hausnum, eins og til dæmis til Grænlands, þar sem landsstjórnin var svo seint sem árið 2017 á fullu að reyna að fá Kínverja til að byggja flugvelli í landinu. Hringdi þá James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna beint í Kaupmannahöfn og talaði við Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, og skipaði honum að gera það í málinu sem Danmörk á að gera, fyrst að það land þykist yfir höfuð vera ábyrgt fyrir hag Grænlendinga. Þetta var skipun, en ekki beiðni, má lesa út úr frétt Wall Street Journal um málið í dag

The Pentagon raised an alarm last year over what it deemed a troubling development in this ice-cloaked territory: China was looking to bankroll and build three airports that could give it a military foothold off Canada coast. [..] Beijing must not be allowed to militarize this stretch of the Arctic, Mr. Mattis told his Danish counterpart Claus Frederiksen at a meeting in Washington in May, according to officials close to the discussion.

Kína er eins og er, aðal- eða hlutafjárfestir í sjö höfnum í næsta nágrenni sínu, einni í Ástralíu, tveimur á Indlandi, sjö í Mið-Austurlöndum, fjórtán í Afríku, tveimur í Norður-Evrópu, einni í Suður-Evrópu, einni í Karabíska hafinu og einni í Suður-Ameríku. En Grænland fær það varla úr þessu, og er það fyrst og fremst Bandaríkjunum að þakka, en hvorki Grænlendingum sjálfum né Dönum. Og það er íslenskum Íhaldsmönum að þakka að ekki er búið að selja Keflavíkurflugvöll á opnum en samt lokuðum markaði til Kína, eins og landið okkar er selt í bútum til fyrirtækja sem enginn veit hver á, nema Kína

Horrorsýn Íhaldsmanna á líberalismann (kallaður frjálslyndi þegar fara á frjálslega með réttindi þjóðarinnar og fé skattgreiðenda) átti sér rætur í því að Líberalismi mun óhjákvæmilega slíta þjóðríkið úr böndum við þjóðina sem skapara þess, og þjóðin þar með missa þjóðfrelsið sem Biblían boðar, eftir árþúsunda slæma reynslu af imperíalisma (glóbalisma)

Ríki sem taka upp líberalisma munu ávallt viðhafa glóbalisma að meira eða minna leyti, og mannkynssagan sannar að þannig ríki búa aldrei við takmarkað ríkisvald. Það verður alltaf ótakmarkað ríkisvald, eins og sést vel á Byltingar-Frakklandi sem gleypti kenningar Lockes hráar

Þess vegna bannfærði Gamla testamentið líberalismann löngu áður en hann fékk nafn meðal þjóðanna, sem áttu að halda sig innan landamæra sinna og sem aðeins þannig gátu búið við takmarkað ríkisvald og frelsi, sem og einnig aðskilið ríkisvald. Konungur/forseti mátti aðeins vera konungur yfir sinni eigin þjóð, en ekki öðrum þjóðum. Hann átti ekki að flæða út fyrir landamæri ríkisins og gleypa heiminn eins og kommúnistar reyndu í ýtrustu útgáfu líberalismans, með bækistöðvar í Sovétríkjunum, sem sögð voru 16 prósent af heimshagkerfinu á hátindi þeirra í kringum 1975, en reyndust aðeins vera 5 prósent þegar þau komu undan kommajöklinum árið 1990. Þau voru hin græna pólitík vinstrimanna þeirra tíma. Kína verður eins, þegar það kemur undan kommajöklinum. Froðunni í þjóðhagsreikningum léttir alltaf

Bjarni Benediktsson er líberalisti og glóbalisti og sendisveinn grænnar fátæktar. Þetta er ekki nógu gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Bara alls ekki nógu gott. Það þarf ekki Grænlendinga til

Það voru Hamilton, Madison og Washington sem lögðu stjórnarskrá Bandaríkjanna í bönd Íhaldsstefnunnar á meðan Jefferson var fjarverandi að skoða dálæti sitt, Frönsku byltinguna, sem varð blóðorgía líberalista og Napóleonsstyrjalda næstu 100 árin. Lincoln var hins vegar Íhaldsmaður af Guð náð, eins og Trump, og ákaflega vel inni í lagakerfi Ísraelsríkis hins forna, og pólitískrar heimspeki þess um þjóðfrelsið sem þjóðríkið veitti löndum og þeim einstaklingum sem þar búa. Heitasta ósk hans var að stíga fæti sínum í Landið helga. Á meðan dunduðu líberalistar Demókrata sér við þrælahaldið, eins og í dag

Fyrri fræsla

Stuttar: Íslandsferð Pompeo - og póstkort


Bloggfærslur 11. febrúar 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband