Leita í fréttum mbl.is

Rangt að tala um Miðausturlönd. Skófla er skófla og spaði er spaði

Að tala um Miðausturlönd er villandi þegar talað er um þessi vandamál sem Guðlaugur Þór nefnir þarna. Það verður að tala um hinn múslímska heim sem nær frá Marokkó til Filippseyja, og frá Mið-Asíu og til Afríku í suðri. Þarna búa um 1,6 milljarður múslíma og þessi heimur sótti að hinum kristna heimi öldum saman. Valdajafnvægið á milli þessa heims og hins kristna fór síðast að snúast kristnum í hag á 18. öld, og það hafði að sjálfsögðu pólitísk áhrif á heim múslima. En þrátt fyrir að þeim áhrifum hafi fylgt vestræn veraldarhyggja, sem um tíma mótaði að hluta til stjórnarfar í hinum ýmsu pólitísku einingum, sem sín á milli berjast um völdin í hinum múslímska heimi, þá fór hið pólitíska íslam í heimshlutanum aldrei burt og gaf ekki eftir nema á yfirborðinu. Pólitískt íslam er nefnilega hin rétta útgáfa af íslam, hvað svo sem mönnum kann að finnast um það. Eðli trúarinnar krefst guðstjórnar í guðstjórnarríki. Það er staðreynd á jörðu niðri. Henni er ekki hægt að humma sig fram hjá

Hin evrópsku áhrif deyfðu aðeins um tíma réttu útgáfuna af íslam og tvístruðu pólitískum valdaeiningum tímabundið. Valdajafnvægið er nú byrjað að snúast hinum íslamska heimi í hag í takt við hnignun Evrópu... og hér kemur það... og þar er fall Sovétríkjanna gikkurinn sem hleypti því sem Bandaríkin hafa barist við, af stað. Það var innrás Sovétríkjanna í Afganistan sem skapaði hreyfingu Talibana sem var sameiningarafl tvístraðra jiihadista, sem ávallt voru þarna og hurfu aldrei og munu aldrei hverfa. Það afl rak Sovétríkin út og velti um koll stjórn marxista í landinu. Ríki íslams er síðan sprottið af al-Qaida. Að berja niður Ríki íslams hefur engin áhrif á gróðurhúsið sem það spratt úr. Gróðurhúsið er heimur íslams með 1,6 milljarð manna innanborðs

Sovéski múrinn sem féll þegar Sovétríkin féllu; þ.e. múrinn frá Eystrasalti, þvert niður Þýskaland, niður Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgaríu, yfir Svartahaf –þar sem Tyrkland stöðvaði útflæði kommúnismans– að landamærum Írans, Afganistan og að Kína; já þegar þessi múr féll, þá þýddi sá atburður upp allt það sem í næsta nágrenni við hann var. Þess vegna varð til dæmis stríð á Balkanskaga. Þýða leysti frosin öfl úr læðingi. Þetta er hin eiginlega hamfarahlýnun

Ríki íslams mun alltaf spretta upp á ný og taka sér hin ýmsu nöfn; al-Qaida, ISIS, eða nefndu það bara. Þetta þurfa menn að horfast í augu við

Kratisminn gekk ekki upp. Reyndar virðist kratismi hvergi ganga upp því heimurinn er ekki úníversal eins; og maðurinn ekki heldur; nema þeir sem fæðast, lifa lífinu og deyja í matrixu. Kratisminn gerir okkar Guð lítinn, og við það stækkar guð annarra, og ef illa fer, verður stærstur

Þannig er nú það. Meðal annars þess vegna, er Íhaldsstefnan það eina sem borið getur Vesturlönd uppi. Þau deyja hins vegar í kratisma: les. líberalisma. Sýnishorn af einum slíkum dauðvona sjúklingi –hann skrópaði í Gamla testamentinu og kunni ekki Útgönguna– er nú til sýnis á líknardeildinni Valhöll. Aðgangur er ókeypis

Fyrri færsla

Kratisminn gekk ekki upp - heldur ekki í Tyrklandi


mbl.is Raunveruleg hætta á uppgangi ISIS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband