Leita í fréttum mbl.is

Kratisminn gekk ekki upp - heldur ekki í Tyrklandi

Það krefst töluverðra íhugana að melta það sem nú hefur gerst í Tyrklandi. Sögulegir atburðir eru að gerast beint fyrir framan nef okkar, eins og mannkynssagan ávallt veltur fram. Þar sem hvorki þarf að nota viðamiklar græjur og mannskap CIA, NSA né sendiráð og sérfræðinga, heldur aðeins sín eigin augu og nef. Það er að segja ef að menn kunna enn að lesa, sem þeir því miður í sífellt minna mæli gera. Endurreisa þyrfti Barnaskólann

Ný millistétt út um vítt og breitt Tyrkland, og sem varð til fyrir tilstilli veraldarhyggju Kemalista í Istanbúl, sem áður var trúarpólitískt höfuðsæti kristni, hefur nú tekið völdin af Kemalistunum, sem gerðu hana bæði efnaða og valdameiri. Erdogan forseti er maður hennar –millistéttarinnar– og hann þarf því að stjórna Tyrklandi með því að allir óttist hann, því annars springur Tyrkland í loft upp. Þetta er það eina sem hann getur gert. Líki mönnum ekki stjórnarfar hans, þá er valkosturinn enn verri: borgarastyrjöld og síðan klerkaveldi íslams

Veraldarhyggjustjórn í Tyrklandi með aðstoð hersins er lokið. Henni er algerlega lokið. Sá kafli sögunnar er búinn því hann gat ekki gengið lengur, því það er einfaldlega ekki hægt að þurrka rætur þjóða út. Það gengur ekki upp og endar illa. Það sést líka í Rússlandi, sem er kirkjugarður Sovétríkjanna. Kristnar rætur Rússa var ekki hægt að þurrka út með veraldarhyggju sósíalismans, né neinum afbrigðum hans, og heldur ekki með kratisma sem er bjór- og dagdrykkjuútgáfan úr vínkjallara sósíalismans

Þetta veit Donald Trump því hann er fullorðinn og reyndur maður eins og stjórnmálaleiðtogar þurfa að vera. Bandaríkin hafa því, frá og með nú, viðurkennt Tyrkland sem stórveldi í heimshlutanum og jafnframt sem áframhaldandi bandamann síðustu 76 ára, sem betra er að hafa með sér en á móti. Þetta veit Trump vegna þess að hann er Íhaldsmaður; sem í ræðu sinni í stofnun Sameinuðu þjóðanna 2017 sagði eftirfarandi:

"We do not expect diverse countries to share the same cultures, traditions, or even systems of government. But we do expect all nations to uphold these two core sovereign duties: to respect the interests of their own people and the rights of every other sovereign nation."

Þess vegna segir Íhaldsstefnan þetta, sem er kjarni hennar:

1. Sögulegar staðreyndir: sem byggja á reynslu kynslóðanna, er það sem stjórnarskrárbundin ríkisstjórn dregur vald sitt af

2. Þjóðar- og þjóðareinkennisstefna: Hver þjóð sitt. Hver þjóð hefur sína sögu, sem verður að virða, vernda og byggja á. Ísland fyrst

3. Trú: Í okkar tilfelli kristni. Hafa skal í heiðri Guð Bilbílunnar og trúarsiði þjóðarinnar og vernda hana sem stofnun sem ber uppi hið siðferðilega lágmark, eins og barnaskólar okkar kenndu

4. Takmarkað ríkisvald: Lög manna þjóðarinnar takmarka ríkisvaldið, þar innan sem stofnun þjóðkirkjunnar á líka heima og fær vernd

5. Einstaklingsfrelsi: Því frelsi er ekki hægt að viðhalda nema með aðstoð hins takmarkaða ríkisvalds þjóðarinnar sjálfrar í sínu eigin þjóðríki, sem verndar þjóðkirkjuna líka

Hér má lesa ritgerðina: Hvað er Íhaldsstefna?

Kratismi gengur ekki upp, því hann veitist að rótum þjóðfélaganna, sem á Vesturlöndum eru kristnar. Þetta sést sérlega vel á Svíþjóð í dag, sem komin er á endastöð og gengur ekki lengur upp, frekar en Tyrkland undir hverveldi Kemalista gekk heldur ekki upp lengur. Þar stendur slagurinn um annað hvort upplausn eða millileið Erdogans, sem virðir rætur Tyrkja vítt og breitt um landið allt, og hefur þær í heiðri. Annars er það klerkaveldi íslams

Heimurinn er að ganga í sjálfan sig aftur. Í sitt gamla sjálf. Tímabilinu frá 1945 til 2009 er lokið. Milliríkjaviðskipti og bandalög munu þó eiga sér stað áfram, þó svo að heimurinn breytist nú þegar kratisminn er að syngja sitt síðasta vers. Þau verða bara ekki fastur né sjálfvirkur hluti af samskiptum ríkja. Þau verða ekki "réttindi". Þau verða forréttindi, og ber að líta á þau þannig. Það eru til dæmis forréttindi fyrir Ísland að eiga tilvistarlegan bandamann eins og Bandaríkin, því þau heimta ekki af okkur fullveldið í staðinn, eins og Evrópusambandið gerir með heilögum og úr sér bræddum kratisma og alls konar geislavirkum "orkupökkum". Gagnkvæmir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna ráða för

Evrópusambandið er því dautt eins og Tyrkland Kemalista. Það er komið í kistuna sem bíður eftir bálförinni. Hagsmunir Íslands og Evrópusambandsins fara ekki saman og geta aldrei farið saman. Sú útópía var blindgata, sem algerlega óþarft var að kanna. Gámarnir með það samband innanborðs sukku því á leiðinni til Íslands, eins og Davíð Oddsson sagði að myndi gerast

Kúrdar eru varla sérstök þjóð. Þeir tala ekki einu sinni sama tungumálið. Þeir tala mörg tungumál og þau sem töluð eru mest, kurmanji og sorani, eru ekki meira skyld en enska og þýska. En kannski verða þeir þjóð. Það er undir þeim sjálfum komið og engum öðrum - eins og hjá okkur sjálfum

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður 

Fyrri færsla

Biður um her, fær loftsslag


Bloggfærslur 13. október 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband