Leita í fréttum mbl.is

Evran nýr Hitler í evrópskri fleirtölu?

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996

Mynd: tímaritið Economist desember 1996

****

Fyrirsögn dagsins: "Welcome back to Weimar Germany"

Greinandinn Wolfgang Munchau -sem ég hef lesið í 11 ár- og hingað til einlægur og ákafur aðdáandi esb og evru, skrifar í dag um evruna:

"Um síðustu aldamót varaði Ralf Dahrendorf við því að evran, sem þá var verið að sjósetja, myndi snúa þjóðum Evrópu gegn hvor annarri. Þá trúðum við honum ekki, en hann hafði rétt fyrir sér."

Munchau heldur áfram og segir efnislega, að evran hefur nú búið til nýtt Weimarlýðveldi í Evrópu og það er ekki bara í einu landi, heldur bæði í norðri og suðri. Þeim sem hafa ekki "réttar" skoðanir á stjórnmálum er haldið frá borðinu þar sem framtíð þeirra er ákveðin. Þeim hefur kerfislega verið haldið frá borðinu eins og gerðist í Þýskalandi á Weimartímabilinu. Sama hvað það kostar

Tilefni þessarar ályktunar Wolfgangs Munchau (og hún hefur legið í loftinu um tíma) er ákvörðun forseta Ítalíu um að hafna þeim kjósendum sem kusu nýja ríkisstjórn á Ítalíu, með þeim rökum að ráðherra í þeirri stjórn hafi ekki réttar skoðanir á ýmsum hlutum eins og til dæmis, já hvað annað, en á evrunni. Forsetinn, sem þingið hefur kjörið, neitar að samþykkja að fólk með rangar skoðanir eigi rétt á að hafa áhrif á líf sitt núna og í framtíðinni

Já það er nefnilega það. Þetta er sennilega nú þegar orðið met í valdníðslu á okkar tímum. Og hvað skyldi gefa forsetanum þetta vald: jú evran. Hún er að verða nýr Hitler í flestum fleirtölum yfir Evrópu

Og nú mun líklega það gerast næst; að fyrrum reiknivél Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verður beitt á þjóðina í formi "tæknilegrar ríkisstjórnar" - þar til kosið verður aftur. Og mun sú kosning ekki bara þurrka út kjörmenn ítalska forsetans á þingi, heldur þar með hann sjálfan og nýr vegakafli jarðvinnsluvéla jafnaðarmanna við jörðu verður lagður til.. já.. þið vitið til hvaða staðar.. að sjálfsögðu hins sama og siðast. Malbik endar

Adolf Hitler var jú þrátt fyrir allt sósíaldemókrati - og imperíalisti. Svipað og esb. Og bæði fyrirbærin hötuðu þjóðríkið sem stofnun, og þjóðir þeirra. Þeir sem hingað til hafa gert lítið úr mikilvægi landamæra þjóða, þurfa heldur betur að hugsa rotið ráð sitt að nýju, því Alpafjöll og Atlantshaf eru að hækka hratt í verði. Leitin að heilabúi jafnaðarmanna í Skeiðarársandi hefur engu skilað, nema sandi

Fyrri færsla

Talning RVK-atkvæða í takt við umferðaröngþveitið


Bloggfærslur 28. maí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband