Leita í fréttum mbl.is

Tölvuárásum verði svarað með kjarnorkuvopnum. "Fjórða iðnbyltingin" skollinn á

Nýr þáttur í þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna

Bandaríkin eru að uppfæra þjóðaröryggisstefnu landsins. Gefið er til kynna að breyting verði á því hvernig tölvuárásum sé svarað. Frá og með nú geta þeir sem gera tölvuárás á Bandaríkin átt á hættu að þeim sé svarað með hefðbundnum vopnum (off-line), en ekki stafrænum aðgerðum. Kemur nú einnig til greina að þannig árásum verði svarað með kjarnorkuvopnum, ef þær valda það umfangsmiklum skaða að hann sé hægt að setja í flokk með þeim skaða sem víðtæk hefðbundin hernaðarárás veldur. Þeim flokki árása getur því undir nýrri þjóðaröryggisstefnu verið svarað með kjarnorkuvopnum

Dæmi: Norður-Kórea gerði tölvuárás á innviði Bandaríkjanna með því að taka hluta þeirra í gíslingu og krefjast lausnargjalds sem greitt var með tölvumyntinni bitcoin. Talið er að árásin hafi aðeins verið forsmekkur eða sýnishorn -eins og sum eldflaugaskot landsins undanfarið- á því sem það land er í standi til að gera við önnur lönd og innviði þeirra, með tölvum. Með því að segja að kjarnorkuvopn verði ekki aðeins notuð sem svörun og vörn gegn þeim sem gera kjarnorkuvopnaárás á Bandaríkin, eða stórtæka árás með hefðbundnum vopnum, er verið að segja að hlutfallsleg svörun með bæði hefðbundnum vopnum og kjarnorkuvopnum eigi einnig við um árásir á innviði landsins með tölvum. Umfang skaðans mun ráða til hvaða vopna verður gripið. Þetta fær kannski einræðisherra Norður-Kóreu til að hugsa sig aðeins um áður en hann sleppir stafrænum herdeildum sínum lausum næst, með aðstoð annarra ríkja

Kínverski einræðisherrann fær innanríkisher til einkaumráða

Ákveðið hefur verið að 1,5 milljón manna innvortis herlögregludeildir Kína falli ekki lengur undir hefðbundna herstjórn landsins né heldur undir nein önnur ráðuneyti eða stofnanir aðrar en sjálfan einræðisherrann Xi Jinping. Nú þarf einræðisherrann ekki lengur að deila völdum yfir þessum her með neinum öðrum í ríki sínu. Áður fyrr gátu ríkisstjórnir landshluta kallað á þennan lögregluher. En þar sem hann hefur nú verið færður undir æðstu pólitísku miðstjórn hermála, sem Xi Jinping stýrir sjálfur, þá er hann sá eini sem sigað getur hernum á hvern sem er, hvenær sem er og hvar sem er í landinu. Og það mun hann þurfa að gera næstu mörg árin. Xi Jinping er nú orðinn fullhertur einræðisherra Kína. En sennilega þó ekki jafn hertur og þeir þorskhausar sem hanga til þerris í hjalli íslenska utanríkisráðuneytisins, því þeir hljóta einnig að hafa verið forhertir fyrst

EXTRA: Fjórða "iðnbyltingin" er skollinn á

Komið er í ljós að allir þeir örgjörvar sem sitja í nær öllum tölvum veraldar, innihalda framleiðslu- og hönnunargalla sem gera þær að gapandi ónýtu drasli með öryggislegum eldglæringum, sem einungis er hægt að tryggja sig gegn með því að henda þeim á öskuhaugana. Þessu greinir Financial Times frá í dag. Þar mun þessi tölvunartækni svo iðnbylta heimsbyggðinni í sjálfkeyrandi ruslahrúgur með rottur við stýrið. Sérstaklega á þetta við um nýjustu föt nakta tölvunarkeisarans, sem kölluð eru "skýjatölvun" (e. cloud computing)

Svar svo kallaðra "sérfræðinga" við þeim göllum sem eru í nær öllum örgjörvum er knýja tölvu- og snjallsímatækni veraldar, ásamt ótal mörgu fleiru er það, að eina vörnin gegn þessari fjórðu eða jafnvel fimmtu iðnbyltingu sé að skipta öllum tölvukerfum heimsins út. Hvorki meira né minna. Henda þeim á haugana

En það er samt ekki hægt að skipta út vélbúnaðinum, segir svo annar "sérfræðingur", því kostnaðurinn við að skipta honum út myndi koma flestum fyrirtækjum á hausinn. Þetta er sem sagt alveg ný og sjálfkeyrandi iðnbyltíng

Það er ekki að ástæðulausu að ég hef lengi sagt; Tölvunarbransinn kominn í dauðastríð

 

Fyrri færsla

Vandamálin á Kóreuskaga í hnotskurn


Bloggfærslur 5. janúar 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband