Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland: Verður stjórnarmyndunarviðræðum hafnað?

Þýskaland

Sósíaldemókratar (SPD) í Berlín höfnuðu í gær með 21 atkvæði gegn átta, að flokkurinn tæki þátt i myndun nýrrar samsteypu-ríkisstjórnar með CDU-flokki Angelu Merkel ásamt CSU-bróður hans í Bæjaralandi. Á laugardag höfnuðu einnig SPD-menn í Saxlandi-Anhalt því að flokkurinn tæki þátt í myndun slíkrar stjórnar. SPD heldur um helgina landsflokksráðstefnu þar sem kosið verður um málið. Takið eftir að hér er ekki verið að tala um að samþykkja það að fara í stjórn, heldur aðeins að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Fjórir mánuðir eru liðnir frá kosningum

Fylgi SPD hefur samkvæmt skoðanakönnun dalað verulega frá kosningum, sem fram fóru 24. september, þar sem flokkurinn hlaut sína verstu úrreið frá stríðslokum. Það sama gerði flokkur Angelu Merkels. SPD-fékk þar aðeins 20,5 prósent atkvæðanna og tapaði 5,2 prósentum, en mælist nú með aðeins 18,5 prósent fylgi, eða rétt tæplega 6 prósentum meira en AfD-flokkurinn fékk í kosningunum. En í þessari INSA-skoðanakönnun sem ég nefni, mælist AfD hins vegar með 14 prósent fylgi. Þannig að á milli SPD og AfD standa samkvæmt þeirri könnun aðeins 4,5 prósentur í dag. Og í könnuninni er CDU/CSU-flokksbandalag Merkels komið niður í aðeins 31,5 prósent fylgi, en fékk 33 í kosningunum í haust með því að tapa þar heilum 8,5 prósentum kjósenda

Ljóst er að örvæntingin er smám saman að grípa um sig í þýskum stjórnmálum. Formaður SPD ríður gandreið um ríkið til að hotta á flokksmenn inn í þær tilvonandi limósínur sem pólitík flokksins hefur ávallt gengið út á; þ.e. að fá að lifa góðu lífi með völd og aka um í limósínum. En ljóst er að flokkurinn er svo klofinn að þó svo að formanni-Schulz, sem kominn er langt fram yfir síðasta söludag (og var jafnvel aldrei söluhæfur) eins og Merkel, takist að píska fram samþykki við stjórnarmyndunarviðræðum með taparanum-Merkel, að þá er lítil von til að sú stjórn haldi full af efasemdum kjörtímabilið út

Þýskaland þokast með öryggi í átt til stjórnleysis. Bæði SPD og CDU/CSU eru orðnir skýjaðir flokkar (e. clouded). SPD er að farast vegna þess að hann vann með CDU/CSU. Og CDU/CSU eru að farast vegna þess að þeir unnu með SPD. Fólk vill fá heiðskýra flokka (e.unclouded). Það sem við sjáum er einmitt árangur skýjastjórnmála. Þessir flokkar hafa með þokulúðrun gert sig að þokubökkum sem eru að leysast upp

Hagtölur og hagtölur

Þessa dagana er ég að hugsa á rannsóknarnótum um hagkerfi Kína og bera það saman við japanska viðundrið sem var á hagtölutoppinum 1993/4 (VLF). En þá var það hagkerfi hins vegar þegar búið að vera hvellsprungið í 5 ár. Eiginlega efast ég um að hagkerfi Kína sé í reynd meira en 30-40 prósent stærra en hagkerfi Japans er í dag. Það er aðeins 6 prósent af heiminum núna (VLF). Nánar um þetta síðar

Janúar 1997

Hreyfimynd: Evruguðsþjónusta í europhile-BBC, janúar 1997. Bernard Connolly yfirheyrður af rannsóknarréttinum sem geisaði í Evrópu á þessum tíma, þegar flestir voru haldnir eins konar evrugeðbilun og esb-múgsefjun

Bernard Connolly hafði rétt fyrir sér. Norman Lamont sem þarna spyr hann fyrst, var fjármálaráðherra barónessu Margaret Thatcher þegar ERM-gengisbindingarkerfi ESB hrundi til grunna árið 1992. Allt meginland Evrópu er nú í steik vegna ESB-evru og hún er að gera útaf við flest evrulöndin sem létu stjórnmála- og embættismenn ljúga henni inn á sig. Bretland hefur sagt bless og fleiri lönd vilja út, en komast ekki vegna evru, því það er ekki hægt að skila henni án þess að drepa sjálfan sig í leiðinni, enda var það hinn eini sanni tilgangur með henni. Og nýjustu rannsóknir segja þar að auki í dag, að hinn svo kallaði "innri-markaður ESB" (e. single market) hafi engum efnahagslegum árangri skilað ESB-löndum, og að í mörgum tilfellum séu afleiðingar hans neikvæðar fyrir minni og minnstu löndin. Meira að segja erfiðustu evrusjúklingarnir viðurkenna þetta núna (í örstuttu máli hér). Ég mun fjalla meira og ýtarlegar um þetta síðar. Ísland verður að segja sig frá EES-samningnum áður en hann skaðar okkur enn meira

Brexit

Bernard Connolly segir í nýjustu grein sinni í International-Economy, sem ber yfirskriftina "No Deal", að það séu aðeins þrjár ástæður fyrir því að Evrópusambandinu er illa við fjármálamarkaði Bretlands:

1. Þeir eru breskir
2. Þeir hafa með fjármál að gera
3. Þeir eru markaðir

Fyrri færsla

Ísland of dýrt fyrir þýska óðaöldrun


Bloggfærslur 17. janúar 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband