Leita í fréttum mbl.is

CNN gerir í buxurnar - og pilsin

Mattis, - okkar hlutverk er að halda vígstöðunni, með símtólið frá fólkinu í hendinni. Hlusta og hlýða

James Mattis varnarmálamálaráðherra Bandaríkjanna sat fyrir svörum. Frá CNN kom nátúrlega sjálfselskuleg sjálfsupptekningar spurning um eigið ágæti frá blaðamanni CNN. Hún spurði varnarmálaráðherrann að því hvort hann væri samþykkur því sem þjóðkjörinn Trump sagði um fjölmiðla; að þeir væru óvinur fólksins

Mattis svarar eins og hans er von og vísa; þ.e. á fullkominn hátt. Hann sagðist hafa átt í vandamálum með fjölmiða, en að fjölmiðlarnir væru hópur með sameiginlega hagsmuni (e. constituency) sem hann kljáðist við (eins og annað. GR)

Svo kom önnur sjálfselskuleg sjálfsupptekningar spurning CNN um áhrif "óreiðu" í Hvíta húsinu á herinn. Því svaraði Mattis svona: velkomin í lýðræðið. Það er subbulegt og allir myndu óska að allt keyrði smurt. En svona er það. Það er hið besta stjórnarfyrirkomulag sem við höfum. "Hlutverk hersins er að halda vígstöðunni, að halda vígstöðunni og að halda vígstöðunni, þar til ríkisstjórn fólksins hefur merkt leiðina áfram og fólkið talað" - sagði hann

James Mattis er ekki þjóðkjörinn og það gerir hann sér fullkomlega grein fyrir. En hann er hins vegar skipaður beint af hinum þjóðkjörna, svo lengi sem sá óskar eftir þjónustu hans. Hann er þjónn

Enginn hefur kosið hinn sjálfselskulega sjálfsupptekningar blaðamann CNN til neins. Og enginn hefði kosið hana hefði hún boðið sig fram. Fólkið kaus Donald J. Trump. En þarna býður hún sig fram sem sjálfselskulegan sjálfsupptekningar blaðamann CNN, sem engan áhuga hefur neinu nema sjálfri sér, kompaní sínu og stöðu hennar innan þess. Hún hefur engan áhuga á lýðræði, því í hennar kokkabókum virðist það þýða lýðbræði

Mattis er með sitt hlutverk á tandurhreinu. En hvert skyldi hlutverk CNN vera; jú að koma ríkisstjórninni frá með lýðbræði ókjörins CNN, greinilega

Fyrri færsla

Fjölmiðlar ógn við lýðræðið?


Bloggfærslur 26. febrúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband