Leita í fréttum mbl.is

Donald J. Trump kann ekki að vera forseti

Og það er það góða við kjör hans. Enginn sem verður forseti Bandaríkjanna ætti að kunna að vera forseti. Og það sem meira er, enginn ætti að kunna að verða forseti. Það kunni Donald Trump ekki heldur, en hann gat það samt. Hann gerði það samt. Fólkið kaus hann meðal annars vegna þess að hann kann ekki að vera forseti

Þetta er eitt af því sem sjálfsákvörðunarréttur þjóða byggir tilvist sína á. Að einn venjulegur úr þjóðinni, einn venjulegur ekki-sérfræðingur, sé forseti og leiðtogi hennar. Sérfræðingar í því að vera forsetar eiga ekki að vera forsetar. Þetta er ekki staða fyrir sérfræðinga

Þegar í embættið er komið þá verður forsetinn að ráða til sín sérfræðinga. Og það hefur hann gert. Ég elska þetta. Bara hreint út sagt elska þetta. Þetta er svo glæsilegur vitnisburður um frum-mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar þjóða. Að einn sem kann ekki að vera forseti geti orðið forseti og verði það

Auðvitað sýnist þetta vera subbulegt. En það á það líka að vera. Þetta er framkvæmdavald þjóðarinnar og það á að vera subbulegt, því annars er það bara sérfræðiveldi

Til hamingju Bandaríkjamenn, að hafa loksins fengið alvöru forseta en ekki sérfræðing

Donald J. Trump segir að Rússland verði að skila Krím til Kænugarðs. Það saggði blaðafulltrúi hans í gær. Þetta er ekki beint það sem menn áttu von á. Sérstaklega ekki í Rússlandi. Þessi afstaða forsetans útilokar þó engan veginn samvinnu við Rússland um tilvistarleg málefni Vesturlanda. Rússland er Vesturland, því það hefur Ritningarnar, hinar heilögu

Fyrri færsla

Afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta


Bloggfærslur 15. febrúar 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "samfélags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband