Leita í fréttum mbl.is

Spánn er smækkuð mynd af ástandinu í Evrópusambandinu

Francisco Franco reyndi í 40 ár að negla Spán saman sem eina þjóð. Mun hann snúa aftur?

Katalónía hefur aldrei litið á sig sem hluta af Spáni. Landið hefur alltaf litið á sig sem aðeins verandi lausan hluta af spænska heimsveldinu. Spánn er ekki til sem eitt land og Spánn er ekki til sem ein þjóð, nema á vissum undantekningatímabilum sögunnar. Gull frá Suður-Ameríku myndaði Spán sem heimsveldi og gullið var um tíma eldsneytið sem knúði það veldi til að leggja til atlögu við alla Evrópu. Svo varð spænska heimsveldið bensínlaust

Katalónía er land og Katalónía er þjóð, sem er meira en hægt er að segja um Spán. Spánn er hrúga af þjóðum inn á milli fjallgarða og árfarvega sem ávallt munu koma í veg fyrir að Spánn verði eitt land og ein þjóð

Katalónía neitar nú því sem næst að halda ímynduðu Spáni uppi umfram aðra. Madrídstjórnin sefur hjá París, Berlín, Brussel og Róm og sólundar auði Katalóníu. Aðeins harðræði hefur verið í pakkanum frá Brussel, þó svo að Spánn hafi gert allt sem Brussel bað um, bæði fyrir og eftir hrun. Gerræðislegt ástand hefur samt ríkt í landinu frá hruni 2009. Ekkert sem ESB sagði að myndi virka, virkaði

Evrópusambandið er að reyna það sama og Spánn, en með alla Evrópu undir. Þau lönd sem gegnu í sambandið héldu að þau væru að ganga í tollabandalag og peningalega vatnsveitu, þar sem seðlar kæmu úr krönunum. Löndin munu öll fara sömu leið og Katalónía, því ekkert var í ESB-krönunum, nema 30 ára kreppa, massíft atvinnuleysi, fjárkúgun, peningaskömmtun og allsherjar refsingar

Límið er þó meira á Spáni. En það er ekkert; nada, zero, núll í túbunni frá Brussel. Ófriðurinn blasir því við Evrópu. Bretland má teljast heppið að komast út, þökk sé herveldi þess, kjarnorkuvopnum og bandamanni í vestri. Og Evrópusambandið er nógu vitlaust og veruleikafirrt til að reyna að reyna að búa til nýjan Franco yfir því öllu. Þetta samband mun ekki enda vel og það sést nú þegar, langa vegu að

Norður-Kórea Reykjavíkurborgarveldisins þarf "pretty much" að fara að passa sig

Fyrri færsla

Við missum af heimsókn Trumps


mbl.is Puigdemont gaf sig fram við lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband