Leita í fréttum mbl.is

Klukku-ríkisstjórn eða gaukshreiður?

Þar sem Forseti Íslands hefur skipt um sokk þá hlýtur að vera komið að því að við fáum loksins klukkuríkisstjórn sem bjargað getur Íslandi frá ótímadauða GMT mínus einn. Stjórn sem skipt getur um tíma hér á landi, þannig að við fáum nýja tíma. Og kannski í leiðinni loksins stillt ártalið alveg á núll. Það yrði nú byltíng maður

Mikilhæfasti stjórnmálamaður landsins, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á kosningafundi um daginn að erfitt væri að starfa með örveiruflokkum, því efst á málefnalista þeirra hlypu um pólitískar bakteríur eins og til dæmis krónískar klukkubreytingar, sem yllu þeim þvílíkum sótthita að erfitt væri að nálgast pólitískan sjúkling á svo háu sótthitastigi sýndarveruleikans í geggjunarbúðum slíkra flokka

En nú er þetta leyst því Finnland krefst þess að klukkubreytingum sé hætt í fangabúðum Evrópuresta sambandsins, vegna þess skaða sem þær hafa á líf fólksins sem neyðist til að búa við þær. Kominn er tími á að þessum sovésku tímabreytingum sé hætt, segir Finnland. Þær valda svefnvandamálum (sem hert eru í sessi tvisvar á ári, öll ár), lægri framleiðni og hugsanlega alvarlegum heilsuvandamálum (ný og eftirsótt verkefni fyrir heilbrigðis "kerfin"). Rússland og Tyrkland hafa nú þegar drepið þessa pólitísku bakteríu, enda bæði Sovét- og Kambódíuveldin fallin um sig sjálf og eru Bandaríkjamenn komnir á sömu þanka. Það verður fróðlegt að heyra hvað klukkustjórnin í Brussel segir við þessari ofboðslegu uppreisn ofan úr Finnlandi. Hún er sennilega það eina sem landið getur gert sér til bjargar í myntfangabúðum Evrópuresta sambandsins

Á Íslandi hefur hinn gamli sokkur Forseta Íslands (þeir eru tveir: Mjanmar og Norður-Kórea) nú lagt blessun sína yfir að Vinstri rauðir, Framsóknarflokkur, Píratar og Sundurfylking afmyndi nýja ríkisstjórn yfir Íslandi. En í ljósi klukkubreytingafalls Finnlands er sú tilraun væntanlega dæmd til að mistakast. Finnska leiðin er einfaldlega að lokast. Stefnan verður því tekin á hina Nýju-Kambódíu Reykjavíkurborgar, þéttingu skatta og að ný pólitísk dellumál verði tekin upp. Hvor gamli súri sokkurinn skyldi það verða?

Fyrri færsla

Andsamfélagsmiðlar hafa það gott


mbl.is Atkvæðagreiðsla um ESB ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband