Leita í fréttum mbl.is

Ó-hagganlegar stærðir

Reynsla Rússlands af ESB er fyrir það fyrsta mótuð af innrás Napóleons af heimsveldinu Frakklandi inn í Rússland

Charles de Gaulle forseti hins þriðja Frakklands af þeim fimm til sex, neitaði Bretum um inngöngu í Evrópusambandið, því hann sagði að Bretland passaði ekki þar inn. Passaði ekki þar inn, sagði hann, því Evrópusambandið ætti að ná frá eystri-ströndum Atlantshafs og austur að Úralfjöllum. Að Bretland ætti ekki heima á því meginlandi Evrópusambandsins. Þetta var og er alveg rétt hjá honum, enn þann dag í dag

Og í öðru lagi er reynsla Rússlands af Evrópusambandinu mótuð af innrás Adolfs Hitlers af brjáluðu Þýskalandi & Co inn í Rússland. Reynsla Rússlands af Vestur-Evrópu er því nokkuð strembin

En reynsla Rússlands af Evrópusambandinu er jafnvel ennþá erfiðari viðfangs því Evrópusambandið er nýtt dulbúið imperial-fyrirbæri sem stöðvar ekki útþenslu sína fyrr en það rekst á óhagganlegar fastar stærðir; rekst á immovable objects

Það væri ákaflega sorglegt ef að Evrópusambandinu tækist að véla NATO til þjónustu við sig sem útþenslubolverk Evrópusambandsins austur. Það væri virkilega sorglegt. Ég vona að NATO skilji þetta. Alveg sama hversu mikið Póllandi et al. langar í gamla veldið sitt, sem nú er læst inni í Úkraínu

Rússlandi var af Evrópusambandinu —nú orðið Þýskaland— lofað vissum hlutum er Sovétríkin hrundu. Þau loforð hefur ekki verið staðið við

Nái hin stuðandi hugsjón stærstu raflagningamanna Evrópusambandsins —frá 1947 ruslatunnuupphafi þess— alla leið til áfangastaðar sambandsins austur við Úralfjöll, já, þá vitum við fyrirfram hverslags barbarí það samband yrði. Það yrði tryllt

Það sem sögunnar menn eiga eftir að velta virkilega alvarlegum vöngum yfir um ókomna framtíð er þetta; hver styggði friðinn sem þjóðríki Bandaríkjamanna í Norður-Ameríku kom á og tryggði með meira en algerlega lögmætu valdi sínu á meginlandi Evrópu. Friðinn sem þjóðríkið Bandaríkin komu á, kostuðu og tryggðu með milljón sinnum meira lögmæti en alla aðra gat látið sig dreyma um, fyrr og allar götur Evrópu síðar

Og hver var það sem svo veruleikafirrtur varð strax árið 1947, að hann fór að gramsa ofan í hinu gamla ruslatunnuveldi meginlandsins á öskuhaugum þess. Hver er þessi sá er nú blæs þar af öllu sínu afli lífinu í gamlar glæður brennandi rústa tapranna á meginlandi Evrópu!

Það er nefnilega það; austur til Úrals

Og nú; mínar dömur og herrar; Hrossagaukurinn er kominn! 

Fyrri færsla

Að vera einn peningur


Bloggfærslur 2. apríl 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband