Leita í fréttum mbl.is

ESB-aðild Spánar hefur rústað vegakerfi landsins

Nú segja vegamálamenn Spánar að vegakerfi landsins sé í sínu versta ásigkomulagi frá því að Spánn gekk í Evrópusambandið 1986. Þá var sambandið skammstafað EEC. Reyndar er ástand vegakerfisins nú það versta síðan AEC hóf skýrslugerðir um vegamál landsins árið 1985. Atvinnuleysi á Spáni eftir 28 ára aðild að Evrópusambandinu mælist nú 25,6 prósentustig

Það sem einkennir aðildarferli landa að Evrópusambandinu er að við inngönguhlið þess hefjast aðlögunar-limlestingar og sundurskrúfun þjóðríkisins á því að taka ríkisfjármálin kverkartaki þar til bláminn vegna köfnunar hefur drepið hið þjóðbernska afl þjóðríkisins; e. natal energy

Svo þegar því hefur verið kálað er landinu af afglapaveldi Evrópusambandsins ýtt inn í ERM-II pyntingarklefa evrusvæðis (óskabarn ASÍ) þannig að úr verði krypplingur sem gengur alfarið fyrir brusselsku handapati ríkisfjármála

Því með ERM-II er gírkassinn óafturkræft tekinn úr hagkerfinu þannig að einu hagstjórnartækin til umráða verða umlin sem koma frá köfnuðum stjórnmálamönnum upp í gegnum líkkistulok ríkissjóðs, undir oki Maastrichts, sem þegar á 20 ára afmæli sáttmálans er orðinn sú volga gróðurmold 1930-ástandsins sem nú rýkur úr á meginlandi Evrópu. Þar gengur allt samkvæmt áætlun til helvítis

Þeir sem aðhyllast ESB-aðild ákalla hagstjórn Sovétríkjanna; ríkisafskiptin og ekkert nema ríkisafskiptin; Vegakerfið til Sovétríkisins

Krækja; Spain’s roads currently in worst condition since 1985, says new study (El País) 

Fyrri færsla

Hin leynda dagskrá verkalýðsforystunnar


Bloggfærslur 16. apríl 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband