Leita í fréttum mbl.is

Verður pasta-tómatsósuverðbólga myntarinnar evru tekin upp?

Innkeyrslan við þýska seðlabankann 
Mynd: aðalstöðvar þýska seðlabankans 
 
Þá vitum við það. Eftirfarandi evruupptaka hefur náðst á segulband. Ef skipa ætti Ítala sem bankastjóra seðlabanka Evrópusambandsins (ECB), þá þýðir það aðeins eitt: verðbólgu. 

Þýska blaðið Bild-Zeitung, sem kemur út í hve stærstu upplagi allra blaða í Evrópu, hefur áhyggjur af því að Ítali geti hugsanlega orðið næsti bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins. Blaðið segir að verðbólga sé eins órjúfanlegur og rótgróinn þáttur í lífi Ítala og pasta og tómatsósa eru það. Hver veit. Kannski fá Esbbúar gleraugun sín loksins á einn milljarð.      

Ykkur finnst kannski kátbroslegt hversu verðbólguhræddir Þjóðverjar eru. En menn hætta hratt að brosa þegar þeir komast að því að á fyrri hluta ársins 1921 ríkti verðhjöðnun í Þýskalandi, en á seinni hluta þess sama árs var verðbólgan komin upp í 500 prósent. Allt þetta innan eins og sama ársins. Þökk sé verðbólguvæntingum sem fóru úr böndunum og litlu öðru. Þýskaland er ekki eins og önnur lönd. Ef verðbólguvæntingar þýsks almennings fara úr stálböndum arfleiðar þýska seðlabankans, Deutsche Bundesbank, þá mun verðbólgan fara um landið eins og sinubruni og hraðar en hendi er hægt að veifa. Og þetta er ekki fyndið.  

Ef þýskur almenningur fær á tilfinninguna að makkarónumenn í myntmálum séu sestir að í aðalstöðvum seðlabanka Evrópusambandsins í Frankfurt - og sem skilyrðislaust átti að byggja á arfleið Deutsche Bundesbank - þá er leikurinn úti fyrir allt myntbandalag Evrópusambandsins. Þýskaland myndi þá umsvifalaust varpa evrunni fyrir borð, fara létt með það, og stálkrumlum Bundesbankans yrði sigað á alla stjórnmálamenn landsins í formi Neue Deutch-Mark og über sjálfstæðrar peninga- og vaxtastefnu seðlabankans. Þar með væri úti um alla ökumenn Club Med öskubifreiðar evru og öllum þeim sem þar hafa fengið að fljóta "ókeypis" með. 

Vel er hægt að skilja verðbólgufóbíu Þjóðverja, ef menn reyna. Sem betur fer hefur íslenska krónan aldrei hagað sér svona, þó svo hún á stundum hafi stunið undan því velmegunar hraðameti hagsögunnar sem sett var á Íslandi síðustu marga áratugi. Það þarf góðan gjaldmiðil til að standast svona prófraun.

Þar síðasti gjaldmiðill Þýskalands stóðst ekki. Og engin von er til þess að myntin evra standist svona þolraun. Hún gerði það ekki á Írlandi. Það er vegna þess að hún er gjaldmiðill elliheimila og stöðnunar. Myntsvæði evrunnar á heimsmet í lélegum hagvexti og fastforsinni efnahagslegri stöðnun. Til þess að rjúfa vítahring hnignunar, stöðnunar og demens Evrópu, þarf myntin evra að deyja. Og það getur ekki gerst nógu hratt. 

Sannleikurinn er einnig sá að níðþung ríkisútgjöld stærsta elliheimilis heimsins, Þýskalands, þola ekki meira en 2 prósent ársverðbólgu. Ef hún fer hærra þá verður ríkissjóður Þýskalands gjaldþrota á augabragði. Verðtrygging níðþungra ríkisútgjalda þýska öldrunarhagkerfisins og nú eðlislæg efnahagsstöðnun í klóm ESB og EMU virkar þannig.

En Ítalir skilja þetta ekki. Enginn skilur myntmál evrunnar nema Þjóðverjar. Nú vita þeir bæði leynt og ljóst að á aðeins 8 árum hefur Jean-Claude trésetti ECB frá Lyon tekist að gera mynt og seðlabanka myntar Þýskalands að ruslatunnu.

En Ítalir eru ekki hrifnir af þessari þróun, því þeir skilja ekki Þjóðverja. Strax hafa þeir tekið sér í munn hugtakaþrennuna, þjóðernishyggja, kynþáttafordómar og hroki.  

Sannleikurinn um Evrópusambandið er sá að fyrir Evrópu er ESB ekki sjálfbær þróun. ESB er orðið að óbærilegri þróun á Evrópu.
 
Evran eykur svo friðinn í Evrópu. Ekki satt? 
 
 
Tengt
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 28. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband