Leita í fréttum mbl.is

Krónan er ekki hlutabréf. Hún er gjaldmiðill.

Rallod 

Íslenska krónan er ekki hlutabréf. Hún er gjaldmiðill. Hún er mynteining og um leið leiðréttingar mekanismi hagkerfis okkar. Virkni hennar sem hagvaxtargjafi og áfallabráðavakt er óumdeilanleg.  

Bandaríkjadalur hefur misst 95% af verðgildi sínu gagnvart ýmsum myntum heimsins eftir að hann fór af gullfæti. Er hann þá slæmur gjaldmiðill?  Nei það er hann ekki. Hann er stærsti gjaldmiðill heimsins og kemst engin önnur mynt með tærnar þar sem hann hefur hælana. 

Evrópusambandið hefði sennilega átt að taka upp maltíska líru því lengi vel var hún hæst metni gjaldmiðill heimsins. Það einkennir marga ESB-sinna að þeir vilja helst fá gjaldmiðil sem hækkar bara og hækkar, no matter what. 

Nú er á ýmsum stöðum heimsins rætt um hvernig koma megi verðbólgu í gang á ný. Það þarf mikið og sterkt afl til að búa til verðbólgu. Ýmislegt kemur til greina. Til dæmis væri hægt að banna peninga í umferð og setja neikvæða vexti á innistæður. Þá myndu menn taka út peningana sína, eyða þeim og fjárfesta. 

Það er einnig hægt, með ýmsum aðferðum, að komast undir zero lower bound á nafnvöxtum myntar sem ekki nýtur hinnar eftirsóttu verðtryggingar sem alltaf styður svo dyggilega undir hagvöxt og fjárfestingar hagkerfisins - þ.e. það er hægt að skapa neikvæða vexti án þess að vera svo heppinn að vera aðnjótandi verðbólgu. Verðbólga er mikið eftirsótt fyrirbæri í dag.
 
Til dæmis væri hægt að banna mynt Evrópusambandsins, Japans og Bandaríkjanna. Þetta eru myntsvæði stödd í peningagildru og í verðhjöðnunarhættu.  Í staðinn er hægt tefla fram tímabundinni staðbundinni mynt sem konverterast yfir í þá upphaflegu á neikvæðu gengi þ.e. gengi sem er lægra en einn. Hægt væri þá að setja neikvæða vexti á innistæður í upprunalegu myntinni. Í alvöru: þetta er rætt núna af nokkuð fúlustu alvöru. En þessi umræða fer þó ekki hátt. Hún er einungis hvísl ennþá.  
 
Einn anga þessarar umræðu má þó finna hér í krækjunni að neðan, hjá manninum sem kom, sá og hélt evruguðsþjónustu í Háðsskólabíó Landsbankans, Glitnis og Kaupþings. Enn er verið að þurrka upp blessunarvökvann sem rann þar volgur niður alla palla.

Hvað getum við gert til að skapa verðbólgu sem svo mun knýja eyðslu og fjárfestingar í gang á ný? Það er málið. Fáar þjóðir heimsins eru svo vel settar að hafa V8 tryllitækið okkar; íslensku krónuna. Við erum öfunduð.
 
Grein Willem Buiter í WSJ: Is this the Right Time for the Fed to go Negative? Þess skal getið að nýr atvinnurekandi knýr þennan mann núna. 
 
Þeir sem eiga enn hlutabréf ættu að hugleiða þennan ómöguleika. Hætt er við að þeir myndu kjósa að eiga þau áfram. En það krefst þó hugsunar. Svo fáir virðast hugsa. Sem sagt: mynt er ekki hlutabréf og á heldur ekki að vera það.
 
Tengt efni
 
Poul Krugman; af hverju er verðbólga betri en verðhjöðnun? Inflation, Deflation, Debt
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 12. september 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband