Leita í fréttum mbl.is

Skuldabréf Grikklands í ruslflokk. ESB íhugar að taka upp þýsk mörk

Frétt Mbl:- Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn gríska ríkisins í ruslflokk. Gríska fjármálaráðuneytið brást ókvæða við og sagði að þessi lækkun væri ekki í samræmi við raunverulegar hagstæðir í Grikklandi. 

 

Ja vel

Þetta batnar bara með hverri evrunni sem tekin er upp í Grikklandi. S&P henti líka bankakerfi Grikklands í ruslið, - þrátt fyrir evruna. 

Það glæsilega gerðist einnig í dag að lánshæfiseinkunn portúgalska ríkisins var lækkuð líka. Nú er staðan þannig að vaxtakjör portúgalska ríkisins á hinum "eftirsótta" fjármálamarkaði Evrópusambandsins eru HÆRRI en þeir vextir sem Brussel ætlar að skipa Portúgölum að lána Grikkjum peningana sem þeir eiga ekki á. Þetta er kölluð ESB-skynsemi. Maður er næstum á hausnum og tekur peninga að láni hjá alþjóðlegum fjárfestum á meira en 5,45% vöxtum (3ára bréf) og lánar þá svo út til næstum gjaldþrota Grikklands á 5% vöxtum. Svo fer maður í skiptaréttinn og segir dómaranum hafa þetta hafi allt saman verið gert í ákaflega göfugum tilgangi. Maður fer bráðum að sakna áætlunargerðarmanna Sovétríkjanna sálugu. 

FT: The three-year Portuguese yield, by the way, was last seen trading at 5.45 per cent, according to Reuters. 

Hvað gerir Brussel núna? Þá vantar alveg bráðnauðsynlega opinn aðgang að AAA greiðskorti Þýskalands. Það er eina landið sem á ennþá smá pening á evrusvæði. Brussel vantar marga skipsfarma af ferskum ný prentuðum þýskum mörkum því evran þeirra er að verða gjaldþrota.  

Børsen sagði í dag að það væru komnar 58% líkur á að evran myndi gera Grikkland gjaldþrota fyrir fullt og allt.

Í gær gat sænska ríkið fengið lán á lægri vöxtum en stóð þýska ríkinu til boða. Fjárfestar verðlauna lönd sem hafa sína eigin mynt og sjálfstæða peningapólitík. Þau verða ekki atvinnulaus því þau geta leiðrétt klessukeyrslur sínar á réttingarverkstæði gengisfellinga. Tekjur ríkissjóða þeirra þorna því síður upp. Svona lönd keyra áfram þó klesst séu um stundarsakir. Svo rétta þau úr sér og glansa á ný. 

En þannig virka peningaleg klessumálverk Samfylkingarinnar á evrusvæði því miður ekki. Þar fara klessukeyrð lönd bara beint í pressuna og svo er þeim hent á haugana.

Roubini: Scandinavian Currencies: New Safe Havens? 

Hvað skyldi seðlabankastjóri gjaldþrotabandalags evru segja núna? Og Olli Rehn?

FT: Oh dear.


mbl.is Skuldabréf Grikklands í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Endgame? Evru-þrotabú kaupir hlut í öðru evru-þrotabúi. ESB-aðför að danska húsnæðislánakerfinu

Vill að Írland verði sett í gjaldþrotameðferð

David McWilliams: hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankamaður á Írlandi

Írski hagfræðingurinn David McWilliams segir að Írland eigi að fara fram á að verða tekið til gjaldþrotameðferðar. Stuttur úrdráttur: Nú er svo komið að Írland hegðar sér eins og óábyrgt útrásar?fyrirtæki. Það safnar skuldum til að halda sér á floti. Salan (landsframleiðslan) hefur verið fallandi árum saman. Það ríkir verðhrun (verðhjöðnun). Fólkið er að fara á hausinn. Skuldastaðan miðað við framleiðslu er að springa. Hvar eigum við að fá peninga til að borga allar þessar skuldir?

 
Unfortunately, that buyer of Greek bonds is our government using borrowed money to buy Greek bonds when even the Greek public is selling. How mad is that?
 
 
Hvað kemur svo? Jú, rétt í þessu vorum við að tapa 480 miljón evrum sem við ætlum að gefa Grikklandi. Ríkisstjórn Írlands ætlar að kaupa grísk ríkisskuldabréf af þeim fjárfestum sem þora ekki lengur að eiga þessi bréf. Ríkisstjórn okkar ætlar að taka fleiri lán til að getað gefið ríkisstjórn Grikklands peningana? Jafnvel grískur almenningur vill ekki lengur eiga grísk ríkisskuldabréf. Hversu geðbilað er þetta?

Næst þarf að bjarga Spáni. Þetta er eins og á gullfótarárunum. Ríkin reyndu að bjarga gullforðanum sem tryggði myntina með því að skera niður útgjöld. Þar var það gullið sem átti að binda löndin saman á einu gengi. Það gekk ekki upp og löndin yfirgáfu gullfótinn til að bjarga sér. Nú er það pólitík sem á að binda gengi landanna saman á einum fæti (evru). Þessa pólitík þarf að leysa upp. Hvar ættum við að fá tvo miljarða af evrum til að bjarga Spáni? Við þurfum að undirbúa ríkisgjaldþrot Írlands; David McWilliams
 
ESB-aðför að danska húsnæðislánakerfinu

Nýjar ESB-reglur (CRD directive) um aukið eigið fé lánastofnana sem gefa út skuldabréf sem eru veðhæf (covered bonds) verða þess sennilega valdandi að hin svo nefndu dönsku "flexlán" til húsnæðiskaupa verða að láta lifið, eða þarf að breyta verulega. "Flexlán" eru lán þar sem samið er um vexti til eins til fimm ára í senn. Menn eru ennþá ósammála um hverjar afleiðingarnar verða, en talið er víst að húsnæðislán munu þurfa að verða mun dýrari en þau eru núna, svo þau eigi séns sem söluhæf vara á skuldabréfamarkaði.
 
PA Consulting hefur gert þá útreikninga fyrir dagblaðið Børsen að til dæmis eins árs flexlán yrðu tveimur prósentustigum dýrari í vöxtum en þau eru núna. Þessi breyting á regluverkinu mun þýða að húsnæðisverð í Danmörku verður sprengt til baka í tíma um 18 ár, segir PA Consulting. Það yrði það mikið dýrara að taka lán eftir að reglum ESB verður breytt. Børsen segir að danska ríkið sé nú þegar búið að tapa málinu. Að útför "flexlána" hafi þegar farið fram; Børsen

Nýjar ESB reglur munu kosta 40.000 manns vinnuna í DK

Samtök fjármálastofnana í Danmörku (Finansrådet) segja að nýjar og hertar kröfur ESB til fjármálastofnana muni kosta Danmörku 40.000 atvinnutækifæri og því til viðbótar munu reglurnar kosta hvern Dana um 4.000 DKK á ári. Lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja munu minnka, hagvöxtur verður lélegri fyrir vikið og samfélagshagkerfið mun því rýrna um 20 miljarða danskar krónur á hverju ári. Kaupmáttur mun einnig lækka vegna nýju reglna ESB um húsnæðislán og eignir fólks munu lækka að verðmætum. Þetta verður samtals um það bil 16.000 danskra krónu tekjutap á fjögurra manna fjölskyldu á ári. Einkaneysla mun dragast saman; Berlingske | Folkebevægelsen mod EU
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 27. apríl 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband