Leita í fréttum mbl.is

Sovétríki Samfylkingar í upplausn. Vinstri grænir glotta

Á meðan Brussel brennur. 

Evrópusambandið riðar og skelfur

Þetta er alltaf alveg að koma. Alltaf handan við hornið. Bara ef við fáum sameiginlega bolla, sameiginlegar könnur, salerni, rúm, mynt, landhelgi, lofthelgi, löggjöf, dómstóla og endalaust hitt og þetta. Þetta er alltaf að reddast. Alveg að koma. Á meðan Brussel er að redda þá leggst Evrópa í Blaupunkt öndunarvél í vesturbæ kratverja. Aðeins í vesturbænum eru ennþá til peningar.

Það eina sem vantar upp á til að Brussel geti reddað þessu, er nýtt fólk í Evrópu. Það býr nefnilega vitlaust fólk í Evrópu. Það passar ekki við Sovétríki Samfylkingarinnar. Ekkert af þessu er nýtt. Þetta er gömul reynsla. Hún virðist þó vera ný fyrir sumum.

Eins og sjá má keyrir evrópska tilraunastofan ennþá á fullu. Fyrst var það marxismi, kommúnismi, nasismi, fasismi og nú síðast ESB'ismi. Samfélagslegir Frankensteinar eru ennþá made in Europe

Sovétríki Vinstri grænna fóru sömu leið

Þau eru dauð, svona næstum því. Vinstri grænir glotta nú og flissa að barnalegum óvitaskap Samfylkingarinnar. Þeir hafa reynsluna. Reynslu af því að trúa of létt á nýja hugmyndafræði. En hafa þeir sjálfir lært algerlega af reynslunni? Eg leyfi mér að efast. Steingrími er tíðrætt um hugmyndafræði þessa dagana. Hver veit hvað er í bígerð á þeim bæ. 

Engin evra handa Eistlandi?

Hagfræðingurinn Edward Hugh segir frá stóru og frekar skyndilegu spurningarmerki við aðgengi Eistlands að myntbandalagi Evrópusambandsins. "Ekki svona hratt" hefur hann eftir eistlenska blaðamanninum Mikk Salu. Sá hefur hins vegar eftir "áreiðanlegum heimildum" að á síðasta lokaða-fundi málfundarfélags málefna myntbandalagsins í ESB þinginu (Economic and Monetary Affairs Committee of the European Parliament) hafi viss Stark-þýskur stjórnarmaður seðlabanka Evrópusambandsins verið viðstaddur og sagt að Eistland færi ekki inn í myntbandalagið. Punktur hér: EH

Rúmenía hættir við evruupptöku, í bili, segja þeir kurteislega

Seðlabankastjóri Rúmeníu, Mugur Isarescu, sagði að Rúmenía muni líklega salta það að sækja um inngöngu í myntbandalag ESB. Það er m.a. verbólga sem dregur fyrir möguleika Rúmeníu á að fara inn í tveggja ára biðstofu ERM II pyntingarklefa Evrópusambandsins. Seðlabankastjórinn segist ekki hafa getað farið á veitingahús síðastliðin tvö ár því hann fái engan frið fyrir fólki sem spyrji sífellt á hvaða gengi Rúmenía fari inn í evru. Í síðustu viku var það Búlgaría sem tilkynnti það sama; EA

Hvenær skyldi trúarráð Samfylkingarinnar taka sönsum í bili?

Fyrri færsla

Urmull Jónsson félagsmaður vill læra hvernig á að halda atvinnuleysi himinháu í marga áratugi á Íslandi eins og í Finnlandi 


Bloggfærslur 22. apríl 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband